Leita í fréttum mbl.is

Að senda í PLoS One

Það er ótrúlegur léttir að senda loks frá sér handrit að vísindagrein, eftir kannski margra ára vinnu. Í síðustu viku sendi ég handrit til PLoS One um rannsókn á erfðabreytileika í ónæmisgenum Þingvallableikjunnar, og samanburð á nokkrum öðrum stofnum hérlendis.

PLoS (Public Library of Science) er sjálfseignarstofnun sem gefur út vísindagreinar í opnum aðgangi, sem þýðir að hver sem er á jörðinni getur lesið greinina. Engin áskrift er nauðsynleg, né er rukkað fyrir rafræn eintök. Þetta gengur þvert á það sem útgefendur vísindatímarita hafa gert í meira en öld, þar sem þeir rukka einstaklinga, stofnanir og jafnvel lönd um afrit af tímaritum eða greinum. Heimspeki PLoS er dregin saman í stuttri lýsingu:

PLOS applies the Creative Commons Attribution License (CCAL) to all works we publish. Under the CCAL, authors retain ownership of the copyright for their article, but authors allow anyone to download, reuse, reprint, modify, distribute, and/or copy articles in PLOS journals, so long as the original authors and source are cited. No permission is required from the authors or the publishers.

Heimspekin um opinn aðgangur hefur rutt sér til rúms á undanförnum áratug, t.d. var PLoS Biology fyrst gefið út árið 2003, en nú eru 7 tímarit gefin út af samtökunum. Opinn aðgengi skiptir miklu máli fyrir Ísland því alþjóleg tímarit eru dýr í innkaupum, og mikilvægt að auka sýnileika íslenskra rannsókna. Hópur sem berst fyrir opnu aðgengi er starfræktur hérlendis, áhugasamir eru hvattir til að ganga í herinn.

openaccessweek2012.jpg

Um áramótin kynnti PLoS ný verkfæri til að greina áhrif og dreifingu á vísindalegri þekkingu (Redesigned PLOS Journals – now launched). Venjulega eru taldar tilvitnanir í greinar, þ.e. hversu margar aðrar rannsóknir eða greinar vitna í tiltekna rannsókn. Ef enginn vitnar í greinina þína, er hún mögulega arfaslök eða lítilsvirði. Ef margir vitna í hana, er líklegast að eitthvað sé í hana spunnið.

PLoS bætti við öðrum verkfærum til að meta áhrif greina, t.d. hversu margir hafa opnað tengilinn, hversu margir sóttu PDF útgáfu af greininni, sendu afrit á vini sína, tístu um hana o.s.frv. Sem dæmi má kíkja á grein í PLoS one frá 2005, Functional Evolution of a cis-Regulatory Module. Fyrir algera tilviljun valdi ég grein sem ég vann að sjálfur, þar sem við vorum að rannsaka þróun og starfsemi stjórnraða sem virka í þroskun ávaxtaflugna. Undir METRICS flipanum má sjá að 81 sinni hefur verið vitnað í greinina, henni hlaðið niður 2200 sinnum og 18 vísindamenn bættu henni í sínar persónulegu lista á CITEULIKE.

Þetta er flott viðbót við annars glæsilegt tímarit. Vonandi fylgja önnur tímarit í kjölfarið og taka upp svipaðar mælistikur.

Viðbót:

Margir af bestu skólum heims eru með sérstakar skrifstofur sem helgaðar eru aðgengi og skrifum. Harvard háskóli er t.d. með skrifstofu fræðilegrar miðlunar (Office of scholarly communication) sem rekur opið gagnasafn Háskólans og heldur býður upp á styrki til birtingar í opnum tímaritum.

Ítarefni:

Redesigned PLOS Journals – now launched December 19, 2012

Tenopir C, Allard S, Douglass K, Aydinoglu AU, Wu L, et al. (2011) Data Sharing by Scientists: Practices and Perceptions. PLoS ONE 6(6): e21101. doi:10.1371/journal.pone.0021101

Measures of Impact Hemai Parthasarathy Editorial | published 19 Jul 2005 | PLOS Biology

Opinn aðgangur á Íslandi

Misgóðir pistlar mínir um þessi og skyld mál:

Nýjar reglur Rannís um birtingar í opnum aðgangi

Aðgengi að gögnum og kennitölur vísindamanna

Litli vísindamaðurinn og voldugi risinn

Gömul viðskiptaveldi og nútíminn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og fékkstu hana samþykkta í Plos One ..?

Katrín Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 14:23

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Er að bíða, ekki mánuður liðinn.

Arnar Pálsson, 21.1.2013 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband