Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðleg ráðstefna um refi haldin á Núpi í Dýrafirði

Ester Rut forstöðumaður Melrakkaseturs vill vekja athygli fólks á ráðstefnu sem haldin verður um refi nú í haust. Úr tilkynningu (örlítið lagfært orðalag):

Alþjóðleg ráðstefnu um refi verður haldin dagana 11. - 13. október að Hótel Núpi í Dýrafirði.
Ráðstefnan fjallar um líffræði og málefni tófunnar, og er sú fjórða sem haldin hefur verið. Þátttakendur koma frá ýmsum löndum og eru bæði erindi og veggspjöld en einnig verður minning Páls heitins heiðruð með ýmsu móti. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna:

Þeir sem hafa áhuga á að sækja ráðstefuna, halda erindi eða kynna niðurstöður á veggspjöldum geta fylgt slóðinni hér að ofan og skráð sig.

Ungir_yrdlingar_af_morauda_litarafbrigdinu

 Mynd af vef Melrakkaseturs (picture copyright Melrakkasetur.is).

Ég get ekki annað en hvatt náttúruáhugamenn um að skrá sig á fundinn. Bæði vegna þess að refir eru hin forvitnilegustu kvikindi og því að Núpur er dásamleg gersemi í fegursta firði landsins.

Ítarefni:

Melrakkasetur

www.arcticfoxcenter.com

Frumkvöðull í rannsóknum á refnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðan dag! Það að eitthvað standi til á Núpi í Dýrafirði þar sem ég var nemandi,hreyfir við mér. Ég er svo hjartanlega sammála að fjörðurinn ,minn, sé fallegastur allra fjarða landsins. Vona að sem flestir komi á ráðstefnuna.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2013 kl. 13:20

2 Smámynd: Arnar Pálsson


Sæl Helga

Þeir eru margir fallegir firðirnir hérlendis, en það er einhver fjölbreytileiki við Dýrafjörð sem snertir mig. Skrúður og Núpur er vitanlega gersemar.

Arnar Pálsson, 16.8.2013 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband