Leita í fréttum mbl.is

Ljónafiskur og Kudzu leggja undir sig suðrið

Á námsárunum í Norður karólínu lærði ég um Kudzu, japanska klifurplöntu sem var flutt til Bandaríkjanna til græða vegkannta og hefta uppblástur. Kudzu vex mjög hratt og þekur vel. Reyndar svo vel að hún varð að illgresi og var fljótlega skilgreind sem ágeng tegund í suðurríkjum bandaríkjanna.

Í Norður karólínu þakti hún árbakka og símalínur, tré og yfirgefin hús.

1189715136_31bc46ad06_b-640x480

Mynd af Kudzu frá BNA, úr safni mynda á flickr.

Nýlegar fréttir bárust af því að Kudzu hafi einnig slæm áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Rannsókn í New Phytologist, sem fjallað er um í Ars Technica, sýnir að Kudzu stuðlar að losun kolvetnis.

Það gerist á þrjá vegu. Kudzu dregur úr vexti furutrjáa, sem venjulega binda kolvetni. Kudzu hefur jákvæð áhrif á vöxt jarðvegsörvera, sem brjóta niður lífrænt efni og losa kolvetni. Að síðustu brotnar Kudzu sjálf mjög hratt niður, miðað við aðrar plöntur. 

Allt þetta eykur umhverfisáhrif plönturnar, og meta höfundar greinarinnar þau á pari við 1.000.000 manna stórborg.

Eins og í tilfelli margra ágengra tegunda, er hreinsun á Kudzu meiriháttar verkefni. Neðst í pistlinum er tengill á síðu á vef Clemson háskóla sem útlistar hvernig fara skal að. Þar segir einnig að Kudzu svæði séu aðeins nýtileg til eins, þ.e.a.s. að rækta Kudzu. Með öðrum orðum, Kudzu land er tapað land. 

En ágengar tegundir halda sig ekki eingöngu við land, heldur einnig vatn og haf.

Í Norður Karólínu og nálægum fylkjum er ljónafiskur orðinn ágengur. Hér er mynd af einum slíkum, tekin í sædýrasafni Pine Knoll Shores (AP).

 img_1177.jpg

 

 

Ítarefni

Malcolm Campbell  2014 júlí Invasive kudzu drives carbon out of the soil, into the atmosphere

Clemson háskóli Kudzu Eradication Guidelines

Katie Linendoll 2012 CNN Lionfish infestation in Atlantic Ocean a growing epidemic


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband