Leita í fréttum mbl.is

Fögnum degi íslenskrar náttúru

16. september er dagur íslenskrar náttúru. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá um allt land og allir eru hvattir til að njóta náttúru lands og sjávar á ábyrgan hátt.

Yfirskrift dagsins í ár er hreint land - fagurt land, og er áherslan á bætt umgengni um náttúruna. Reyndar mætti segja að umgengni yfir höfuð mætti vera betri. Eftir að hafa ferðast um Ameríku í sumar, þá blöskraði mér ruslið í Reykjavík og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu.  Sígarettustubbar, tyggjóklessur, plast og pappír um allt.

a_160.jpg

Í dag hvet ég alla til að skoða og velja eitthvað spennandi að skoða af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru í boði. Hér að neðan eru bara nokkur atriði af höfuðborgarsvæðinu, en listinn í heild er aðgengilegur á vef Umhverfisráðuneytisins.

---------------------------------

10:00 - 19:00 Kópavogur Náttúrufræðistofa Kópavogs býður á sýninguna „Þríhnúkagígur og hraunhellar á Íslandi“ þar sem fjallað er um hella og umgengi fólks um þá, með áherslu á Þríhnúkagíg. Starfsmenn verða á staðnum til leiðsagnar og umræðu um umgengi og verndun vinsælla ferðamannastaða. Sýningin verður opin út október. Nánari upplýsingar.

12:15 Garðabær Náttúrufræðistofnun Íslands býður til hádegisgöngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar undir leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings og Ásrúnar Elmarsdóttur plöntuvistfræðings. Mæting er við hús Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti. Áætlað er að gangan taki um 45 mínútur. 

13:00 Reykjavík Hátíðarsamkoma umhverfis- og auðlindaráðherra á Umhverfisstofnun við Suðurlandsbraut. Afhending fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti.

14 - 17 Reykjavík Skrifstofur Náttúruminjasafns Íslands í gömlu Loftskeytastöðinni að Brynjólfsgötu 5 verða opnar almenningi milli kl. 14 og 17. Gestum býðst að skoða þetta glæsilega hús og forstöðumaður stofnunarinnar, dr. Hilmar J. Malmquist, spjallar við gesti um forsögu og framtíðarhorfur höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða.

17:00 Mosfellsbær Mosfellsbær, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosverjar bjóða til skógargöngu og grillveislu fyrir alla fjölskylduna við Hafravatn. Hjólað er frá miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17 að Hafravatni eftir malarvegi. Skógargangan leggur upp frá Hafravatnsrétt kl. 18. Grillveisla að lokinni göngu við Sumargerði, hús Skógræktarfélags Mosfellsbæjar við Hafravatn. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar

17:30 Reykjavík Fuglavernd býður til fuglaskoðunar í kirkjugarðinum í Fossvogi.  Skoðaðir verða glókollar og jafnvel barrfinkur og krossnefi. Þó þessi fuglar séu ekki einkennisfuglar íslenskar fuglafánu þá hefur glókollurinn numið hér land, er staðfugl og spjarar sig ágætlega þrátt fyrir að vera minnsti fugl Evrópu. Krossnefir hafa verpt hér síðan 2008 og barrfinkan er árlegur flækingur og líklegur landnemi.  Mæting á bílastæðið við Fossvogskirkju en gangan tekur um klukkutíma. Edward Rickson fuglaskoðari með meiru leiðir gönguna. Nánari upplýsingar.

--------------------

Mynd af mosa ofan á Esjunni - AP.


mbl.is Draga þarf úr sóðaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband