Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðin liggur hjá...

Þessi grein læknisins Wakefield er vitanlega kveikjan, en ábyrgðin liggur víðar.

Lancet viðurkennir að þeir beri að hluta ábyrgð. Vísindatímarit treysta á að vísindamennirnir sem senda þeim greinar falsi ekki niðurstöður sínar, og að yfirlesarar og ritstjórar meti þær á sem strangastan hátt. 

Það verður samt aldrei hjá því komist að einstaka grein með "rangar" niðurstöður komist í gegn og fáist birt. 

Slíkar "rangar" niðurstöður eru afhjúpaðar sem slíkar þegar aðrir vísindamenn endurtaka rannsóknirnar. Í tilfelli MMR greinar Wakefield fann enginn þeirra rannsókna sem fylgdu í kjölfarið tengsl á milli MMR og einhverfu. Tilgátan um tengsl MMR bólusetninga og einhverfu var því afsönnuð...en sögunni var alls ekki lokið.

Tilgátan hafði nefnilega öðlast sitt eigið líf, og flaug sem eldur í sinu meðal fólks í Bandaríkjunum og Evrópu. "Bóluefni valda einhverfu" var rætt í saumaklúbbum og í lyftingasölum, flugvöllum og heilsubúðum.

Ben Goldacre er sannfærður um að fjölmiðlarnir beri mesta ábyrgð á ferðalagi MMR lygasögunar. Óábyrg fréttamennska, svo og sú árátta að hampa frekar orðrómi en traustum niðurstöðum hafi kynnt undir þetta fáviskubál. MMR bólusetning féll úr 92% í 73% á tilteknu tímabili (í kjölfar greinar Wakefield).

Afleiðing er sú að fleiri börn eru í hættu á að fá mislinga eða hettusótt. Það er ekkert grín!

Stór hluti ábyrgðarinnar er því hjá fjölmiðlum. Þeir eru ekki bara ábyrgir fyrir þeim fréttum sem þeir prenta, heldur einnig ákvörðunum um það sem þeir prenta ekki.

Ítarefni:

Ben Goldacre The media’s MMR hoax og The Wakefield MMR verdict

NY Times 28 janúar 2010  UK Medical Panel Rules Against Doctor Over Vaccine

Arnar Pálsson - pistill á svipuðum nótum, Lesa, gleypa og kyngja


mbl.is Lancet afturkallar 12 ára gamla grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Stór hluti ábyrgðarinnar er því hjá fjölmiðlum. Þeir eru ekki bara ábyrgir fyrir þeim fréttum sem þeir prenta, heldur einnig ákvörðunum um það sem þeir prenta ekki.

Ekki bara það, heldur bera þeir fréttirnar oftast þannig fram að 'báðum hliðum' er gert jafnt undir höfði.

Gott dæmi um það er MMS umræðan í fréttum um daginn.  Fyrst var talað við einhvern lækni, minnir mig, sem ræddi skaðsemi efnisins og svo söluaðilann á íslandi.. og 'fréttamaðurinn' bara kiknaði kolli allan tímann og spurði engra gagnrýnna spurninga.

Arnar, 3.2.2010 kl. 16:10

2 Smámynd: Arnar

Og, var að lesa umræðu um þetta á skepticblog:

Of course, that won’t even slow Wakefield or the antivaxxers. They don’t care for the real world, based on evidence and fact. They are, for all intents and purposes, religious zealots now, believing in Wakefield, Jenny McCarthy, and the rest with such fervor that there is literally no amount of evidence that can ever sway them. And they will continue to spin, fold, and mutilate the truth, while we watch as diseases rise back from the dead, infecting hundreds of thousands of people, and killing many of them.

Sorglegt en sennilega rétt.  Sæmsærisliðið á eftir að sannfæra hvort annað um að stóru lyfjafyrirtækin séu að þagga málið niður og þetta sé í raun bara staðfesting á því að bólusetning sé í raun stórhættuleg.

Arnar, 3.2.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband