Leita í fréttum mbl.is

Vísindadagur í Öskju 31. október

Vísindadagur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands verður haldinn laugardaginn 31. október næstkomandi. Milli klukkan 12 og 16 verður slegið upp vísindaveislu í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þar sem vísindamenn sviðsins segja frá rannsóknum og fræða gesti og gangandi um undraheim vísindanna. Þema Vísindadags 2015 er ljós í tilefni af Alþjóðlegu ári ljóssins.

dsimulans_dsechellia_lottetal2007_s.jpg

 

 

Sprengjugengið og Vísindasmiðjan verða með sýnitilraunir fyrir alla aldurshópa og stjörnutjaldið verður með átta sýningar yfir daginn þar sem hægt er að ferðast um undur alheimsins. Einnig verða óvæntar uppákomur í tilefni Hrekkjavöku.

 

Ég bendi fólki sérstaklega á fjögur líffræðileg erindi sem verða á dagskrá.

13:15   Edda Elísabet Magnúsdóttir  - Sjávarspendýr í hávaðasömum höfum: Versnandi aðstæður á Norðurslóðum

13:30   Sigríður Rut Franzdóttir - Ljómandi líf

15:15   Einar Árnason - Colonization of Glacier Ice by Microinverebrate Bdelloid Rotifera

15:30   Pétur Halldórsson - Himbrimarannsókn á Íslandi (Gavia immer)

 

http://visindadagur.hi.is/visindadagur_2015


Hví fáum við ekki fleiri krabbamein ?

Mina J. Bissell mun halda opnunarerindi Líffræðiráðstefnunar 2015, þann 5. nóv kl 16:00. Erindið nefnist Why don’t we get more cancer?  The crucial role of Extracellular Matrix and Microenvironment in metastasis and dormancy. Erindið er styrkt af Lífvísindasetri Háskólans, og er öllum heimill aðgangur.

Mina starfar við Lawrence Berkeley National Laboratory í BNA. Dr. Mina Bissell er einn af virtustu vísindamönnum heims á sviði krabbameinsrannsókna. Hún hefur helgað líf sitt brjóstakrabbameinsrannsóknum og þá sérstaklega rannsóknum á hlutverki millifrumuefnis í þroskun og sérhæfingu eðlilegra og illkynja brjóstþekjufruma.  Rannsóknir dr. Bissell hafa leitt í ljós að mikilvægt er að hugsa um heildarmynd vefja og æxla og að framþróun æxlisvaxtar og meinvarpamyndunar er háð því hvernig umhverfi fruma er. Í fyrirlestri sínum mun dr Bissell fara yfir rannsóknir sínar og spyrja þeirrar spurningar af hverju fáum við ekki oftar krabbamein. Um feril og rannsóknir dr. Bissell má fræðast á vefsíðu Lawrence Berkeley National Laboratory.

Árið 2012 hélt hún stórfínann TED fyrirlestur.

Ritalista Minu má sjá á vefsíðu rannsóknarhóps hennar.


Hvernig þekkir maður þorska í sundur?

„Hvernig þekkir maður þorska í sundur?“ Hlynur Bárðarson flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 26. október kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum...

Nóbel 2015: Sníkjudýr og vanræktir sjúkdómar

Vísindafélagið stendur í haust fyrir fyrirlestraröð um Nóbelsverðlaunin í ár. Sigurður Guðmundsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum mun halda fyrirlestur kl. 12:00 fimmtudaginn 15. október í sal Þjóðminjasafnsins: Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband