Leita í fréttum mbl.is

Stjörnur dýraríksins á ystu nöf

Nýlegar rannsóknir á spendýrum, fuglum og öðrum tegundum sýna að margar tegundir nálgast nú hættusvæðið eða eru í hættu á að deyja út. Teikn hafa verið á lofti í marga áratugi, en gróðureyðing, skógarhögg og eyðilegging búsvæða veldur því að enn syrtir í álinn.

Rúv var með vandaða fréttaskýringu um þetta mál nýlega - fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson á hrós skilið. Hér er upphaf umfjöllunar hans.

img_2004litil.jpg

Stjörnur dýraríkisins á hverfanda hveli

Framtíð margra þekktustu spendýrategunda jarðar er ekki björt vegna síaukins átroðnings mannsins um allan heim. Meiriháttar útrýming gæti verið í aðsigi. Allir frændur mannsins af ætt mannapa eru í útrýmingarhættu, svo og tígrisdýr, nashyrningar, kameldýr, steypireyðar og fjölmargar aðrar tegundir. Fimmta hver spendýrategund í heiminum er komin á alþjóðlegan válista.

Óttast meiriháttar útrýmingu

Fjórir milljarðar tegunda lífvera hafa þróast á jörðinni á síðustu 3,5 milljörðum ára. Um 99% eru útdauðar. Fyrir 65 milljónum ára dóu 75% dýra- og plöntutegunda í heiminum út á tiltölulega skömmum tíma. Talið er að smástirni eða halastjarna hafi rekist á jörðina og þeytt upp gríðarmiklu ryki sem skyggði á sólarljósið með hörmulegum afleiðingum fyrir flestar lífverur. Meðal tegunda sem þá dóu út voru allar tegundir risaeðla, að forfeðrum fugla undanskildum.

Fimm sinnum í sögu jarðar hafa orðið slíkar hamfarir, af völdum árekstra úr geimnum, risaeldgosa, loftslagsbreytinga og annarra þátta, sem leitt hafa til útrýmingar meirihluta lífs á hnettinum. Nú óttast vísindamenn að sjötta fjöldaútrýmingin sé hafin. Ástæður hennar séu þó allt aðrar - maðurinn.

Anthony Barnosky, fornlíffræðingur við Kaliforníuháskóla, spáir því að eftir um 300 ár verði 75% allra spendýrategunda horfnar, það er að segja ef þær halda áfram að deyja út á sama hraða og nú, og ef allar tegundir sem nú eru á válista verða útdauðar eftir 100 ár.

Framhald greinarinnar má lesa á vef RÚV.

Mynd af tígrisdýri tók Arnar Pálsson í East Lansing Zoo 2014.


Loftslagsganga á sunnudaginn

Loftslagsganga á sunnudaginn - ákall frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.

Þann 29. nóvember ætlar almenningur um heim allan að flykkjast út á götu og krefjast aðgerða í loftslagsmálum fyrir fund Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember, en markmið fundarins er að þjóðir heimsins nái bindandi samkomulagi um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Við ætlum líka að láta í okkur heyra, endurtaka leikinn frá því í fyrra og ganga Loftslagsgöngu í Reykjavík.

Við viljum undirstrika þá kröfu að Ísland axli ábyrgð sína í loftslagsmálum, dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda og hætti við öll áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.Um er að ræða alheimsviðburð því sams konar göngur munu fara fram í París, New York, Kaupmannahöfn, London, Róm, Tokyo, Berlín, Jóhannesarborg, Nýju Dehli, Melbourne og fjölda annarra borga um heim allan. Búist er við að viðburðurinn í ár verði jafnvel stærri en viðburðurinn í september í fyrra, en hann var sá stærsti tengdur loftslagsmálum í sögunni.

Safnast verður saman klukkan 14:00 á svo kölluðu „Drekasvæði“ sem staðsett er á horni Kárastígs, Frakkastígs og Njálsgötu, þaðan sem gengið verður til kröfufundar á Lækjartorgi. Skýrsluhöfundar IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) hafa tekið af öll tvímæli um að verði haldið áfram á sömu braut muni öfgar í veðri valda miklum hörmungum um víða veröld, hvort sem er í formi þurrka, hitabylgna eða æ ofsafengnari fárviðra. Einnig gæti yfirborð sjávar hækkað um allt að einn metra fyrir næstu aldamót og heimshöfin súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið. Súrnun sjávar mun líklega hafa graf alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland sem fiskveiðiþjóð, rétt eins og hækkun yfirborðs sjávar ógnar framtíð þeirra þjóða sem byggja láglendar eyjar í Kyrrahafi.

img_2946.jpgEina leiðin til að minnka skaðann er að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á komandi árum. Krafa loftslagsgöngunnar er er að stjórnvöld axli ábyrgð, virði skuldbindingar landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og taki undir ítrustu kröfur um frekari samdrátt á vettvangi Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur að Ísland setji sér metnaðarfull markmið um samdrátt gróðurhúsaloftteguna til að kröfur um aðgerðir verði trúverðugar. Ríkisstjórn Íslands ber að taka undir málflutning Filipseyja og eyríkja sem mest er ógnað af völdum loftslagsbreytinga. Ennfremur er þess krafist, þar sem við horfum fram á óhjákvæmilegar afleiðingar útblásturs gróðurhúsalofttegunda á undanförnum 150 árum, að stjórnvöld hafi víðtækt samráð við almenning jafnt sem fyrirtæki og stofnanir um vinnu að aðgerðaáætlun um hvernig best sé að bregðast við breyttu loftslagi, breytingum á lífkerfi sjávar og viðbúnum auknum straumi flóttafólks.

Mætum og látum í okkur heyra!


Gagn af menntun - erlendis

Snemma á námsárunum fæddist sú hugmynd að fara utan í framhaldsnám. Þá stundaði ég rannsóknir á líffræðistofnun Háskólans, sem voru svo dásamlega skemmtilegar og gefandi að hugurinn þyrsti í meira. Úr varð að ég fór til Norður Karólínu í doktorsnám í...

Frá skarði í væng ávaxtaflugunnar til krabbameinslyfja

Laugardaginn 14. nóvember kl 14-16 munu Samtök um Krabbameinsrannsóknir á Íslandi, SKÍ, fagna 20 ára afmæli sínu með opnu húsi í Iðnó. Allir eru velkomnir til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og fagna með félaginu. Dagskrá: Ávarp formanns SKÍ -...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband