Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ruglumbull kennt í sköpunarsinnaskóla á Bretlandi

Menntakerfi hérlendis er gott að því leyti að lítill munur er á milli skóla, hvað varðar efnistök og áherslur. Þetta sést meðal annars í PISA könnuninni, að dreifni í einkunum nemenda er ekki mikill á milli skóla, alveg eins og á norðurlöndunum. Nemendur geta flust á milli skóla án þess að námsefnið sé mjög ólíkt.

Þessu er ekki svo farið allstaðar. Í Bandaríkjunum er fáránlegt kerfi, þar sem grunnskólar eru fjármagnaðir af fasteignagjöldum. Aðbúnaður, menntun kennara og gæði námsefnis fer því nær algjörlega eftir því hversu efnuðu hverfi börn fæðast í. Þeir sem fæðast í fátæku hverfi fá versta aðbúnaðinn og verst borguðu kennaranna.

Í Bretlandi er líka annað dapurt dæmi um mismun í menntun. Þar eru reknir nokkrir kristnir skólar fyrir unglinga, svokallaðir Accelerated Christian Education (ACE) þar sem náttúrufræði og vísindakennslu er sérlega ábótavant.

Þar er til dæmis fjallað mikið um biblíulega sköpun, á jörð og lífríkinu. Sem stenst enga skoðun gengur þvert á náttúruvísindi síðustu aldar.

Einnig er nemendum kennt að snjókorn hafi rafhleðslur, sem megi nýta til  búa til rafmagn. Rökin fyrir þessu er sótt í biblíuna. Dæmi úr kennsluefninu:

Job 38:22, 23 states, ‘Hast thou entered into the treasures of the snow? or hast thou seen the treasures of the hail, which I have reserved against the time of trouble, against the day of battle and war?’ Considering this scripture, some scientists believe that a tremendous power resides untapped within the water molecules from which snowflakes and hailstones are made.

Það þarf ekki að benda á að í rafmagnsverkfræði við HÍ er biblían ekki kennslubók. 

Annað dæmi er um ruglumbull er sú lexía að jörðin sé umlukin vetnis hvelfingu, sem leiði til myndunar bleiks litar sem örvi taugaboðefni í fólki.

Researchers have discovered that the hydrogen canopy that may have enclosed Earth before the Flood had some very interesting effects on plant and animal life. The hydrogen in the canopy absorbed blue light, but radiated red light, so the sky was pink rather than blue! Not only did pre-Flood man see the panorama of Creation “through rose-colored glasses,” but the pink light had a definite effect on his mind and body. Modern scientists have discovered that pink light stimulates the adrenal glands to secrete a hormone called norepinephrine.

Þetta er samsuða af þvottekta gervivísindum og biblíubabli skreytt með nýtísku vísindaorðum.

Það sem mestu máli skiptir er að þetta er ekki bundið við einn eða tvo skóla, sem sérvitringar senda börnin sín í.

Námsefni þetta er kennt í 6000 skólum í 145 löndum. 

Við höldum að þekkingin geti bara aukist og mannkynið verði sífellt skynsamara og skynsamara, amk sem heild.

Nei, í veröldinni okkar er þörf á stanslausri baráttu til að varðveita þekkinguna og viðhalda virðingunni við sannleikanum.

Ef trúarhreyfingar nútímans vilja láta taka sig alvarlega af fólki og stofnun samfélagsins þá þurfa þær að hoppa uppúr hjólförum hjávísinda og gæta þess að lenda ekki upp á kant við staðreyndir.

Pistill þessi er innblásinn af sláandi og afhjúpandi grein í The Guardian, eftir ungann mann sem gekk í ACE skóla, en hóf áratug síðar rannsókn á ACE menntun og skólum.

Ítarefni:
25. september  2014 The Guardian Pseudoscience I was taught at a British creationist school

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband