Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífsins í Morgunblaðinu

Ef líf eyðist á jörðinni myndi það alltaf kvikna aftur?
 
Svo spurði Kolbrún Bergþórsdóttir Guðmund Eggertsson í viðtali sem birtist í Morgunblaði helgarinnar. Tilefnið er ný bók Guðmundar, Ráðgáta lífs sem Bjartur gefur út. Þar fjallar Guðmundur um sögu erfðafræðinnar og um uppruna lífsins, sem og aðrar ráðgátur lífs og líffræði.
 
Guðmundur svaraði spurningunni fyrst á þá leið, "[þ]að er ómögulegt að segja og alls ekki víst. Við vitum ekki við hvaða aðstæður líf kviknar".

radgata_frontur-120x180.jpg

Viðtalið er harla fróðlegt. Kolbrún spyr Guðmund út í sögu hans og ferill, en hann var einmitt fyrsti kennarinn sem ráðinn var til líffræðiskorar Háskóla Íslands.

Kolbrún spurði einnig um aðstöðu til rannsókna þegar Guðmundur tók til starfa. Hann svaraði:

"Aðstæður til rannsókna voru bágbornar fyrstu áratugina en fóru smaám saman batnandi."

"Ég vissi að það yrði stórt stökk og erfitt að fara aftur til Íslands því þar voru engar aðstæður til vísindarannsókna á mínu sviði"

Guðmundur og aðrir forkólfar byggðu upp grunnrannsóknir í sameindalíffræði við HÍ, og síðar aðrar stofnanir hérlendis. Aðstaðan hefur batnað til muna, en er samt að mörgu leyti ófullnægandi því takmarkaður skiliningur er á sérstöðu tilraunavísinda og sameindalíffræði.

Ég hvet fólk til að lesa viðtalið við Guðmund, því miður er það aðeins opið áskrifendum Morgunblaðins en blaðið má e.t.v. finna á bókasöfnum eða betri kaffistofum landsins.

Ítarefni:

Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Guðmund Eggertsson (Morgunblaðið 20. september 2014).

Stórar og heillandi spurningar

Dr. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur stundaði lengi rannsóknir erlendis og síðan hér heima. Hann átti þátt í að byggja upp og móta námsbraut í líffræði við Háskóla Íslands.

Bloggfærslur 22. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband