Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013

Það er með stolti sem við* tilkynnum að gengið hefur verið frá Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013.

Ráðstefnan hefst kl 9 þann 8. nóvember með þremur yfirlitserindum í stóra sal Íslenskrar erfðagreiningar.

James Wohlschlegel – UCLA - Proteolytic Control of Iron Metabolism and DNA Repair
Agnar Helgason – HÍ og ÍE - Dissecting the genetic history of a human population: A decade of research about Icelanders
Heiðursverðlauna erindi - tilkynnt síðar...

Á laugardagsmorgninum verða einnig tvö yfirlitserindi um mál sem varðar Ísland sérstaklega.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir – HÍ - Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi
Þorvarður Árnason - Rannsóknasetur Höfn - Er þörf á sérstöku ráðuneyti umhverfismála á Íslandi?

divethenorth_is_silfru.jpgAuk yfirlitsernida verða 109 erindi og 81 veggspjald kynnt á ráðstefnunni, sem fjalla um margvíslegar rannsóknir á lífverum og lífríki jarðar. Myndin hér til hliðar er t.d. af kafara í Silfru. Jónína H. Ólafsdóttir mun fjalla um kortlagningu jarðfræði og lífríkisins í hraungjám og hellum Þingvallavatns. Jónína er forhertur kafari og er nýbyrjuð í þessu meistaraverkefni undir leiðsögn Bjarna K. Kristjánssyni á Hólum. Verkefnið er samt að miklu leyti hennar, og hún hefur m.a. fengið styrk frá National Geograpic Society til þess, og umfjöllun á vef tímaritsins.

Hægt að skrá sig á ráðstefnuna á vefnum til kvöldsins 7. nóv. Skráningarsíða.

Mynd er af vef Divethenorth.is. Picture © http://www.divethenorth.is.

Lífríki gjánna við Þingvallavatn

*blogghöfundur er formaður Líffræðifélags Íslands 2013-2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband