Leita í fréttum mbl.is

Verjum afkvæmin fyrir ásókn mannfólks

Við mennirnir erum orðnir fleiri en 7 milljarðar. 7.000.000.000 einstaklinga, sem hver um sig þarf fæðu og húsnæði, klæði og eldsneyti, skraut og lyf, lífsfyllingu og minningar.

Áður en frumbyggjar Ameríku námu þar land, bjuggu mörg stór dýr bæði norðan og sunnan Mið Ameríku. En á nokkur þúsund árum voru þau öll veidd upp til agna. Tugir tegunda stórra dýra dóu út. Bein og aðrar leifar þessara dýra voru svo fersk að hvítu mennirnir sem stofnuðu Bandaríkin gerðu út leiðangra til að leita þeirra, vitanlega með það að markmiði að veiða þau og hengja hausana upp á veggi.

lffraedi_orn.jpgÞví hefur verið haldið fram að stóru dýrin í Afríku hafi lifað af, vegna þess að þau hafi þróast í sambýli við mennina. Stóru dýrin í Ameríku voru ekki, "þróunarlega" viðbúin atlögu frumbyggjanna og hafi þess vegna dáið út.

En undanfarin árhundruð hefur hallað undan fótum, loppum, hófum og klaufum stóru dýranna í Afríku. Vinnufélagar mínir voru í Afríku í hitteðfyrra og sögðu að stóru þjóðgarðarnir væru í mikilli hættu vegna veiðiþjófnaðar og minni garðar einnig vegna annarra landnytja.  Þeirra heimildamenn sögðu að ef færi sem horfði yrðu innan fárra áratuga væru engin villt dýr eftir í þjóðgörðunum, vegna ásóknar og taps á búsvæði. Í framtíðinni þyrfti að læsa þau inni á víggirtum búgörðum til að þau gætu lifað af.

Það eru stórkostleg forréttindi að fá að sjá villt dýr og njóta óspilltrar náttúru. Við getum styrkt samtök sem vernda stóru dýrin í Afríku en ættum líka að vernda íslenska náttúru, hið viðkvæma litla blóm sem sekkur í uppistöðulón, treðst undir fjórhjóli eða sviðnar í brennisteinsgufu. 

Myndina tók Róbert Arnar Stefánsson (copyright), Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Á vef stofunnar má finna fleiri myndir af örnum og náttúru Breiðafjarðar.


mbl.is Varði afkvæmið fyrir hungruðum ljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband