Leita í fréttum mbl.is
Embla

Fćrsluflokkur: Erindi og ráđstefnur

Bryngeddan og ţróun fiska

Mánudaginn 18. ágúst mun Dr. John Postlethwait halda hádegiserindi á vegum Líf- og umhverfisvísindastofnunar.

Í fyrirlestrinum mun Dr. Postlethwait prófessor viđ Institute of Neuroscience, University of Oregon, Eugene, fjalla um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna á erfđamengi s.k. bryngeddu (Lepisosteus aculatus), sem er ein 7 frumstćđra tegunda beinfiska frá öđru blómaskeiđi beinfiska á miđlífsöld sem enn eru uppi. Greint verđur frá ţví hvernig rannsóknir á erfđamengi ţessara „lifandi steingervinga“ geta nýst viđ ađ varpa ljósi á  ţróun genamengja, gena og genastarfsemi nútíma beinfiska og spendýra.

Titill erindisins er: Linking Teleost Fish Genomes to Human Biology
Ingo Braasch, Peter Batzel, Ryan Loker, Angel Amores, Yi-lin Yan, and John H. Postlethwait


Fyrirlesturinn verđur haldinn kl. 13:30-14:30 mánudaginn 18. Ágúst í stofu N-131 í Öskju og er opinn öllum.
 
Ágrip erindisins á ensku.
Spotted gar (Lepisosteus oculatus), a holostean rayfin fish and one of Darwin’s defining examples of ‘living fossils’, informs the ancestry of vertebrate gene functions and connects vertebrate genomes. The gar and teleost lineages diverged shortly before the teleost genome duplication (TGD), an event with major impacts on the evolution of teleost genomes and gene functions. Evolution after the earlier two vertebrate genome duplication events (VGD1 & VGD2) also complicates the analysis of vertebrate gene family history and the evolution of gene function because lineage-specific genome reshuffling and loss of gene duplicates (ohnologs) can obscure the distinction of orthologs and paralogs across lineages and leads to false conclusions about the origin of vertebrate genes and their functions. We developed a ‘chromonome’ (a chromosome-level genome assembly) for spotted gar. Analysis shows that gar retained many paralogs from VGD1 & VGD2 that were differentially lost in teleosts and lobefins (coelacanth, tetrapods). We further show that spotted gar can be reared as a laboratory model enabling the functional testing of hypotheses about the origin of rayfin and lobefin gene activities without the confounding effects of the TGD. The spotted gar genome sequence also helps identify cis-regulatory elements conserved between teleosts and tetrapods, thereby revealing hidden orthology among regulatory elements that cannot be established by direct teleost-tetrapod comparisons. Using whole genome alignments of teleosts, spotted gar, coelacanth, and tetrapods, we identify conserved non-coding elements (CNEs) that were gained and lost after various key nodes of vertebrate evolution. This information enables us to study on a genome-wide scale the role of regulatory sub- and neofunctionalization after the TGD and helps infer targets of cis-regulatory elements that we test in vivo using transgenic reporter assays. This living fossil links teleost genomes to human biology in health and disease.


Ysta nöf og loftslagsvísindin

Loftslag jarđar er ađ breytast samfara aukinni losun loftslagstegunda af mannavöldum.

Ţetta er stađreynd, en smáatriđin eru ekki alveg á hreinu.  Ţađ er ađ segja, viđ vitum t.d. ekki alveg hversu mikiđ hitinn mun aukast, eđa hvar hitinn breytist mest, eđa hvađa ađrar afleiđingar ţađ mun hafa fyrir veđrakerfi og strauma í höfunum.

En til ađ geta búiđ til góđ líkön um vćntanlegar breytingar ţurfum vísindamenn ađ skilja  náttúrulegar sveiflur í hita og veđrakerfum. Viđ vitum öll um árstíđasveifluna, en einnig er vitađ ađ stćrri sveiflur eđa umskipti gerast í veđurlagi jarđar. Íslendingar kannast flestir viđ Litlu ísöld, sem varađi frá 1450-1900.

Međ ţví ađ kanna fjölda, samsetningu og dreifingu frjókorna í jarđlögum er hćgt ađ meta sveiflur í loftslagi og öđrum ţáttum.

Ţađ er einmitt viđfangsefni fornvistfrćđi, sem er á mörkum líffrćđi og jarđfrćđi. Lilja Karlsdóttir doktorsnemi viđ Líf- og umhverfisfrćđideild HÍ mun á morgun verja doktorsritgerđ sína um birkifrć í jarđlögum.

Lilja var ađ rannsaka kynblöndun birkitegunda á nútíma (síđustu 10.000 ár, e. Holocene).

Erindi Lilju verđur í Hátíđarsal ađalbyggingar kl 14.00 og heitir Kynblöndun íslenskra birkitegunda á nútíma lesin af frjókornum.

Prófdómari hennar Chris Caseldine prófessor viđ landfrćđideild háskólans í Exeter flytur fyrirlestur mánudaginn 24.mars kl.16:30, í Öskju,stofu 132.

Heiti fyrirlestursins Chris er From esoteric fringe to Climategate – the changing role of Quaternary science over recent decades and into the future.

Ítarefni

Litla ísöld á wikipedia.


Fiskeldi, áhrif af sjókvíaeldi og lausnir Málstofa 2

Á árinu verđa haldnar málstofur um fiskeldi í kvíum í sjó og á landi, á vegum NASF, Verndarsjóđs villtra laxastofna, Stofnunar Sćmundar fróđa viđ Háskóla Íslands og Líffrćđifélags Íslands. Fyrsta málstofan var haldin 17. janúar 2014 og önnur málstofan verđur haldin 14. mars nćstkomandi.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgÁ nćstu málstofu flytja erindi erlendir sérfrćđingar sem hafa rannsakađ áhrif sjókvíaeldis á nálćg vistkerfi og ţekkja reynslu annarra ţjóđa af laxeldi. Ţeir eru dr. Trygve Poppe prófessor viđ norska dýralćknaháskólann, dr. Paddy Gargan hjá Central Fisheries Board of Ireland, og dr. Bengt Finstad hjá norsku náttúrufrćđastofnuninni NINA. Einnig flytja erindi ţeir Jón Örn Pálsson MSc fyrir hönd  Landssambands fiskeldisstöđva og dr. Erik Sterud fyrir hönd Landssambands veiđifélaga.

Fjallađ verđur um sjávarlús í fiskeldi, lyfjagjafir, sjúkdóma og útbreiđslu smits frá fiskeldi í sjó, en allir frummćlendur hafa tekiđ ţátt í fjölda rannsókna á ţessum sviđum. Ađ lokum verđur opnađ fyrir umrćđur og taka fyrirlesarar og fulltrúar Landssambands fiskeldisstöđva og Landssambands veiđifélaga ţátt í pallborđinu.

Málstofan, sem fer fram á ensku, verđur haldin á Café Sólon í Reykjavík kl. 13:30 – 16:30 föstudaginn 14. mars 2014.

Nánari upplýsingar Fiskeldi, áhrif af sjókvíaeldi og lausnir Málstofa 2.
 
Fyrsta málstofan Líffrćđi og umhverfisfrćđi fiskeldis var vel sótt.
 
Mynd af bleikjuhrognum, Arnar Pálsson 2010.

Brögđóttar krabbameinsfrumur í gervi stofnfruma

Krabbameinsfrumur eru ansi brögđóttar. Nýlegar rannsóknir sýna ađ stundum geta krabbameinsfrumur hermt eftir stofnfrumum, sérstaklega ţegar ţćr eru ađ mynda meinvörp.

Sameindalíffrćđingurinn Ţórđur Óskarsson hefur rannsakađ ţessi fyrirbćri, og rćđir ţau í viđtali viđ Leif Hauksson í Sjónmáli gćrdagsins (5. mars 2014).

Krabbameinsfrumur eiga nefnilega erfitt uppdráttar í framandi vefjum. Segjum sem svo ađ krabbamein hafi myndast í lunga, og myndar ţar ćxli. Slík ćxli má fjarlćgja međ skurđađgerđ og/eđa međhöndla  međ geislum eđa efnum. En ćxlisfrumur geta líka fariđ á flakk um líkamann, og myndađ meinvörp.

Ţađ sem torveldar flakk krabbameinsfruma er sú stađreynd ađ vefir eru ólíkir, og eiga lungnafrumur almennt ekki auđvelt uppdráttar í t.d. vöđva eđa heila. En Ţórđur og ađrir vísindamenn hafa sýnt ađ krabbameinsfrumur yfirstíga ţessa hindrun međ bellibrögđum. Ţćr breyta tjáningu gena sinna, og framleiđa sameindir sem einkenna stofnfrumur. Flestir vefir eru međ stofnfrumur, og ţar međ er komin leiđ fyrir krabbameinsfrumurnar ađ "nema land" í nýjum vef. Og ţá getur meinvarp fariđ ađ myndast oft međ alvarlegum afleiđingum. 

Ég skora á fólk ađ hlýđa á einstaklega frćđandi viđtal viđ Ţórđ í Sjónmáli. Einnig er öllum frjálst ađ hlýđa á erindi Ţórđar á morgun, á málţingi á vegum Líffrćđifélags Íslands og Líffrćđistofu HÍ. Erindiđ verđur flutt á ensku.

Ţrír ađrir líffrćđingar flytja fyrirlestur á málţinginu, ţau Sigríđur R. Franzdóttir, Ólafur E. Sigurjónsson og Guđrún Valdimarsdóttir.

 

Guđrún birti einmitt nýlega rannsókn á stofnfrumum og hjartaţroskun, sem fjallađ er um á vef HÍ.

Hópur vísindamanna og nemenda viđ Lífvísindasetur Háskóla Íslands undir forystu Guđrúnar Valdimarsdóttur, lektors í lífefnafrćđi viđ Lćknadeild, fékk á dögunum birta grein í marsútgáfu hins virta vísindarits Stem Cells ţar sem varpađ er ljósi á ţađ hvađa bođferlar í stofnfrumum úr fósturvísum manna leiđa til ţess ađ ţćr sérhćfast í hjartafrumur. Rannsóknin er liđur í ţví ađ auka skilning manna á ţví hvernig hćgt yrđi ađ nýta fjölhćfar stofnfrumur til ţess ađ grćđa skaddađan hjartavef....

Guđrún og samstarfsfólk hennar hyggst halda áfram rannsóknum á sérhćfingu stofnfruma og beina nú sjónum sínum ađ myndun ćđarţelsfruma. Vefir líkamans eru háđir blóđi til vaxtar og viđhalds og ćđaţeliđ er nauđsynlegt til blóđflćđis. „Viđ höfum tvenns konar markmiđ fyrir augum. Viđ viljum annars vegar geta aukiđ ćđamyndun í tilvikum ýmissa ćđasjúkdóma og hins vegar viljum viđ koma í veg fyrir of mikla ćđamyndun til ţess ađ geta stöđvađ ćxlisvöxt,“ segir Guđrún. Hún bćtir viđ ađ tilraunir á músum, ţar sem ákveđin gen hafa veriđ slegin út og eru ţar af leiđandi ekki tjáđ, sýni ađ fjölskylda vaxtarţátta, svokölluđu TGFbeta-fjölskylda, stjórnar miklu um ţroskun fruma hjarta- og ćđakerfis. „Viđ ćtlum ađ skođa hvort viđ getum stjórnađ sérhćfingu stofnfruma í  ćđaţelsfrumur međ ţví ađ breyta bođleiđ TGFbeta-fjölskyldunnar innan frumunnar. Ţessi rannsókn byggist ađ sjálfsögđu á rannsóknarstyrkjum sem viđ erum algerlega háđ í okkar vinnu,“ segir Guđrún ađ lokum.

Málţing um sameindalíffrćđi og stofnfrumur - dagskrá.

Sjónmál 5. mars 2014 Krabbameinsfrumur nýta sér stofnfrumur

Frétt á vef HÍ.is 5. mars 2014  Varpa ljósi á ţroskun stofnfruma í hjartafrumur

Anne Richter ofl. BMP4 Promotes EMT and Mesodermal Commitment in Human Embryonic Stem Cells via SLUG and MSX2 2014 STEM CELLS Volume 32, Issue 3, pages 636–648, March 2014


Viđ erum samsett úr frumum og sameindum

Um miđbik síđustu aldar varđ til ný frćđigrein á mörkum efnafrćđi og líffrćđi. Sameindalíffrćđi fjallar um sameindir eins og t.d. prótín, sykrur og kolvetni, sem finnast inni í öllum lífverum. Hún gerđi vísindamönnum kleift ađ skilja eđli erfđa, og rannsaka eiginleika fruma og lífvera.

lottetal07b.jpg

Nú hefur sameindalíffrćđin teygt anga sína víđa. Hún er grundvöllur margra framfara í lćknisfrćđi og landbúnađi, hún er nýtt í rannsóknum á vistkerfum og ţróun og jafnvel sem verkfćri listamanna. Ţekktast er etv. framleiđsla á insúlín međ erfđatćkni, og nú eru fjölmörg önnur lyf framleidd međ ađferđum líftćkninnar. Hiđ nýja hús Alvogens í Vatnsmýri, verđur einmitt vettvangur framleiđslu samheita líftćknilyfja.

 

Sameindalíffrćđi hefur kollvarpađ skilningi okkar á eiginleikum sjúkdóma, t.d. krabbameina eđa hjartaáföllum. Međ ađferđum hennar er hćgt ađ rannsaka ferla sem aflaga fara í sjúkdómum, og jafnvel ađ ţróa leiđir til ađ vinna gegn ţeim. Íslenskir sameindalíffrćđingar eru framarlega í rannsóknum á ţessu sviđi, sem dćmin sanna. Sigríđur R. Franzdóttir og félagar eru t.d. ađ gen og kerfi sem stýra ţroskun bleikjuafbrigđanna í Ţingvallavatni. Ólafur E. Sigurjónsson hefur kannađ hvernig má stýra ţroskun stofnfruma međ ţáttum úr blóđi. Guđrún Valdimarsdóttir náđi ađ stýra stofnfrumum, og láta ţćr mynda litla hjartavísa. Ţórđur Óskarsson, sem fékk heiđursverđlaun Líffrćđifélagsins í fyrra, stýrir rannsóknarhópi í Ţýskalandi. Hann er ađ rannsaka áhrif umhverfis á stofnfrumur, međ sérstaka áherslu á meinfarandi krabbamein.

 

Ţessir líffrćđingar munu allir halda erindi um rannsóknir sínar 7. mars 2014. Erindin verđa í stofu 132 í Öskju, náttúrufrćđahúsi HÍ.

 

Líffrćđifélag Íslands og Líffrćđistofa HÍ standa fyrir málstofunni.

 

Dagskrá má sjá vef Líffrćđifélags Íslands

Mynd af tjáningu gena í fóstrum ávaxtaflugna. Litađ er fyrir tveimur prótínum í einu, even-skipped, kruppel og giant. Úr grein Susan Lott og félaga frá 2007.


Svín í tíma og rúmi

Hvađ er hćgt ađ lćra af svínum? Ţađ fer náttúrulega eftir ţví hvađa svíni ţú fylgist međ.*

Sálfrćđingar birtu áriđ 2009 rannsókn sem sýnir m.a. ađ svín geta notađ spegla, til ađ finna mat og skynja umhverfi sitt. Ađrar rannsóknir og tilraunir hafa sýnt ađ svín geta smalađ kindum**, framkallađ mannleg hljóđ, hoppađ í gegnum hringi og spilađ tölvuleiki međ gleđipinna.

Síđasti sameiginlegi forfađir svína og okkar var uppi fyrir rúmlega 100 milljón árum, en fyrir um 8000 árum lágu leiđir okkar saman aftur. Ţá tóku menn svín í sína ţjónustu, ólu ţau upp og átu. Ó hiđ grimma sársoltna fólk.

Vísindamenn viđ Durham háskóla á Englandi hafa rannsakađ uppruna svína međ erfđafrćđilegum ađferđum og međ ţví ađ bera saman hauskúpur ţeirra.

Una Strand Viđarsdóttir mannfrćđingur vann ađ ţessum rannsóknum og mun fjalla um ţćr í erindi nćstkomandi föstudag (14. febrúar 2014, kl 12:30).

Erindiđ verđur í stofu 129 í Öskju, náttúrufrćđahúsi HÍ og er ađgangur ókeypis og öllum heimill.

Ţeir sem vilja kynnast störfum Unu er bent á vefsíđu hennar viđ Durham háskóla.

Erindiđ er hluti af fyrirlestraröđ Líffrćđistofnunar HÍ.

*Fyrst datt mér í hug ađ segja, "ţađ fer náttúrulega eftir ţví hvađa svín kenndi ţér", en fannst ţađ of móđgandi fyrir kennarastéttina og frćđara (líklega ţví ég tel mig til ţeirra).

** Já, kvikmyndin Babe var ekki alger uppspuni.

Tími og stofa voru leiđrétt kl. 16:12, 11. febrúar.

New York Times NATALIE ANGIER 9. 11. 2009 Pigs Prove to Be Smart, if Not Vain


Líf á ađeins einni jörđ

Líffrćđiráđstefnan 2013 var haldin 8. og 9. nóvember síđastliđinn. Á ráđstefnunni voru kynntar margskonar rannsóknir á líffrćđi en umhverfismál voru einnig í sérstökum í brennidepli.

Ómar Ragnarsson, fjölmiđlamađur og náttúruverndasinni, setti ráđstefnuna í međ stuttu ávarpi og lestri á ljóđinu Ađeins ein jörđ (Ađeins ein jörđ).

Ađeins ein jörđ.

Ţađ er ekki´um fleiri´ađ rćđa.

Takmörkuđ er á alla lund

uppspretta lífsins gćđa.

...

Ađ auki flutti Ţóra Ellen Ţórhallsdóttir yfirlitserindi sem kallađist Afturábak eđa nokkuđ á leiđ: Stađa náttúruverndar á Íslandi og Ţorvarđur Árnason erindiđ Er ţörf á sérstöku ráđuneyti umhverfismála á Íslandi?

Leifur Hauksson tók viđtal viđ Ţóru af ţessu tilefni og var ţađ flutt í útvarpsţćttinum Sjónmál 13. nóvember 2013. Hćgt er ađ hlýđa á viđtaliđ á vef RÚV,  Náttúrufegurđin verđur í askana látin.

Ađ síđustu má benda á ályktun stjórnar Líffrćđifélags Íslands um međferđ stjórnvalda á umhverfismálum


Dagskrá líffrćđiráđstefnunar 2013

Ţađ er međ stolti sem viđ* tilkynnum ađ gengiđ hefur veriđ frá Dagskrá líffrćđiráđstefnunar 2013.

Ráđstefnan hefst kl 9 ţann 8. nóvember međ ţremur yfirlitserindum í stóra sal Íslenskrar erfđagreiningar.

James Wohlschlegel – UCLA - Proteolytic Control of Iron Metabolism and DNA Repair
Agnar Helgason – HÍ og ÍE - Dissecting the genetic history of a human population: A decade of research about Icelanders
Heiđursverđlauna erindi - tilkynnt síđar...

Á laugardagsmorgninum verđa einnig tvö yfirlitserindi um mál sem varđar Ísland sérstaklega.

Ţóra Ellen Ţórhallsdóttir – HÍ - Afturábak eđa nokkuđ á leiđ: Stađa náttúruverndar á Íslandi
Ţorvarđur Árnason - Rannsóknasetur Höfn - Er ţörf á sérstöku ráđuneyti umhverfismála á Íslandi?

divethenorth_is_silfru.jpgAuk yfirlitsernida verđa 109 erindi og 81 veggspjald kynnt á ráđstefnunni, sem fjalla um margvíslegar rannsóknir á lífverum og lífríki jarđar. Myndin hér til hliđar er t.d. af kafara í Silfru. Jónína H. Ólafsdóttir mun fjalla um kortlagningu jarđfrćđi og lífríkisins í hraungjám og hellum Ţingvallavatns. Jónína er forhertur kafari og er nýbyrjuđ í ţessu meistaraverkefni undir leiđsögn Bjarna K. Kristjánssyni á Hólum. Verkefniđ er samt ađ miklu leyti hennar, og hún hefur m.a. fengiđ styrk frá National Geograpic Society til ţess, og umfjöllun á vef tímaritsins.

Hćgt ađ skrá sig á ráđstefnuna á vefnum til kvöldsins 7. nóv. Skráningarsíđa.

Mynd er af vef Divethenorth.is. Picture © http://www.divethenorth.is.

Lífríki gjánna viđ Ţingvallavatn

*blogghöfundur er formađur Líffrćđifélags Íslands 2013-2014.


Ráđstefna um Líffrćđirannsóknir á Íslandi - skráning hefst

Líffrćđifélag Íslands býđur til ráđstefnu um Líffrćđirannsóknir á Íslandi 8. og 9. nóvember 2013

Frestur til ađ senda inn ágrip er 10. október.

Fólk getur kynnt líffrćđirannsóknir eđa líffrćđikennslu (í samstarfi viđ Samlíf) međ erindum eđa veggspjöldum. Erindi og veggspjöld mega vera á íslensku eđa ensku. Ráđstefnunni verđur skipt upp í málstofur eftir viđfangsefnum og tungumálum. Ef of margar beiđnir um erindi berast, getur ţurft ađ bjóđa sumum ţátttakendum ađ senda inn veggspjald í stađinn.

Vinsamlegast skráiđ ţátttöku og ágrip á http://lif.gresjan.is/2013

Einnig er ókađ eftir tilnefningum um unga eđa eldri vísindamenn sem hafa skarađ fram úr í líffrćđirannsóknum. Tilnefningar sendist á Snćbjörn Pálsson eđa Bjarna K. Kristjánsson.

Stađfest yfirlitserindi
James Wohlschlegel – UCLA
Ţóra Ellen Ţórhallsdóttir – HÍ
Agnar Helgason – HÍ og ÍE.

Laugardagskvöldiđ 9. nóvember verđur haustfagnađur félagsins.

Nánari upplýsingar, um ráđstefnu og haustfagnađ birtast á nýrri vefsíđu félagsins http://biologia.is

Vinsamlegast dreifiđ auglýsingu!


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Sjálfstćđir fjölmiđlar eru nauđsynlegir

Ţađ er sérstaklega ánćgjulegt ađ nýr fjölmiđill skuli nú vera ađ hasla sér völl hérlendis.

Í allri umrćđu um ţjóđfélagsmál, efnahag, umhverfi, land og auđlindanýtingu, er grundvallaratriđi ađ fjölmiđlar séu öflugir og sjálfstćđir. Fjölmiđlar sem lúta beinum áhrifum efnamanna eđa pólitískra hreyfinga eru ekki ákjósanlegir. Ţeir geta komiđ međ ágćta vinkla, en allt sem frá ţeim kemur er metiđ í ljósi hagsmunatengslanna. Hérlendis á ţađ bćđi viđ um 365 miđla og Morgunblađiđ.

Ţađ verđur ađ viđurkennast ađ ég hef ekki haft mikla innsýn í starf blađamanna og fréttamanna, og sem vísindamađur hefur mér oft blöskrađ hversu léleg umfjöllun um vísindi er hérlendis. Ţar eru dćmi um snöggsođnar ţýđingar á einhverju sem blađamađurinn veit ekkert um, hreinar rangtúlkanir byggđar á vanţekkingu og síđan einfaldar eftirprentanir á fréttatilkynningum. Sannarlega eru margir fréttamenn sem hafa fjallađ vel um vísindi, t.d. hvernig lífríki hafsins bregst viđ loftslags breytingum eđa um ris andvísindahreyfinga í BNA.

Ef umfjöllun um vísindi er gloppótt, hvernig er ţá umfjöllun um önnur sviđ samfélagsins?

Ţeir fréttamenn sem ég hef rćtt viđ kvarta yfir tímaskorti, ţví ađ ţeir hafi bara tíma til ađ kafa í eina til tvćr sögur á viku, en hitt sé frekar hrađsođiđ. Ţeir kvarta einnig yfir ţví ađ samfélagiđ skilji ekki eđa virđi störf ţeirra.

Blađamenn lćra ákveđin vinnubrögđ, um ađ gćta heimilda, fá stađfestingu á stađreyndum, vitna rétt í fólk, viđhalda hlutleysi o.s.frv. Á vissan hátt eru vinnubrögđin áţekk ţví sem tíđkast í vísindum, nema hvađ ţeir lúta lögmálum fréttatíma og um vinna ţeir ekki ósvipađ vísindamönnum, bara á skemmri tímaskala

Vandamáliđ sem viđ - íslendingar - stöndum frammi fyrir er ţetta.

Viđ fáum ţá fjölmiđla sem viđ eigum skiliđ.

Ef viđ kunnum ekki ađ meta góđa fjölmiđla, ţá fáum viđ slćma fjölmiđla. Ef viđ hlaupum bara á eftir líkamsparta-fyrirsögnum og hann-sagđi/hún-sagđi orđaskaki, ţá munu fjölmiđlarnir mćta ţeirri ţörf okkar!

Ef viđ viljum vandađa fjölmiđlun sem ţorir ađ takast á viđ vandamál í ţjóđfélaginu, sem og ţing, framkvćmdavald og dómstóla, ţá verđum viđ ađ leita ţá uppi, ţakka ţeim fyrir, láta ađra vita hvađ er vel gert og BORGA FYRIR ÁSKRIFTIR.

Blogg koma aldrei í stađinn fyrir vandađar fréttir!

Nú veit ég ekki hvort ađ Kjarninn verđi nýr hlutlaus og öflugur miđill Íslandi til góđs, en ţeir taka allavega miđ af ágćtum miđlum í Newsweek og Wired (ég er minna hrifinn af Vanity fair). Í núverandi umhverfi er ţađ eiginlega bara RÚV sem stendur sem heilstćđur og hlutlaus fréttamiđill. Ásakanir samkeppnisađilla og stjórnmálamanna um vinstri slagsíđu, eru sorglegt dćmi um innflutning á áróđursbrellum amerískra hćgrimanna öfgamanna.

Ég vil hafa RÚV sem sjálfstćtt starfandi (án ţingskipađrar stjórnar!) miđil í íslensku samfélagi. Ef viđ RÚV missir ríkisstyrki verđur hann eitthvađ áţekkt NPR og PBS í Bandaríkjunum, jađar-miđill sem hverfur í skugga pólítískra (FOX) eđa skemmtifréttastöđva (NBC, ABC, CBS). 

Ţađ er ekki ákjósanlegt ástand eins og margir hafa bent á nýlega. Til ađ mynda Chris Mooney, sem ritađi hina frábćru bók Unscientific America: How Scientific Illiteracy Threatens our Future međ Sheril Kirshenbaum.

Áhugasömum er bent á ađ Chris Mooney verđur međ fyrirlestur viđ HÍ laugardaginn 7. september kl. 12.00 til 13.30 í stofu 105 á Háskólatorgi.

http://kjarninn.is/


mbl.is „Lítiđ vit í ţví ađ prenta út og dreifa“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Ágúst 2014
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.