Leita í fréttum mbl.is

Stofngerð þorskfiska

Guðni Magnús Eiríksson mun verja doktorsverkefni sitt um rannsókn á stofngerð nokkura þorskfiska föstudaginn 2. október.

Guðni vann verkefnið undir stjórn Einars Árnasonar prófessors, og var áherslan á að greina samsetningu þorskstofnsins kringum Ísland. Notaðar voru aðferðir sameindaerfðafræði til að greina breytileika í genum og á milli genasvæðum. Gögnin voru síðan greind með aðferðum stofnerfðafræði, sem getur metið erfðabreytileika í stofnum, sögu þeirra, metið far á milli svæða og fleiri þætti.

Hér að neðan fylgir kynning á efni ritgerðarinnar á ensku.

Doktorsvrönin fer fram kl. 14:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

-----

In the present study genetic variation and population genetic structure in spawning Atlantic cod, Gadus morhua, around Iceland was examined. Earlier research on population genetic structure in cod has not been conclusive and the use of different molecular methods have shown different patterns. It is important to determine why different methods show different patterns in order to describe the population genetic structure in cod. In the present study both microsatellite DNA variation and mitochondrial DNA sequence variation were estimated. Both methods have commonly been used in population genetic studies in cod.

Findings of microsatellite DNA variation analysis showed a genetic difference between cod from the waters south and north of Iceland. However, analysis of the observed difference suggest that it can be explained by natural selection affecting genetic variation at a single microsatellite loci (Gmo34). When disregarding this locus from the analysis no genetic difference was observed. A small but significant genetic difference was found among Atlantic cod sampled at different depths off the south coast of Iceland, indicating that different populations of Atlantic cod may be found at different depths. Analysis of mtDNA sequence variation showed no overall genetic difference among different geographic areas around Iceland. Analysis of temporal mtDNA sequence variation showed rapid changes in allele frequencies, particularly in cod from NE-Iceland, suggesting that the mtDNA sequence variation can be useful for detecting recent population divergence. Thus, the findings of the present study do not suggest that cod around Iceland is geographically divided into distinct historical populations as has been suggested in some earlier studies. On the contrary the findings suggest high levels of gene flow in Atlantic cod around Iceland.

Genetic variation and population genetic structure across the North Atlantic ocean was also examined in saithe Pollachius virens, haddock Melanogrammus aeglefinus and whiting Merlangius merlangus using mtDNA sequence variation at the cytochrome c oxidase subunit I locus. The results showed limited trans-Atlantic genetic structure for all the species indicating high levels of gene flow or insufficient time for genetic differentiation to have become established. The observed genetic sequence variation for saithe and haddock suggest sex-biased migration pattern. The results indicate that females may be more philopatric and males more migratory. Such behaviour has rarely been described for marine fish and is worth further research.

The observed mitochondrial sequence variation for all the studied species indicate sudden population expansion, reflected in high number of singletons and a shallow genealogy. However, the estimated timing of expansion varies among the examined species, suggesting that the biological, historical or analytical factors resulting in the observed pattern may differ among the species.


Loftslagsbreytingar: Orsakir og afleiðingar í ljósi viðræðna um nýtt samkomulag - erindi 28. sept

„Loftslagsbreytingar: Orsakir og afleiðingar í ljósi viðræðna um nýtt alþjóðlegt samkomulag 2015“

Hér birtist tilkynning frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.

Stefán Einarsson flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 28. september kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Ágrip af erindi:

Niðurstöður vísindarannsókna sýna að loftslag hefur hlýnað að jafnaði um 0,85°C síðan 1880, að sjávarborð hefur hækkað um 0,19 metra síðan 1901, að ísþekja dregst hvarvetna saman og að höf hafa súrnað sem nemur 26% aukningar í styrk vetnisjónarinnar í sjónum. Þessi þróun mun halda áfram af auknum krafti ef ekki verður gripið í taumana.

Í desember næstkomandi er stefnt að nýju samkomulagi um loftslagsmál á fundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í París. Samkomulagið mun setja ramma um loftslagsmál frá árinu 2020 og er jafnframt ætlað að stuðla að auknum metnaði í loftslagsmálum fram til 2020. Afar brýnt er að Parísarsamkomulagið verði metnaðarfullt þannig að dregið verði nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda á komandi árum og áratugum til þess að komast hjá alvarlegum afleiðingum loftlagsbreytinga.

Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist mikið undanfarna áratugi og hefur aukningin verið örust frá síðustu aldamótum, aðallega vegna losunar frá brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði. Samanlögð losun koldíoxíðs (CO2) frá árinu 1870 er um 1900 Gt (milljarðar tonna). Ef góðar líkur eiga að vera á að hlýnun jarðar haldist að meðaltali innan 2°C þarf að takmarka losun CO2 við 2900 Gt og er því rýmið sem enn er til losunar um 1000 Gt CO2. Árleg losun CO2 er nú um 35 Gt.

Orkunotkun og orkuframleiðsla veldur um 65% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Úrbætur í orkugeiranum vega því mest og fer mikilvægi þeirra vaxandi vegna aukinnar eftirspurnar eftir orku samfara fólksfjölgun og bættum efnahag. Nauðsynlegt er að minnka losun á hverja kílówattsstund af framleiddu rafmagni og draga úr losun vegna orkunotkunar í byggingum, samgöngum og iðnaði. Þetta má m.a. gera með beislun endurnýjanlegra orkugjafa og bættri orkunýtningu.

Um fjórðungur losunar gróðurhúsalofttegunda stafar frá landbúnaði og annarri landnotkun. Rekja má losunina m.a. til húsdýrahalds, áburðarnotkunar, skógareyðingar og losunar frá framræstu votlendi. Losunin hefur minnkað undanfarið aðallega vegna minni skógareyðingar og aukinnar skógræktar. Fólksfjölgun og breyttar neysluvenjur munu hins vegar kalla á aukið landrými til matvælaframleiðslu.

Stefán Einarsson (f. 1953) lauk BS-prófi í efnafræði og hafefnafræði frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í efnafræði frá Háskólanum í Gautaborg árið 1986. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá árinu 2007.

Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/)

Aðlögun gena einstakrar heimskautaþjóðar - grænlendinga

Þegar Íslensk erfðagreining ruddi sér til rúms, var því haldið staðfastlega á lofti að íslendingar væru einstök þjóð til erfðarannsókna. Íslendingar væru erfðafræðilega einsleitir, afkomendur afmarkaðs hóps landnema og því sérstaklega heppilegir til...

Áföll og tilgangur lífsins

Við sem lifum án trúarbragða þurfum að finna lífi okkar tilgang sjálf. Það er meiriháttar verkefni og reynist sumum ofviða, sérstaklega þegar tómleiki veraldarinnar blasir við eða við sökkvum okkur um of í tilgangsleysi allra hluta (samanber...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband