Leita í fréttum mbl.is

Heili 1 og heili 2

Mér finnst fáránlega gaman að læra um starfsemi heilans. Hvernig við tökum ákvarðanir eða leyfum skoðunum okkar að stýra ályktunum okkar? Mikið af því sem kallað er heilbrigðs skynsemi er alls ekki skynsamt og enn síður heilbrigt. Við misskiljum veröldina, stöðu okkar í henni og eigin getu (sjá t.d. Ertu viss eftir Gilovich).

Þróunarsálfræðingar hafa gert því skóna að það sé gott að vera of-jákvæður, og með útblásið sjálf. Þá sé maður líklegri til afreka. Það er sannarlega skemmtileg tilgáta en ég get ekki gleypt við henni að óathuguðu máli.

En þegar Daniel Kahneman skrifar bók um hugsun, þá verður maður að veita því eftirtekt. Kahneman hlaut nóbelsverðlaun í hagræði árið 2002 og er þekktur fyrir rannsóknir sínar með Amos Tversky. Ég ætla að leyfa mér að sleppa frekari útlistingum og vísa ykkur á grein um bók Kahnemans Thinking, fast and slow í the Guardian (Galen Strawson,  Tuesday 13 December 2011 11.56 GMT)

We now know that we apprehend the world in two radically opposed ways, employing two fundamentally different modes of thought: "System 1" and "System 2". System 1 is fast; it's intuitive, associative, metaphorical, automatic, impressionistic, and it can't be switched off. Its operations involve no sense of intentional control, but it's the "secret author of many of the choices and judgments you make" and it's the hero of Daniel Kahneman's alarming, intellectually aerobic book Thinking, Fast and Slow.

System 2 is slow, deliberate, effortful. Its operations require attention. (To set it going now, ask yourself the question "What is 13 x 27?" And to see how it hogs attention, go to theinvisiblegorilla.com/videos.html and follow the instructions faithfully.) System 2 takes over, rather unwillingly, when things get difficult. It's "the conscious being you call 'I'", and one of Kahneman's main points is that this is a mistake. You're wrong to identify with System 2, for you are also and equally and profoundly System 1. Kahneman compares System 2 to a supporting character who believes herself to be the lead actor and often has little idea of what's going on.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála því að það er svolítið ævintýri að pæla í heilanum og hversu magnað líffæri hann er. Ég sem radically örfhentur maður hef lengi heyrt talað um þessa tvískiptingu og persónuleikatengsl vegna þessa. Sumt er þjóðsagnakennt en annað meikar alveg sens.

Ég hef ekki mikla þekkingu á þessu, enda afar flókið að fá einhvern botn í hlutina. Oliver Sacks hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held að ég hafi lesið flest frá honum. Hann nálgast málið frá þeirri hlið að skilja heilan útfrá skemmdum eða misfellum, sem kalla fram hin furðuglegustu einkenni og hafa auðveldað mönnum að staðsetja hinar ýmsu stöðvar heilans. The man who mistook his wife for a hat er í raun hrein skemmtilesning en þó með merkilegum og fræðandi undirtón. Mæli með henni sem byrjun.

Menn muna kannski eftir myndinni The Awekenings með Robert De Niro sem fjallar um tilraunir Sacks mep lyfið L-dopa til að losa fólk undan stjarfklofa (minnir að það sé nafnið á greiningunni).

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 23:07

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk kærlega fyrir enn eitt gott innslag Jón.

Tvískiptingin sem Kahneman ræðir um er líklega bara efsta þrep í flóknara neti, fyrst skiptir maður hlutunum í tvo flokka, og svo þegar fínni blæbrigði koma í ljós má deila þeim frekar upp.

Ef til vill eru einkenni og eiginleikar heilans líka það margir, og tilbrigðin sem finnast manna á millum svo fjölskrúðug að ekki er hægt að binda alla í einhverja flokka. Hægt er að flokka á hendu (örv, rétt eða jafnhendur), eða kynhneigð (sam, gagn, tví, dýr, sílikonpúðar...) eða svefnmynstri (A, B, X...). Þegar flokkarnir eru orðnir nógu margir lendir ein eða færri manneskja í hverjum og kerfið búið að kæfa sjálft sig.

Ég er mikill aðdáandi Olivers Sacks, og er sammála að mörg tilfellin sem hann kannar eru stórkostlega upplýsandi.

Ég sá Awakenings einmitt í bíó, þættina hans á Rúv fyrir vel-rúmum áratug og hef lesið slatta af bókunum. Í stöðu óbirts pistils á ég líka úttekt á Musicophilia, sem yljaði mér um hjartarætur í allt sumar.

Arnar Pálsson, 15.12.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband