Leita í fréttum mbl.is

Fótbolti er teningaspil og skák

Fyrir margt löngu sór ég þess eið að fjalla ekki um léttvæg málefni eins og íþróttir eða kynlíf skjaldbaka í pistlum mínum. Nýleg grein í New York Times varð til þess að ég rýf eiðinn.

Rétt er að viðurkenna í upphafi að ég er mikil knattspyrnuáhugamaður, að því leyti að mér finnst gaman að sparka í bolta og stundum þá sem taka af mér boltann (aðallega Ómar) og í sjónvarpinu þoli ég bara að horfa á fót- eða handbolta.

Hverjir eru bestir?

Sem vísindamaður hef ég velt fyrir mér hversu líklegt það er betra liðið sé að vinna, eða hversu oft sá veikari nái árangri? Í ljós kemur að tölfræðingar og hagfræðingar hafa rannsakað knattspyrnu með hliðsjón af þessum og öðrum spurningum. Niðurstöðurnar benda til þess að TILVILJUN sé fíllinn á fótboltavellinum. Hér eru nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.   

Chris Anderson og David Sally benda á að knattspyrna sé ófyrirsjáanlegri en aðrar íþróttir, vegna þess að mörkin eru fá, detta oft inn af handahófi og vegna þess að margir leikir geta endað með jafntefli.

Í knattspyrnu vinnur "stóra" liðið í helmingi tilfella, en í hafnarbolta 3 af 5 og körfunni 2 af 3 leikjum.

img_1267_1240339.jpgKrónukast eða vítakeppni?

Í keppni yngri flokka eru úrslita leikir sem enda jafntefli  útkljáðir með því að kasta krónu. Það virkar skelfilega handahófskennt og ósanngjarnt. Það hlýtur að vera sanngjarnara að hafa vítakeppni? Í meistaraflokki eru krónuköst notuð til að ákveða hvaða lið spyrnir fyrst. Og tölfræðin segir að sá sem byrjar vítakeppni er líklegri til að vinna hana!

Ignacio Palacios-Huerta tók saman gögn og sýndi að liðið sem tekur seinni spyrnuna vinnur aðeins í 39% tilfella. Kannski væri hugmynd að fjölga spyrnunum eða láta liðin skiptast á að taka fyrri spyrnuna?

Knattspyrna sem skák

Þeir sem hafa lagt stund á knattspyrnu eða fylgst með á skjánum vita flestir að knattspyrna er líka refskák. Það er stöðubarátta, uppstillingar og kerfi, reynt er að finna veilur í vörnum andstæðinga og finna lausnir við styrk þeirra. Skák og knattspyrna eru einnig íþróttir einbeitingar, þar sem jafnvægi og skipulag er jafn mikilvægt snerpu og tækni. 

Það verður gaman að sjá Brasilíska leikinn þroskast með betra skipulagi.

Ítarefni:

  New York Times 7. júlí 2014. Soccer, a Beautiful Game of Chance

Mynd af skjaldböku. A. Palsson 2014.


mbl.is Met á Twitter í leik Brasilíu og Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband