Leita í fréttum mbl.is

Nýr náttúrufræðingur

nf_84_1-2_fors.pngNáttúrufræðingurinn er kominn út, þ.e.a.s. tölublöð 1 og 2 fyrir árið 2014.

Meðal efnis eru greinar um Loðnu, um Hallmundarkviðu og árstíðabundna elda hérlendis.

Örnólfur Thorlacius skrifar sérlega athyglisverða grein um kynhneigð dýra.

Efnisyfirlit heftisins má nálgast á vef Náttúruminjasafns Íslands.

Ólafur K. Pálsson, Ástþór Gíslason, Björn Gunnarsson, Hafsteinn
G. Guðfinnsson, Héðinn Valdimarsson, Hildur Pétursdóttir, Konráð Þórisson, Sólveig R. Ólafsdóttir og Sveinn Sveinbjörnsson -
Meginþættir í vistkerfi Íslandshafs og breytingar á lífsháttum loðnu. Bls. 4.

Þröstur Þorsteinsson -  Árstíðabreytingar í tíðni gróðurelda á Íslandi. Bls. 19.

Árni Hjartarson - Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi. Bls. 27.

Örnólfur Thorlacius - Sérstök kynhegðun dýra. Bls. 38.

Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir - Hryggir í Lónsdjúpi. Bls. 43.

Konráð Þórisson - Um orðanotkun tengda fyrstu stigum þroskunar hjá fiskum. Bls. 49.

Arnar Pálsson - Stefnumót skilvirkni og breytileika:snertiflötur þroskunar og þróunar. Bls. 53.

Ævar Petersen - Svartþröstur aðstoðar við hreiður skógarþrasta. Bls. 61.

Mnningaorð: Guðmundur Páll Ólafsson. Bls. 65.

Ritfregn: Tilviljun og nauðsyn. Bls. 72.

Skýrsla um HÍN fyrir árið 2013. Bls. 74.

Reikningar HÍN fyrir árið 2013. Bls. 77.


Stefnumót skilvirkni og breytileika - snertiflötur þroskunar og þróunar

Í aldanna rás hafa náttúruunnendur og fræðimenn heillast af margbreytilegum formum, atferli og lífsháttum ólíkra tegunda. Árið 1858 færðu Charles Darwin og Alfred Wallace rök fyrir mikilvægi náttúrulegs vals í mótun og viðhaldi fjölbreytileika lífvera. Kenningin um þróun vegna náttúrulegs
vals útskýrir samt ekki efnislegar rætur breytileikans; hvernig svartbakar þroskast og krónublöð sólblómanna taka sitt nákvæma form. Eiginleikar lífvera mótast af erfðum, umhverfi og tilviljun. Arfgerð einstaklings í viðeigandi umhverfi leiðir af sér svipgerð í gegnum flókið og fjölþætt ferli sem kallast þroskun. Hér verður fjallað um grundvallaratriði þroskunar og hvernig þau tengjast þróun lífvera. Greinin er þannig uppbyggð að fyrst eru svipfar og erfðir skilgreind, og samspil þeirra og umhverfisins rædd. Síðan verða lögmál þróunar útlistuð. Þroskun er kynnt sérstaklega, og samspil hennar við þróun, t.d. út frá vexti og sérhæfingu fruma. Einnig verður fjallað sérstaklega um örlagakort þroskunar og varðveislu þroskunarferla sem afhjúpa skyldleika lífvera. Að endingu verður rætt um hvernig þróun getur notað breytileika í þroskun, þrátt fyrir að þroskunin sé mjög stöðug.

------------------

ArfleifdDarwins kapa3Þetta er upphaf greinar sem ég skrifaði fyrir Náttúrufræðinginn, sem kom út nú í vikunni. Reyndar hófust skrifin árið 2009 þegar við nokkrir líffræðingar stóðum fyrir fyrirlestraröð um Darwin og útgáfu rigerðarsafns honum til heiðurs. Grein þessi var ekki tilbúin í tíma og varð því ekki hluti af Arfleifð Darwins, þ.e.a.s. bókinni sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Í hefti Náttúrufræðingsins eru fjöldi áhugaverðra greina, og þegar efnisyfirlitið kemur á vefinn munum við endurprenta það hér.


Bloggfærslur 17. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband