Leita í fréttum mbl.is

Hvatberalækningar

Við höfum stundum fjallað um fyrirhugaðar lækningar á hvatbera sjúkdómum. Nú síðast í pistli í sumar í kjölfar fréttar Rúv 7. ágúst 2014. Deilt um þátt „þriðja foreldris“

Við sögðum:

Erfðalækningar eru á teikniborðinu, og hafa verið prófaðar í nokkrum tilfellum. Þær fela í sér að gera breytingar á erfðaefni einstaklinga, til að lækna þá af sjúkdómi eða til að fyrirbyggja sjúkdóm. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið, hafa verið til að reyna að lækna sjúkdóm.

Enn hefur ekki verið farið í að breyta erfðasamsetningu fólks, til að fyrirbyggja sjúkdóm.

Það kann að breytast. Eins og við höfum fjallað um hér (sjá pistla neðst), skaða ákveðnar stökkbreytingar starfsemi hvatbera í frumum. Hvatberar eru orkuverksmiðjur líkamans, og bera í sér stutta litninga sem eru með nokkra tugi gena. Bróðurpartur erfðaefnis okkar er annars geymt í kjarnanum (heildar fjöldi gena í okkur er um 25.000).

Andstætt öðrum genum, erfast gen hvatbera eingöngu frá móður. Ástæðan er sú að sæðisfrumur bera í sér lítið annað en einlitna kjarna, en eggið er stappfullt af hvatberum - afrit þeirra sem móðurinn hefur. Ef karlmaður þjáist af sjúkdómi, sem sprettur af galla í genum hvatberans, þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að börn hans fái sjúkdóminn. En ef kona er með galla í hvatberageni, þá er öruggt að afkvæmi fái stökkbreytinguna.

Slíkt er hægt að lækna með erfðalækningum. Tilraunir Shoukhrat Mitalipov og félaga með rhesusapa hafa sýnt að hægt er að búa til þriggja foreldra apa, með einföldum tilfæringum.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 28. júní 2013  Barn með þrjá foreldra

Arnar Pálsson | 26. október 2012  Stofnfruma með þrjá foreldra

Arnar Pálsson | 28. ágúst 2009  Api með þrjá foreldra

BBC 31. ágúst 2014 The girl with three biological parents


mbl.is Á þrjá líffræðilega foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnakerti og skynsemin

Læknirinn Björn Geir ritaði pistil um eyrnakerti og notkun þeirra.

Hann segir

--------------------

Eru eyrnakerti örugg? Nei.

Það er að sjálfsögðu hægt að brenna sig á þessu, kveikja í hári, fötum eða húsgögnum. Betra að hafa einhvern annann tilbúinn með vatnsfötu eða slökkvitæki ef maður endilega þarf að prófa .

En það er líka hægt að skaða eyrað. Bráðið vax drýpur niður í kertið innanvert eins og áður er lýst og tilfelli hafa komið upp þar sem fólk hefur brennst illa inni í ytra eyranu, fyllt það af storknu vaxi og jafnvel brennt gat á hljóðhimnuna. Íslandsvinurinn Edzard Ernst, Professor emeritus í græðarafræðum skrifaði nýlega um efnið á bloggi sínu og segir þar meðal annars frá ýmsum svona dæmum.  Í grein í einu af vísindatímaritum HNE lækna er sagt frá athugunum á eyrnakerta"meðferð" og m.a. höfðu um 20% HNE lækna sem spurðir voru meðhöndlað  skaða á eyrum af þessu.

... Heilbrigðisyfirvöld víða um  heim vara við notkun eyrnakerta. Meðal annars þau kanadísku.

http://bjorn-geir.blog.is/blog/bjorn-geir/entry/1435752/


Bloggfærslur 1. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband