Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífsins á öldum ljósvakans

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Ráðgáta lífsins ræddi Hanna G. Sigurðardóttir við Guðmund Eggertsson í Samfélaginu í nærmynd 10. september 2014. Viðtalið var kynnt á vef RÚV með þessum orðum:

Hvernig gerðist það að lífvana efni jarðarinnar þróaðist í það sem við köllum líf ? Og hvernig er hægt að skilgreina líf út frá efnasamsetningu og ferlum ? Þessar stóru spuringar eru meðal þeirra sem sameindalíffræðingar glíma við.

Í bókinni Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson erfðafræðing er gerð grein fyrir kenningum ýmissa fræðimanna sem komið hafa fram um lausn þessarar gátu, en við henni hafa enn ekki komið fram svör sem sátt ríkir um. Meðal hugmynda er meðal annars tilgáta um að elding hafi verið hvatinn sem gerði að verkum að ólífrænt efni breyttist í líf. Samkvæmt annarri er reiknað með að lífrænt efni hafi borist til jarðar utan úr geimnum. 

radgata_frontur-120x180.jpgHægt er að hlýða á viðtalið á vef RÚV, Samfélagið miðvikudaginn 10. september 2014.


Bloggfærslur 15. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband