Leita í fréttum mbl.is

Tígrar líða undir lok, eftir að Mógli sigraði Séra Kan

Mógli úlfastrákur var hugarfóstur Rudyard Kiplings. Flestir kannast núna við Disney útgáfuna af sögunni, en sögur Kiplings voru mun frískari en það hvítþvegna kúltúrsull. Kipling var frægur fyrir "af því bara" (just so) sögur, þar sem allt var mögulegt.

Í Disney sögunni er Mógli hrakinn á flótta af tígrisdýrinu Séra Kan sem hefur einsett sér að borða menn. En honum tekst að hræða tígurinn með eldi, en lýtur að lokum töfrum yngismeyjar og gengur mönnunum á hönd.

Í sögum Kiplings veldur Séra Kan því að Mógli verður viðskila við fólk sitt og lendir í umsjá úlfanna. Og eftir heilmikla atburðarás þá hamflettir Mógli tígurinn.

Hnignun tígrisdýra 

Tígrisdýr eru rándýr og þurfa búsvæði eins og önnur dýr. Fyrir rúmri öld voru um 100.000 tígrar á jörðinni, dreifð um Indonesíu, Indland og miðasíu. Nú eru milli 3000 og 4000 dýr til í villtri náttúru.  Það þýðir að stofn villtra tígrisdýra hefur minnkað um 96% á 100 árum.

img_2004litil.jpg

Þau eru útdauð á Jövu, miðasíu, suður Kína og Balí. Þau búa enn á Indlandi og í norður Kína og nokkrum vestari eyjum Indónesíu.

Á Indlandi eru sífelldir árekstrar á milli bænda og tígra, aðallega vegna þess að búfénaður er heppilegur til átu.

Auðvitað þurfa menn lífsrými og jarðnæði, en við höfum einnig okkar skyldur gagnvart náttúrunni.

Tígrisdýr eru stórkostlegar og skepnur. Þau eru líka stórhættuleg, en eiga samt sinn tilverurétt. 

Það er spurning hvernig þau myndu spjara sig á hálendi Íslands. Lömb og hreindýr ættu að vera auðveidd en ég veit ekki hvort berangrið sé heppilegt fyrir veiðiaðferðir þeirra.

Ég er ekki að stinga upp á að tígrisdýr verði flutt hingað til lands. En kannski verða eyjar og svæði eins og Ísland eða Balí gerð að griðlöndum fyrir tegundir í útrýmingarhættu einhverntíman í framtíðinni. Vitanlega þyrfti menn eins og Mógla til að gæta öryggis mannfólks og einhvern eins og Jane Goodall til að gæta hagsmuna dýranna.

Ítarefni:

Mynd af tígrisdýr tekin í Potter park í Lansing Michigan (AP).

World Wildlife Foundation - tígrisdýr.

11. febrúar, 2014 NY Times Tiger Population Grows in India, as Does Fear After Attacks


Bloggfærslur 22. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband