Leita í fréttum mbl.is

Að greina á milli vísinda og hjávísinda

Netið er drekkhlaðið hjávísindum, sem koma í ýmsum blæbrigðum. Einföld leit að lykilhugtökum getur sent fólk á síður sköpunarsinna eða þeirra sem afneita bólusetningum.

Á netinu þrífst andróður gegn gegn tækni, læknisfræði, erfðatækni, og jafnvel sögulegum staðreyndum. Samsæriskenningar um að tungllendingin hafi verið plat eða að Bush hafi sjálfur sprengt tvíburaturnanna blómstra. Sölumenn ganga hús úr húsi og selja afklösterað vatn eða einföld raftæki sem allrameinabót, og vísa í erlenda sérfræðinga og vísindalega útlítandi vefsíður.

Forsíða National Geographic fyrir mánuðin er einmitt - The War on Science.

natgeo.png

Fólki er sannarlega vorkunn, að reyna að átta sig á sannleikanum í hafsjó "upplýsinga".

Hanna G. Sigurðardóttir í Samfélaginu, ræddi við Ernu Magnúsdóttur frumulíffræðing um það hvernig getum við greint á milli raunverulegra vísinda og hjávísinda.

Ég mæli eindregið með því að fólk hlýði á viðtalið, og þakki Hönnu og Ernu kærlega fyrir framtakið.

RÚV Samfélagið 25.03.2015  Hjávísindi og vísindi - að greina á milli

National Geographic - Why Do Many Reasonable People Doubt Science


Samþykki eða nýting upplýsinga

Í umræðunni um nýjar uppgötvanir ÍE hefur verið lögð mikil áherslu á notagildi upplýsinga sem fást úr erfðafræðirannsóknum. Vitnað er til leiðara Nature genetics, þar sem það er sagt siðferðilega misráðið að nýta ekki slíkar upplýsingar. Því miður er engin áhersla lögð á hina hlið málsins í fréttatilkynningum eða frekar einhliða umfjöllun um þau. Það er, þeir sem tóku þátt í rannsóknum ÍE gerðu svo á grundvelli samþykkis, sem felur í sér friðhelgi einstaklinga.

Það er reyndar þannig að umræddur leiðari setur einmitt upp siðferðilega álitamálið, og ályktar að íslendingar sjálfir þurfi að ákveða. Best er að gera það á grundvelli allra upplýsinga, ekki bara fréttatilkynningum fyrirtækis.

Úr leiðara Nature Genetics, letters from Iceland:

Because the deCODE genomic projects were consented for research, it would be ethically inappropriate for the researchers to contact the mutation-carrying individuals via their physicians. But, as enhanced cancer screening at younger ages than usually recommended for the general population can influence the health and life expectancy outcomes of mutation carriers and their relatives who also carry the mutation, to do nothing at all would also be ethically wrong. In our view, the decision lies with the Icelanders themselves once they have been given the information about the number of people at risk of these diseases and the options available. One way in which they can see how others have used such information is through Joanna Rudnick's thoughtful documentary In the Family about the decisions facing the carriers of a similar cancer-predisposing mutation in the BRCA1 gene (http://inthefamily.kartemquin.com/).


mbl.is deCODE nýtt í heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...bananafluga bindur á sig skauta

Jón Gunnarsson þýddi margar teiknimyndasögur á síðustu öld, og lék sér að orðum og vísunum. Í upphafi sögu um ævintýri Svals og Vals í Bretzelborg leikur dægurtónlist stórt hlutverk. Jón leggur út frá þekktu lagi og ljóði eftir Sigfús Halldórsson og Sigurður Elíasson, lækur tifar létt... Mér þykir sérlega vænt um kveðskapinn því pöddur og dýr margskonar fá þar að njóta sín.

Lækur tifar létt um máða steina

lúin ýsa geispar svaka hátt

halakarta hoppar eins og kleina

með höfuðið svo undur, undur blátt.

Ánamaður ýlir eins og flauta,

engispretta býður góðan dag

bananafluga bindur á sig skauta

bjöllusauður raular litið lag.


Bloggfærslur 26. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband