Leita í fréttum mbl.is

Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi

Jón Einar Jónsson og Arnþór Garðarsson segja frá rannsóknum á dílaskarfi næsta föstudag 22. mars kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Erindið verður flutt á ensku undir titlinum Numbers and distribution of the great cormorant in Iceland: limitation at the regional and metapopulation level.

Fjallað verður um niðurstöður nýlegrar rannsóknar þeirra félaga.

https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/ece3.5028

Ágrip greinar, snarlega snarað af Jóni.

dilaskarfur_arnthor

Sagt er frá niðurstöðum á rannsókn á stofnvistfræði dílaskarfs á Íslandi 1975-2015, þar sem notast var við talningar á hreiðrum úr lofti. Hlutfall ungfugla var metið með talningum á landi 1998-2014. Fjöldi unga í hreiðri var metinn af loftmyndum 2007-2015.

Fjöldi hreiðra var svipaður 1975, 1984 og 1990. Eftir lægð 1992 jókst fjöldi hreiðra um 3.5% árlega 1994-2015. Fjöldi hreiðra sýndi jákvætt samband við hrygningarstofna nytjafiska en neikvæða fylgni við svaltempruðu hafhringrásina í Norður-Atlantshafi.

Meðalstærð varpstaða jókst 1994-2001 en lækkaði 2002-2015. Hlutfall hreiðra á skerjum á móti grónum eyjum lækkaði í fyrstu, úr 69% í 44% 1994-2003 en jókst í 58% 2012-2014. Talið er að þarna séu hreiðurstæði að færast til vegna breytinga á búskaparháttum og þar með umferð manna.

Þéttleiki (fjöldi hreiðra á km2 grunnsævis <20m dýpi) var borinn saman milli fimm talningasvæða og var svipaður milli svæða 1975-1996. Eftir það jókst þéttleiki á tveimur innri, skýldari svæðum og einu af þremur ytri, skjólminni svæðum, samtímis því lækkaði þéttleiki á einu ytra, skjólminna svæði en stóð í stað í því þriðja. Skýldari, innri svæðin báru því fleiri hreiður á rannsóknatímanum en þar hafði umgangur manna aftrað skarfavarpi.

Fjöldi unga í hreiðri var sviðaður milli svæða en lækkaði 2007-2015 úr 2.5 að meðaltali í 1.8 unga/hreiðri.

Hlutfall ungfugla í September lækkaði 1998-2015 úr 0.4 í 0.3 og sýndi neikvætt samband við ártal og fjölda hreiðra ef árið 2002 var undan skilið. Þetta bendir til þéttleikaháðra áhrifa á hlutfall ungfugla. Lífslíkur ungfugla í September-Febrúar reiknuðust sem 0.471+0.066SE. Hlutfall ungfugla sýndi ekkert samband við loftslagsbreytingar eða fiskistofna.

Árlegar lífslíkur fullorðinna, reiknaðar út frá fjölda hreiðra og aldurshlutföllum 1999-2014 voru 0.850±0.026SE.

Stofnstærð dílaskarfs á Íslandi var því talin takmörkuð af fæðuframboði í gegnum ungaframleiðslu innan talningasvæða og af lífslíkum að vetrarlagi.


Staða þekkingar á fiskeldi í sjó

Hvað vitum við um fiskeldi í sjó og hugsanleg áhrif þess á umhverfið?

Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til málstofu um fiskeldi í sjó mánudaginn 25. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Markmiðið er að kynna stöðu vísindalegrar þekkingar um hugsanleg áhrif fiskeldis á umhverfið. Ekki er leitað eftir afstöðu fræðimanna til málaflokksins heldur er fyrst og fremst boðið upp á upplýsingar, fróðleik og tækifæri til umræðna. Til fundarins munu koma vísindamenn á sviði líffræði og hafefnafræði með víðtæka þekkingu, bæði sem fyrirlesarar, fulltrúar á pallborði og sem sérfræðingar í sal.

Flutt verða þrjú stutt kynningarerindi en síðan verða umræður á pallborði og úr sal.

Málstofan tekur tvær klukkustundir í heildina. Þetta verður því knappur en fyrst og fremst upplýsandi og spennandi fræðslufundur.


Að klifra í lífsins tré

Þróunarfræðingar hafa afhjúpað skyldleika margra tegunda og hvernig þær raðast í stærri hópa, ættir, fylkingar og ríki. Tré lífsins er gríðarlega stórt og teygir sig langt aftur í tímann. Við eigum í mesta basli með að skilja eiginleika vistkerfa eða...

Útdauði tegunda og blinda okkar á hægar breytingar

Útdauði dýra er raunverulegt vandamál og hann getur haft alvarlegar afleiðingar. Ástæður útdauða eru margvíslegar, ofveiðar, eyðing búsvæða, landnýting, mengun frá t.d. landbúnaði og iðnaði, og vitanlega loftslagsbreytingar. Í fyrri viku bárust tíðindi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband