Leita í fréttum mbl.is

Kjarninn í aðgerðarleysi ríkisins

Við höfum oft rætt um skort á heildarsýn í rannsóknar og nýsköpunarkerfi í Íslands.

Ríkið fékk erlenda sérfræðinga til að meta stöðuna og kerfið, og þeir skiluðu af sér í sumar. Niðurstaðan er svo svakaleg að ríkið kýs að sitja á skýrslunni, amk um stundarsakir.

Kjarninn fjallar um málið og segir:

Íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðarleysi í vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum í svartri skýrslu sem unnin var af þremur erlendum sérfræðingum á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Stjórnvöld eru hvött til að axla ábyrgð á málaflokknum og framfylgja metnaðarfullri stefnu Vísinda- og tækniráðs.

Skýrslan var kynnt á Rannsóknarþingi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í lok ágúst. Til stóð að gera hana opinbera í kjölfarið, en samkvæmt heimildum Kjarnans var ákveðið í Vísinda- og tækniráði að fresta birtingu skýslunnar opinberlega. Kjarninn hefur skýrsluna undir höndum og birtir hana í heild sinni í nýjustu útgáfu Kjarnans.

Íslenskt, nei takk.

Rætt verður um skýrsluna á fundi Vísindafélagsins 26. sept. 2014

Umræðufundur Vísindafélags Íslendinga um úttekt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á íslenska Vísinda-­og nýsköpunarkerfinu

Frummælendur: Dr. Erna Magnúsdóttir, rannsóknasérfræðingur

Dr. Kristján Leósson, framkvæmdastjóri

Fundarstjóri: Þórarinn Guðjónsson, prófessor

Dagsetning: Föstudagur 26. Sept. kl. 12:10 - 13:00

Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands

 


Bloggfærslur 19. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband