Leita í fréttum mbl.is

Erfðamengun ógnar íslenskum löxum

Gögn Veiðimálastofnunar sýna að eldislax hafi fundist í Kleifaá á Patreksfirði. Þetta eru váleg tíðindi, því eldislax er af norsku kyni og er hætta á að hann blandist við íslenskan lax. Slíkir blöndun getur leitt til þess að staðbundnir stofnar deyji út og þannig  skaðað laxveiðar. RÚV sagði frá.

Greining Veiðimálastofnunar á uppruna tuttugu og eins lax sem veiddur var í Kleifaá í Patreksfirði í júlí leiddi í ljós að þeir voru allir af norsku kyni. Yfirgnæfandi líkur eru á að þarna séu komnir nokkrir af þeim 200 löxum sem sluppu úr eldiskví í vetur.

Í nóvember síðastliðnum sluppu 200 eldislaxar fyrir mistök úr sláturkví Fjarðarlax í Patreksfirði. Undanfarnar vikur hafa veiðimenn veitt stóran lax í ám í botni Patreksfjarðar og lék strax grunur á um að þarna væri eldislaxinn kominn. Rannsókn Veiðimálastofnunar fyrir Fiskistofu hefur nú staðfest að um norskan eldislax er að ræða. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofnunar, segir atvikið geta skapað villtum laxastofnum hættu.

RÚV 14. ágúst 2014.  Eldislax gæti stefnt þeim íslenska í hættu



mbl.is Menn sáttir í Vatnsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varðandi sögusagnir um að eldislaxinn rugli þann lax sem fyrir er í ánum?

1.Í fyrsta lagi er oft búið gelda þann fisk sem settur er í kvíarnar þannig að hann getur ekki fjölgað sér. (Hrognin eru sjokkeruð með sérstakri þrýstitækni þannig að fiskurinn verður illa eða ekki kynþroska =(Engin þjáning eða lyf).

2.Gefum okkur að einhver eldislax komist upp í einhverja á; þá er hann í rauninni kominn í samkeppni við fiska sem ættu að vera hæfari en hann til að lifa af í ánni.

3.Það gæti alveg eins verið meiri hætta fyrir laxastofn í á, ef að þangað kæmu aldrei neinir flökkulaxar.

= Svipað og ef að það kæmu aldrei nýjir makar til Hofsós=Að á endanum myndi "stofninn" úrkynjast.

(Þetta er það sem er að gerast í mörgum stöðuvötnum þar sem að engin ný genablöndun á sér stað=úrkynjun=vanhæfni í að lifa af =meiri dauði innan stofnsins= minni veiðivon).

=Smá genablöndun er nauðsynleg.

4.Ef að það eru einhverjir gallaðir eða veikir fiskar á ferðinni í laxveiðiám; hvort sem að það eru villtir eða eldislaxar að þá hljóta þeir að deyja fljótlega vegna sinnar vanhæfni og skolast út í sjóinn með straumnum.

=Allir ár-farvegir þeir hreinsa sig stöðugt vegna straumþungans.

Hugtakið um að þeir hæfustu lifi; þá á kannski hvergi betur við en í straumþungum ám.

----------------------------------------------------------------

PS.Ég hef meiri áhyggjur af blöndun blökkufólks og asíubúa við hvíta kynstofninn.

Jón Þórhallsson, 15.8.2014 kl. 08:05

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Til GAMANS má svo velta því upp, hvort að íslenskar konur myndu ekki frekar vilja sofa hjá norsku vaxtarræktartrölli frekar en venjulegum íslendingi?

Jón Þórhallsson, 15.8.2014 kl. 08:29

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Ég ætla að byrja á endanum. Kynstofnar manna eru ekki til. Erfðafræðilegar rannsóknir hafa sýnt að menn eru sannarlega ekki eins allstaðar, en þeir mynda ekki aðgreinanlega stofna. Við myndum frekar samfellt róf sem spannar jarðkringluna. Þetta sést í erfðabreytileika og í svipfari.

Það eru engar ástæður til að óttast kynlöndun afríkubúa og evrópubúa, frekar en kynblöndun ameríkana og ástrala.

Varðandi erfðablöndun laxa.

Stakir laxar eru ekki vandamál. En ef staðbundni stofninn er smár, eða fjöldi eldislaxa vex, þá er hætta á ferðum.

Ef tveir mjög frábrugðnir stofnar, sem eru aðlagaðir ólíkum aðstæðum, æxlast eru miklar líkur á að afkvæmin verði vanhæfari. Þau verða blanda af foreldragerðunum, og minna hæf bæði í náttúrunni og í eldi. 

Þess vegna vilja eldismenn ekki erfðablöndun við villta fiska (þá fá þeir minni og lélegri mat) og veiðimenn vilja ekki blöndun við eldisfisk, því afkvæmin verða vanhæf við náttúrulegar aðstæður.

Og ef mikill fjöldi eldisfiska æxlast við villtan stofn, er hætta á að minni hæfni geri stofninn viðkvæman fyrir fæðuskorti, pestum eða rugli áttun þeirra, og að hann deyji út.

Erfðablöndun er nauðsynleg, og gerist náttúrulega meðal laxa, en hún getur líka dregið stofna niður. Sérstaklega ef fjarskyldir stofnar eins og íslenskur og norskur eldislax makast.

Þetta hefur verið vandlega rannsakað í fjölda tegunda, og er ástæðan fyrir því að sérfræðingarnir á Veiðimálastofnun hringja viðvörunarbjöllum.

Arnar Pálsson, 15.8.2014 kl. 15:12

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar!

Hvað er Aríi, blökkumaður og asíubúi annað en ólíkir kynstofnar;

þó að þeir séu allir mennskir?

https://www.youtube.com/watch?v=gy7Hqk-Vgsc

Ég geri mér grein fyrir því að genablöndun á milli þessara kynstofna er ekki hættuleg í þeirri merkingu þess orðs.

ÉG MYNDI NÚ SAMT VILJA HALDA HVÍTA KYNSTOFNINUM HREINUM.

Hvaða eiginleika /útlitseinkenni viljum við rækta eða ná fram í framtíðinni hjá mannfólkinu? (það þarf ekki endilega að tengja þessi fræði við nazisma en við höfum alltaf frjálst val).

Jón Þórhallsson, 15.8.2014 kl. 16:33

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Kynstofnar, á ensku kallaðir races, var skilgreint sem AÐSKILDIR OG AÐSKILJANLEGIR hópar. Linneus skilgreindi þessa hópa sem tegundir. 

En líffræðilega er ekki hægt að flokka fólk í hópa, mannfólk myndar eina samfellu. Sumir eiginleikar eru algengari hér en þar, en 95% af breytileikanum er sá sami allstaðar.

Hér eru fréttir fyrir þig sem hefur áhyggjur af hreinleika "hvíta kynstofnsins". Fyrir um 30.000 árum æxluðust forfeður Evrópubúa og asíubúa við Neanderdalsmenn. Því eru Afríkumenn hreinasti "kynstofn" jarðar, og við hin erum öll með "ERFÐAMENGUN" frá Neanderdals. 

Arnar Pálsson, 15.8.2014 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband