Leita í fréttum mbl.is

Háskóli kaupir sér orðspor

Háskólar keppa sín á milli, um orðspor, starfsmenn og peninga. Þetta er sérlega áberandi í Bandaríkjunum og Evrópu, en einnig hafa lönd í Asíu hafa lagt púður í slíka samkeppni.

Nýverið gaf US News and World Report (USNWR) út lista um röðun háskóla eftir fagsviðum (USNWR global ranking of universities). Topp tíu listinn fyrir stærðfræði.

1. Berkeley
2. Stanford
3. Princeton
4. UCLA
5. University of Oxford
6. Harvard
7. King Abdulaziz University
8. Pierre and Marie Curie – Paris 6
9. University of Hong Kong
10. University of Cambridge

Stærfræðingurinn og Íslandsvinurinn Lior Pacter, sem starfar við Berkley háskóla fjallar um málið í nýlegu bloggi. Hann bendir á að á topp 10 séu margar þekktar og viðurkenndar deildir, en eitt spurningamerki, háskóli King Abdulaziz í Saudi Arabíu.

Forseti deildarinnar er prófessor Abdullah Mathker Alotaibi, sem hlaut doktorspróf árið 2005 en hefur ekki birt eina einustu vísindagrein. Hvernig getur deildin verið svona viðurkennd alþjóðlega?

Listinn er byggður á orðspori vísindamanna, sem er reiknað út frá fjölda greina sem þeir birta og einnig fjölda tilvitnana í greinar þeirra. Hið síðara gefur til kynna að rannsóknir viðkomandi séu lesnar af mörgum og að þeir vísi í öðrum fremur.

Í ljós kemur að þessi háskóli stundar mjög merkilega starfsemi, sem tengist lítið rannsóknum í stærðfræði. Þeir bjóða virtum og virkum stærðfræðingum heiðurstarf við skólann með uþb. $72.000 árslaun, gegn því að viðkomandi merki greinar sínar með nafni skólans og deild. 

Þeir sem þiggja þetta starf þurfa ekki að vinna við skólann, geta haldið áfram sinni venjulegu dagvinnu en fá tæpar 9 millur á ári fyrir að setja einn vinnustað í viðbót á vísindagreinarnar sínar. 

Þannig að tilvitnanir í þessa menn auka KAU orðspor á alþjóðlegan mælikvarða (eins og það er mælt með mælistikum skriffinnana!).

Pacther rekur þetta í þaula í pistli sínum. Hann bendir á nokkra stærðfræðinga og líffræðinga sem hafa tekið beituna, og skreytt KAU með orðspori sínu fyrir nokkrar milljónir króna.

Það er augljóst að peningar kaup orðspor, jafnvel í vísindum.

E.s.

Ég veit ekki til þess að nein íslendingur hafi verið keyptur til KAU, og nei enginn íslenskur háskóli komst inn á lista USNWR. 

Ítarefni:

Lior Pacther To some a citation is worth $3 per year October 31, 2014

Yudhijit Bhattacharjee fjallaði um þetta í Science árið 2011 “Saudi Universities Offer Cash in Exchange for Academic Prestige


Bloggfærslur 4. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband