Leita í fréttum mbl.is
Embla

Darwin og lífsnautnin frjóa

Hvers vegna dansa fuglar? Hví ropa froskar? Hversvegna settu konur Viktoríutímans fjađrir fugla í hattana sína? Hvers vegna mála menn veggi (á hellum og í húsasundum)?

9781608192168.jpgListsköpun er sjaldan viđfangsefni líffrćđinga, en ljóst er ađ víđfemasta kenning líffrćđinar getur einnig hjálpađ okkur ađ skilja rćtur listarinnar. David Rothenberg skrifađi nýlega bókina Survival of the beautiful, ţar sem hann fjallar um listaverk dýra og hversu útbreitt fegurđarskyniđ er í dýraríkinu. Rauđi ţráđurinn í bók hans er hinn ţróunarfrćđilegi vinkill, sem fjallar um sameiginlegan uppruna lífvera og ađ náttúrulegt val er besta vísindalega útskýringin á fjölbreytileika og eiginleikum lífvera.

Ţróunarkenning útskýrir t.d. eiginleika gena, frumunnar, vefja, ţroskunar og vistfrćđi. Hún hjálpar einnig til viđ ađ skilja atferli, bćđi sögu ţess og orsakir. Ţađ er gert međ ţví ađ setja fram tilgátur um ađlögunargildi. Til dćmis ef tiltekiđ atferli finnst hjá dýrategund má spyrja hvernig ţađ gagnist lífverunni? Ţá er spurt um Darwinska hćfni, og hvort atferliđ auki hana.

Vandamáliđ er vitanlega ađ prófa slíkar tilgátur. Hvernig má afsanna ţađ ađ dans Óđinshanans auki hćfni hans. Hann hnitar hringi á tjörnum, líkt og skrautskrifari, sbr. viđurnefniđ Skrifarinn. Ef ţeir sem skrifa meira en ađrir eignast fleiri eđa lífvćnlegri unga, ţá er stođ rennt undir tilgátuna. En ef ungarnir eru hvorki fleiri né hressari, hvađ er ţá til ráđa? Ţá setja ađlögunarsinnar oft fram ađra tilgátu, og svo enn ađra og enn ađra...sem hefur leitt til gagnrýni annar ţróunarfrćđinga.

Raunveruleikinn er sá ađ ţótt ađ ţróunarkenning Darwins sé besta vísindalega skýring á tilurđ lífvera og fjölbreytileika ţeirra, ţá er mjög erfitt ađ sanna ađ einstakir atburđir í ţróunarsögunni séu tilkomnir vegna náttúrulegs vals. Ađrar líffrćđilegar skýringar geta nefnilega átt viđ. 

Ef viđ tökum dans Óđinshanans sem dćmi, ţá er einn möguleiki ađ hann sé tilkomin vegna tilviljunar. Ađ einhverjum ástćđum hafi stökkbreyting sem ýtti undir dans af ţessum toga orđiđ allsráđandi, og ţví hegđi allir Óđinshanar sér eins og skrifarar. Einnig er mögulegt ađ dansinn sé aukaverkun annara breytinga. Ímyndum okkur ađ náttúrulega hafi veriđ valiđ fyrir taugaveiklun í forfeđrum Óđinshana (vegna ţess ađ hún gerđi ţá hćfari í lífsbáráttunni). Dansinn er Ţá kannski bara aukaverkun taugaveiklunarinnar, en hafi ekki ađlögunargildi einn og sér.

Ţeir sem hafa gaman af vangaveltum á ţessum nótum ćttu endilega ađ kíkja í Reykjavíkur Akademíuna á fimmtudaginn (17. maí 2012). Ţá verđur málfundur undir yfirskriftinni:

Darwin og lífsnautnin frjóa: Vangaveltur um atferli tegundarinnar út frá kenningum Darwins

Úr tilkynningu:

Málţing á vegum Félags áhugamanna um heimspeki verđur haldiđ fimmtudaginn 17. maí n.k. kl. 16:00 – 18:00 í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, JL húsinu, Hringbraut 121.

Áriđ 2011 flutti Valgarđur Egilsson lćknir erindi í Ríkisútvarpinu ţar sem hann skođađi atferli manneskjunnar međ gleraugum Charles Darwin. Félag áhugamanna um heimspeki mun bjóđa til málţings út frá erindunum og munu ţar flytja framsögu, ásamt Valgarđi, Einar Árnason, prófessor í ţróunarfrćđi og stofnerfđafrćđi, og Steindór J. Erlingsson vísindasagnfrćđingur.

Dagskrá:
16:00     Homo sapiens: Atferli tegundarinnar skođađ međ gleraugum Darwins. Valgarđur Egilsson lćknir.
16:30    Óđurinn til gleđinnar, kjóinn í Kolbeinsstađahreppi og kenning Darwins.Einar Árnason, prófessor í ţróunarfrćđi og stofnerfđafrćđi.
16:50    Er hćgt ađ selja mannkyni hvađa hugmynd sem er? Dćmisaga ú geđlćknisfrćđi og lyfjaiđnađinum. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfrćđingur.   
17:10    Kaffihlé.
17:30    Pallborđsumrćđur.

Tengill á erindi Valgarđs Egillsonar.

http://ruv.is/sarpurinn/homo-sapiens/05042012

Fyrstu ţrjár síđurnar í kafla Hrefnu Sigurjónsdóttur og Sigurđar S. Snorrasonar í Arfleifđ Darwins.

Ţróun atferlis

Síđa um bók Rothenbergs.

http://www.survivalofthebeautiful.com/

Pistlar okkar um ţróun atferlis.

Ţróun atferlis

Arfleifđ Darwins: Ţróun atferlis

Í laufskálanum tifa maríuhćnur

Ótrúleg en samt náttúruleg greind


mbl.is Elsta vegglist mannkyns er í Frakklandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Maí 2016
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.