Leita í fréttum mbl.is

Stjórna genin hegðuninni eða tilviljun?

Hvað í ósköpunum ræður því hvað við gerum?

Hvers vegna fara ungir menn í fjallgöngu?

Hví klifrar kengúruunginn upp í poka móður sinnar?

Hvers vegna myndar murtan torfur í Þingvallavatni?

Hegða eineggja tvíburar sér eins?

Síðasta spurningin fjallar um áhrif tilviljunar á hegðun.

Ben de Bivort við Harvard Háskóla tilheyrir hópri ungra vísindamanna sem eru að takast á við þessar spurningar. Hann notar hugmyndir þróunarfræðinnar og aðferðir sameindalíffræði og gerir tilraunir á ávaxtaflugum.

Ben mun halda erindi við Háskóla Íslands föstudaginn 3. júli (kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ - aðgangur ókeypis og öllum heimill).

Hér fylgir titil erindis hans og stutt ágrip á ensku.

thumb13.gif------

Ben de Bivort will talk about Genetic and neural circuit control of behavioral individuality

 

de Bivort works in the Department of Organismic and Evolutionary Biology and at the Center for
Brain Science
at Harvard University.

 

Brief overview of de Bivort lab focus and work:

The animal kingdom contains staggering morphological diversity, but even greater variety is manifest in animal behavior. All animals display species-specific ecological behaviors (such as preferentially interacting with members of the same species), and behavior alone can distinguish species that are otherwise morphologically identical.

 

Moreover, evolution and behavior exert reciprocal influences on each other - while evolution can diversify behavior, behavior can constrain the evolution of species. For example, in sympatric speciation, behavior provides the reproductive barrier between sub-populations whose hybrid offspring have reduced fitness.

 

The goal of the de Bivort lab is to understand the neurobiological mechanisms of ecologically and evolutionarily relevant behaviors using techniques drawn from circuit-driven neuroscience, comparative genomics, and ethology, as they are manifested in fruit flies from the genus Drosophila.

The key questions being addressed.
What underlies the behavioral differences between genetically identical individuals?
What genetic changes underly the evolved differences in behavior between related strains and species?

Neuronal control of locomotor handedness in Drosophila. PDF
Buchanan S, Kain J, de Bivort B. PNAS. doi: 10.1073/pnas.1500804112, 2015.
 

Behavioral individuality reveals genetic control of phenotypic variability. PDF

Ayroles J, Buchanan S, O'Leary C, Skutt-Kakaria K, Grenier J, Clark A, Hartl D, de Bivort B. PNAS. doi: 10.1073/pnas.1503830112, 2015.


Menntun, laun og lífsfylling

Við þurfum öll að finna út hvert við viljum stefna í okkar lífi, þ.e.a.s. hvaða dyr við viljum opna. Menntun er lykill að mörgum dyrum. 

Nú eru peningar því miður orðnir mælistika á flesta hluti og jafnvel fólk. Það er eðlilegt að verð sé sett á hluti í búðum, en að tryggja einstaklinga eða líkamsparta þeirra fyrir fúlgur fjár sendir þau skilaboð að helsta gildi manns sé fjárhagslegt.

Við vitum öll að það fæst ekki allt með fé, og að peningar kaupa ekki hamingju.

Og það sem meira máli skiptir er að hvert okkar höfum okkar eigið gildi, sem börn, foreldrar, ættingjar, vinir, hrekkjalómar eða fyrirmyndir.

Menntun snýst um meira en peninga

Æ fleiri mæla menntun í krónum. Í grein frá í vor var áhugaverð samantekt á ástæðum þess að fólk fer í háskólanám.

Drífur fólk sig í háskóla til að fá há laun, öðlast þekkingu, takast á við áskoranir eða til að þroska heimspeki lífs síns?

Hér vísa ég í grein í New York Times, sem segir frá árlegri könnun sem gerð er á fyrsta árs nemum í bandarískum háskólum:

The American Freshman Survey, which has followed students since 1966, proves the point. One prompt in the questionnaire asks entering freshmen about “objectives considered to be essential or very important.” In 1967, 86 percent of respondents checked “developing a meaningful philosophy of life,” more than double the number who said “being very well off financially.”

Naturally, students looked to professors for moral and worldly understanding. Since then, though, finding meaning and making money have traded places. The first has plummeted to 45 percent; the second has soared to 82 percent.

Efnishyggjan hefur unnið á síðustu áratugi. Æ fleiri meta menntun út frá peningum. Færri skilja að æðri menntun gefur okkur fyllri sýn á lífið og þroskar jafnt sem svalar forvitni okkar.

Áherslur háskólastjórnenda

Ástæðurnar fyrir þessum breyttu viðhorfum eru örugglega margþættar. Gildi samfélagsins hafa verið að breytast, hugsjónir hafa viðkið fyrir efnishyggju, eins og sjá mátti greinilega hérlendis í upphafi aldar.

Háskólastjórnendur víða um heim hafa líka tileinkað sér orðfæri peninganna, í von um aukinn stuðning við sínar stofnanir. Þetta sést t.d. í fréttatilkynningu frá HÍ í tilefni brautskráningar stúdenta. Í fréttatilkynningunni er eingöngu lögð áhersla á peningalegan afrakstur Háskólans og rannsókna. Ræða rektors er víðari að efni, en rauði þráðurinn er samt sá að rannsóknir leiða til nýsköpunar (sem þýðir peningar í eyrum flestra).

Í fréttatilkynningu á vef HÍ segir:

Í síðustu brautskráningarræðu sinni við Háskóla Íslands nú í morgun hvatti Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor stjórnvöld til að stórauka fjárfestingu í menntun, vísindum og nýsköpun. Kristín, sem lýkur 10 ára rektorstíð í lok þessa mánaðar, kvaddi í dag 2081 kandídat frá öllum fræðasviðum skólans. Við brautskráninguna vakti hún athygli á því að Íslendingar verðu meira fjármagni til kaupa á gosdrykkjum og sælgæti en varið sé til starfsemi Háskóla Íslands á fjárlögum.  

Úr ræðu rektors.
 
Þegar reynt er að leggja mat á getu okkar til að bæta og styrkja samfélagið er oft vísað til hugtaksins samkeppnishæfni. Það er notað til að meta getu okkar í samanburði við aðrar þjóðir til að tryggja aukin lífsgæði. Meðal þess sem lagt er mat á er árangur í menntun, vísindum og nýsköpun. Með öðrum orðum er reynt að meta framlag velmenntaðra einstaklinga til samfélagsins og þá verðmætasköpun sem verður til í krafti rannsókna. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á háskólum og skólakerfinu öllu.  
 
Hlutverk háskóla er að skapa umhverfi sem laðar fram ögrandi spurningar, hvetur til þróunar nýrra hugmynda og þenur út mörk þekkingarinnar. Umfram allt eiga háskólar að næra forvitni. Enginn veit hvert vísindin leiða á endanum, þau eru veröld án endimarka en það er það sem gerir vísindin svo spennandi! 
Oft getur verið erfitt að átta sig á gildi vísinda fyrirfram eða hvað ræður forgangi. Af hverju fór maðurinn til að mynda til tunglsins áður en hann setti hjól undir ferðatöskur? Af hverju hannar maðurinn bíla sem aka mannlausir áður en hann útrýmir hungri í heiminum? 
 
Í vísindastarfi höfum við tvennt að leiðarljósi.  Annars vegar að auka þekkingu sem gæti bætt hlutskipti mannsins í víðum skilningi og búið hann undir framtíðarviðfangsefni.  Hins vegar að leggja af mörkum til að leysa verkefni sem við blasa í dag, annaðhvort í nærsamfélaginu eingöngu eða verkefni sem snerta alla heimsbyggðina, svo sem fátækt, loftslagsbreytingar, fæðuöryggi, átök menningarheima og trúarhópa, þjóðflutninga, heilsufarsógnir og skort á hreinu vatni.  

Athuga ber að HÍ er undirfjármagnaður miðað við erlenda háskóla, og að þeir sem lifa við sultarmörk hugsa um lítið annað en mat. En það er samt mikilvægt að brýna fyrir nemendum að menntun er mannbót og leið til að öðlast lífsfyllingu (en auðvitað ekki eina leiðin!).

Menntun hefur jákvæð áhrif á laun og atvinnumöguleika

Nýlegar tölur frá hagstofunni sýna að menntun hefur minni áhrif á meðallaun hérlendis en í Evrópu, og áhrifin hafa farið dvínandi frá 2010. Það endurspeglar launastefnu ríkisins í kjölfar Hrunsins og að einhverju leyti djúpgreypta menntaandúð margra hérlendis. En í öðrum vestrænum samfélögum hefur menntun jákvæð áhrif á laun og atvinnumöguleika. Tölur frá Bureau of labor statistics (sem er heldur utan um hagtölur og atvinnuþátttöku) í Bandaríkjum norður ameríku sýna þetta glöggt - sjá mynd.

ep_chart_001.gif

Hérlendis birtist þetta ekki jafn skýrt, og jafnvel eru dæmi um að fólk lækki í launum við að klára doktorspróf.

Ítarefni og tenglar:

Tölur frá hagstofu Bandaríkjanna.

http://www.bls.gov/emp/ep_chart_001.htm

 

HÍ. 20.06.15 Vísindagarðar segull fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf

HÍ. 20.06.15 Ræða rektors við brautskráningu kandídata 20. júní 

Bryndís Marteinsdóttir o.fl. Fréttablaðið 10. júní. Doktorsgráðan skilar launalækkun

Arnar Pálsson | 15. maí 2015 Til hvers háskólanám og til hvers háskólakennarar?

Stuart Rojstaczer & Christopher Healy — 2012 Where A Is Ordinary: The Evolution of American College and University Grading, 1940–2009 TCrecord.org

 


mbl.is Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð á bók og skjá

Er einhver munur á því að lesa á bók eða skjá? Naomi S. Baron kafar í þessa spurningu í nýlegri bók sem heitir orð á skjá (Words onscreen). Tækniframfarir hafa verið mjög hraðar undanfarna tvo áratugi, veraldarvefurinn(netið), fartölvur, snjallsímar,...

Bókin er vængir og rætur

Nemendur í háskólum lesa margar bækur, skrifa langa stíla, halda fyrirlestra og leysa verkefni. Lestur er nauðsynlegur fyrir þá sem ætla sér að klára stúdentspróf og ekki síður háskólapróf. Það er mjög ánægjulegt að margir hafi sótt um í háskólanám í HÍ,...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband