Leita í fréttum mbl.is

Hugur og Raun í eina sæng...

Í vesturevrópu er oft talað um að menntun í vísindum, tækni og stærðfræði sé nauðsynleg undirstaða efnahagslegra framfara. Upp á enskuna er talað um STEM (Science, technology, engineering and mathematics) og mun ég nota þá skammstöfun hér.

Raunvísindi, verkfræði og stærðfræði eru erfið fög. Talað hefur verið um að innritun í háskólanám í þessum greinum hafi ekki verið nægileg, og eða ekki haldist í hendur við aukna þörf samfélagsins fyrir fólk með STEM menntun.

Í þessu samhengi er oft talað um að nýrri greinar, (t.d. félagsvísindi, viðskiptafræði, markaðsfræði og hönnun) hafi dregið til sín nýnema, á kostnað STEM og annara greina. Það sem oft gleymist er hin klassíska hugvísindamenntun, t.d. heimspeki, tungumál og bókmenntafræði. Það sem þau fög bjóða upp á er þjálfun í hugsun, ritun og rökræðu, sem vantar í nýju fögin og að vissu leyti einnig í raunvísindi.

Auðvitað er gagnrýnin hugsun kjarni í vísindastarfi, en því miður hefur kennsla í raungreinum ekki alltaf náð að kenna og prófa nemendur í grunnnámi í slíku. Þetta sést kannski best í stílum og ritgerðum nemenda. Þar fá þeir tækifæri til að þjálfa byggingu og skilja rökflæði, ræða forsendur (duldar og ræddar), greina á milli staðreynda, ályktana og túlkana.

Sem raunvísindamaður er ég hallur undir hina vísindalegu aðferð og vandaðar rannsóknir og athuganir. En sem bókaormur þá kann ég einnig að meta skýran stíl, góða röksemdafærslu, vandað mál og auðvitað sköpunargleði í frásögn og orðavali.

Það gladdi mig því ósegjalega We don’t need more STEM majors. We need more STEM majors with liberal arts training.

Upphaf greinar hennar er á þessa leið:

In business and at every level of government, we hear how important it is to graduate more students majoring in science, technology, engineering and math, as our nation’s competitiveness depends on it. The Obama administration has set a goal of increasing STEM graduates by one million by 2022, and the “desperate need” for more STEM students makes regular headlines. The emphasis on bolstering STEM participation comes in tandem with bleak news about the liberal arts — bad job prospects, programs being cut, too many humanities majors.

As a chemist, I agree that remaining competitive in the sciences is a critical issue. But as an instructor, I also think that if American STEM grads are going lead the world in innovation, then their science education cannot be divorced from the liberal arts.

Our culture has drawn an artificial line between art and science, one that did not exist for innovators like Leonardo da Vinci and Steve Jobs.

 

 


Kjósum að gera eitthvað - rétt

Loftslagsmálin eru ein veigamesta ógn sem steðjar að jörðinni. Hnattræn hlýnun af mannavöldum hefur leitt til breytinga á lífríki og sjávarstöðu. Ef hækkunin verður 2°C má búast við miklum breytingum á vistkerfum og landbúnaði. Ef hækkunin verður 4°C þá verða breytingarnar meiri, og mögulega illvígari. Vistkerfi og landbúnaður hafa innbyggt þol gagnvart breytingum, en of miklar raskanir geta haft mjög neikvæðar afleiðingar.

Kevin Anderson leggur áherslu á að fæðuframleiðsla geti dregist saman vegna loftslagsbreytinga. Það er vandamál sem flokksskírteini eða facebook færslur geta ekki trompað.

Eina leiðin er að mannfólk, einstaklingar og samfélög, breyti sinni hegðan.

Þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti þátturinn undir okkar stjórn, er nærtækast að draga úr henni. Það þýðir.

Færri utanlandsferðir.

Færri bíltúrar eða bílar.

Minni umbúðir eða plastvara.

Fjárfesting í (raunverulega) endurnýjanlegri orku.

Betri nýting orku.

Það er okkar að breyta framtíðinni.

 


mbl.is Höfum kosið að gera ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband