Leita í fréttum mbl.is

Ruglumbull kennt í sköpunarsinnaskóla á Bretlandi

Menntakerfi hérlendis er gott að því leyti að lítill munur er á milli skóla, hvað varðar efnistök og áherslur. Þetta sést meðal annars í PISA könnuninni, að dreifni í einkunum nemenda er ekki mikill á milli skóla, alveg eins og á norðurlöndunum. Nemendur geta flust á milli skóla án þess að námsefnið sé mjög ólíkt.

Þessu er ekki svo farið allstaðar. Í Bandaríkjunum er fáránlegt kerfi, þar sem grunnskólar eru fjármagnaðir af fasteignagjöldum. Aðbúnaður, menntun kennara og gæði námsefnis fer því nær algjörlega eftir því hversu efnuðu hverfi börn fæðast í. Þeir sem fæðast í fátæku hverfi fá versta aðbúnaðinn og verst borguðu kennaranna.

Í Bretlandi er líka annað dapurt dæmi um mismun í menntun. Þar eru reknir nokkrir kristnir skólar fyrir unglinga, svokallaðir Accelerated Christian Education (ACE) þar sem náttúrufræði og vísindakennslu er sérlega ábótavant.

Þar er til dæmis fjallað mikið um biblíulega sköpun, á jörð og lífríkinu. Sem stenst enga skoðun gengur þvert á náttúruvísindi síðustu aldar.

Einnig er nemendum kennt að snjókorn hafi rafhleðslur, sem megi nýta til  búa til rafmagn. Rökin fyrir þessu er sótt í biblíuna. Dæmi úr kennsluefninu:

Job 38:22, 23 states, ‘Hast thou entered into the treasures of the snow? or hast thou seen the treasures of the hail, which I have reserved against the time of trouble, against the day of battle and war?’ Considering this scripture, some scientists believe that a tremendous power resides untapped within the water molecules from which snowflakes and hailstones are made.

Það þarf ekki að benda á að í rafmagnsverkfræði við HÍ er biblían ekki kennslubók. 

Annað dæmi er um ruglumbull er sú lexía að jörðin sé umlukin vetnis hvelfingu, sem leiði til myndunar bleiks litar sem örvi taugaboðefni í fólki.

Researchers have discovered that the hydrogen canopy that may have enclosed Earth before the Flood had some very interesting effects on plant and animal life. The hydrogen in the canopy absorbed blue light, but radiated red light, so the sky was pink rather than blue! Not only did pre-Flood man see the panorama of Creation “through rose-colored glasses,” but the pink light had a definite effect on his mind and body. Modern scientists have discovered that pink light stimulates the adrenal glands to secrete a hormone called norepinephrine.

Þetta er samsuða af þvottekta gervivísindum og biblíubabli skreytt með nýtísku vísindaorðum.

Það sem mestu máli skiptir er að þetta er ekki bundið við einn eða tvo skóla, sem sérvitringar senda börnin sín í.

Námsefni þetta er kennt í 6000 skólum í 145 löndum. 

Við höldum að þekkingin geti bara aukist og mannkynið verði sífellt skynsamara og skynsamara, amk sem heild.

Nei, í veröldinni okkar er þörf á stanslausri baráttu til að varðveita þekkinguna og viðhalda virðingunni við sannleikanum.

Ef trúarhreyfingar nútímans vilja láta taka sig alvarlega af fólki og stofnun samfélagsins þá þurfa þær að hoppa uppúr hjólförum hjávísinda og gæta þess að lenda ekki upp á kant við staðreyndir.

Pistill þessi er innblásinn af sláandi og afhjúpandi grein í The Guardian, eftir ungann mann sem gekk í ACE skóla, en hóf áratug síðar rannsókn á ACE menntun og skólum.

Ítarefni:
25. september  2014 The Guardian Pseudoscience I was taught at a British creationist school

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Heldur þú Arnar að fyrir kannski tuttugu árum eða svo að það hafi ekki verið eitthvað kennt í HÍ sem í dag fólki finnst vera frekar kjánalegt?

Þetta sem er síðan vitnað í þá er fjallað um staðreyndir og síðan sagt að sumir vísindamenn halda að hitt og þetta sé hægt. Heldur þú að það sé rangt að það séu engir menn sem með háskólagráður sem hafa haldið að þetta sé mögulegt?

Er það vísindalegt að afskrifa hugmyndir án þess að rannsaka? 

Segðu mér að lokum, ef þú myndir telja topp tíu háskóla í heiminum hverjir stofnuðu þá? Voru það guðleysis Darwinistar eða kristnir sköpunarsinnar?

Mofi, 1.10.2014 kl. 12:42

2 identicon

Þvælan sem kemur upp úr mofa er akkúrat eins og steypan í þessum sköpunarheilaþvottsdellu.

Það er alveg klárt að ef eitthvað vit væri í þessu sköpunar og biblíutuði, þá væru vísindin fyrst til að samþykkja það; en málið er að ekkert styður við þvæluna í sköpunarsinnum... sterk orð frá mofa með að afskrifa hugmyndir án þess að rannsaka; það er akkúrat það sem hann gerir, hlustar bara á eina hlið, Guddi did it og það er eilíft líf í lúxus fyrir þá sem gleypa glópabullið

DoctorE (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 14:34

3 identicon

Þetta væri alveg fréttnæmt og áhugavert, og auðvitað áhyggjuefni, ef við værum að tala um til dæmis Bandaríkin, en við erum að tala um Bretland, þar sem þúsundir og þúsundir barna fá daglega uppfræðslu sem er ekki bara óvísindaleg, heldur andstæð lýðræðislegum gildum, mannréttindum og ógn við velferð samfélagsins. Ástandið er svo að verða enn verra í Þýskalandi. Við ættum að láta Kanann um svona lúxusáhyggjur hérna í Evrópu og einbeita okkur að alvöru vandamálum. http://www.cbn.com/cbnnews/world/2014/June/Trojan-Horse-UK-Fears-Islamic-Takeover-of-Schools/ En höfum við hugrekki og heiðarleika til þess? Efast um það.

Reader (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 19:17

4 identicon

Ég bjó sjálfur í Bretlandi og aldrei hitti ég sköpunarsinna og ekki marga "sannkristna" menn. En ég hitti þar marga sem vilja afnema stjórnvöld landsins, takmarka kvenréttindi, fangelsa samkynhneigða og deyða "villutrúarmenn". Það eru þó fáir sem þora að hrófla við þeim hugsunarhætti, af ótta, afþví við erum að tala um fólk sem kann að verja sig og bíta frá sér, ólíkt þessum kristnu risaeðlum.

http://www.cbn.com/cbnnews/world/2014/June/Trojan-Horse-UK-Fears-Islamic-Takeover-of-Schools/

Reader (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 19:20

5 identicon

Fattaði ekki þetta væri linkur frá CBN, en þeir eru hundruðir betri út um allt netið og rannsóknarskýrslur líka ef fólk kærir sig um. http://www.newsweek.com/are-british-muslim-schools-teaching-hatred-254835 Að hafa sérstakar áhyggjur af kristnum risaeðlum þegar rætt er um málefni lands þar sem þegar er raunverulegur möguleiki er á pólítískri yfirtöku öfgamanna og afnámi mannréttinda í mörgum borgum og bæjum, og þar sem þúsundir og þúsundir barna alast upp við að aðrir hafi ekki rétt til að lifa og læra hluti eins og að myrða þann sem gengur af trúnni, hvort sem hann er bara trúlaus eða fer eitthvert annað, það er bara eins og að einhver hefði verið að kvarta yfir rusli á götum úti eða lélegum ljósaperum í Þriðja ríkinu. Þetta eru áhyggjur fyrir þjóðir sem eru ennþá nokkurn veginn eðlilegar eins og Bandaríkin Norður Ameríku, eða, já, Ísland, en Bretar hafa við verri hluti að glíma.

Reader (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 19:26

6 identicon

Ástandið í Þýskalandi: https://www.youtube.com/watch?v=86s-UWQ1DSI. Múslimskum börnum í hundruðum skóla kennt í skólunum að þau fari til helvítis ef þau fari á diskótek og að ofsækja ákveðna aðra trúarhópa, sem séu bara svín og apar, en ekki menn. Hvort er verra vandamál að börnum sé ekki kennd þróunarkenningin, eins sorglegt og það svo sem er, eða að þeim sé kennt að þeir sem hugsa öðruvísi séu réttdræpir apar?

Reader (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 21:29

7 Smámynd: Mofi

Varðandi Bretland, samkvæmt skoðanakönnunum þá er aðeins um helmingur breta sem aðhyllast Þróunarkenninguna, sjá: http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/4648598.stm og http://www.theguardian.com/science/2009/feb/01/evolution-darwin-survey-creationism

Þó að ég sé ekki þróunarsinni þá samt sé ég ekki einhverja ástæðu til að rakka aðra niður sem eru mér ósammála. Ég lít ekki á það að aðrir hafi aðra skoðun en ég sem einhverja ógn við mig.

Aftur á móti eins og Reader bendir á, ef að það er verið að kenna börnum að annað fólk sé óæðri og jafnvel í lagi að ofsækja það, þá er það eitthvað sem ég hef ekkert umburðarlindi gagnvart. Finnst mjög eðlilegt að vísa þannig fólki úr landi til einhvers lands sem sættir sig við svona hegðun.

Mofi, 1.10.2014 kl. 22:06

8 identicon

Ég hef ekkert á móti því að þú hafir þínar skoðanir, Mofi, en ég er á móti því að mismuna börnum í menntamálum svo þau verði ekki fær um að mynda sér eigin skoðanir sjálf. Fullorðið fólk má trúa því sem það vill, en öll börn ættu að hafa aðgang að ákveðinni grunnþekkingu. Því miður eru það samt lúxusáhyggjur fyrir Bandaríkjamenn, Íslendinga og aðrar eðlilegar þjóðir, en ekki eitthvað sem þjóðir í jafn djúpum skít og Bretar og Þjóðverjar hafa efni á að pæla í og vellta sér upp úr, og ekki neitt sem neinum sem er ekki sama um þessar þjóðir myndi beina athyglinni að um þessar mundir. Maður gæti þá alveg eins farið til Íraks í núverandi ástandi sínu og byrjað að kvarta yfir því að Írakar skuli ekki flokka betur sorp og hneyskalst yfir skorti þeirra á umhverfisvitund. Jú, jú, það er alveg sorglegt, en það er bara ekki eitthvað sem skiptir beinlínis máli akkurat á meðan mannslíf eru í hættu, og málið er orðið það alvarlegt í Bretlandi og Þýskalandi. Það sem er verið að kenna í sumum þessum sharia skólum er beinlínis ógn við líf manna. Ástandið er lítið skárra í Frakklandi þar sem mjög stutt er síðan menn aldir upp í svona skóla voru að myrða gyðinga á götum úti.

Reader (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 02:25

9 identicon

Ég er ekki sammála því að það eigi að vísa þeim úr landi sem kenna börnum ofbeldi og því miður hefðu sumir þeirra þá ekkert ríkisfang því einhver talsverður hluti er flóttamenn eða afkomendur flóttamanna. En það á að herða hegningarlög og fangelsa menn sem herða slíkt, svo þeir séu ekki að ógna lífi annarra.

Reader (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 02:29

10 Smámynd: Mofi

Reader
Ég hef ekkert á móti því að þú hafir þínar skoðanir, Mofi, en ég er á móti því að mismuna börnum í menntamálum svo þau verði ekki fær um að mynda sér eigin skoðanir sjálf.

Ef þú fræðir um mismunandi afstöður sem fólk hefur þá gerist það ekki. En ef þú segir þeim að þín skoðun er hinn vísindalegi sannleikur og rakkar niður alla þá sem eru þér ósammála þá ertu að heilaþvo.

Varðandi að vísa fólki úr landi, þegar fólk eru innflytjendur þá finnst mér það ekki hafa mikinn rétt á því að búa í viðkomandi landi ef það virðir ekki gildi og lög þess lands.   Náttúrulega, erfiðara þegar viðkomandi er orðinn ríkisborgari viðkomandi lands.

Mofi, 2.10.2014 kl. 07:56

11 identicon

Trú á ekki að vera í skólakerfinu nema sem fræðsla um helstu trúarbrögð, sögu þeirra blah.
Að einhver sköpunarvitleysa sé kennd er alger fásinna; þeir foreldrar sem vilja slíkt verða einfaldlega að fara í kirkju með börnin

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 14:40

12 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Mófi

Vísindaleg þekking byggist upp á einu grundvallaratriði.

Að fólk vinni vísindalega, sem felur í sér að það sætti sig ekki við yfirnáttúrulegar útskýringar.

Auðvitað er ekki allt sem kennt var fyrir 20 árum, kennt enn í dag. En það sem er ekki kennt lengur, er farið af dagskránni af því að betri náttúrulegar útskýringar hafa fundist á þeim fyrirbærum sem um er rætt. Þekkingin sem kennsluskrá byggir á og kennd er í Háskólum safnast upp með vísindalegum aðferðum, og prófunum. Ekki með því að fletta upp í Talmud eða Norrænu goðafræðinni.

Þú spyrð:

Er það vísindalegt að afskrifa hugmyndir án þess að rannsaka? 

Svarið er já, ef hugmyndin er nægilega vitlaus. Og því miður er nóg af slíkum hugmyndum í boði í sköpunarsinnaskólunum sem þú kýst að verja. Þú ættir að krefja postula þessa hóps um að hugsa og bæta sitt ráð, frekar en að verja ruglumbullið.

Og segir

ef þú myndir telja topp tíu háskóla í heiminum hverjir stofnuðu þá? Voru það guðleysis Darwinistar eða kristnir sköpunarsinnar?

Það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða trúar stofnendur bestu skóla heims, frekar en hvað þeir borðuðu í morgunmat eða hvernig þeir kusu að haga sínu kynlífi.

Kjarninn í vísindum er ekki fólkið, heldur aðferðin, tilgáturnar, prófin og staðreyndirnar.

Arnar Pálsson, 2.10.2014 kl. 16:30

13 Smámynd: Mofi

Arnar
Að fólk vinni vísindalega, sem felur í sér að það sætti sig ekki við yfirnáttúrulegar útskýringar

Þannig að ef yfirnáttúra er sannleikurinn, þá eru þín gerð af vísindum búin að sjá til þess að finna aldrei sannleikann?

Reyndu síðan að muna, ályktun um hönnun er ekki hið sama og yfirnáttúra.

Arnar
Auðvitað er ekki allt sem kennt var fyrir 20 árum, kennt enn í dag. En það sem er ekki kennt lengur, er farið af dagskránni af því að betri náttúrulegar útskýringar hafa fundist á þeim fyrirbærum sem um er rætt.

Þannig að ég ætti ekki að afskrifa Þróunarkenninguna vegna þess að einhver þróunarsinni kom með kjánalega hugmynd fyrir einhverju síðan?   Ef þú segir já, ætti þá ekki hið sama að gilda um þig?

Arnar
Svarið er já, ef hugmyndin er nægilega vitlaus.

Mannstu eftir einhverjum hugmyndum sem vísindasamfélagið hló að en síðan reyndust réttar?

Samt skil þig vel og í rauninni sammála, bara tel að maður þarf að vera mjög varkár í svona efnum.

Arnar
Þú ættir að krefja postula þessa hóps um að hugsa og bæta sitt ráð, frekar en að verja ruglumbullið.

Ég er ekki að verja bull og fyrir mitt leiti vil ég geri enn hærri kröfur á þá sem flokka sig sem sköpunarsinna  þegar kemur að heiðarleika og vönduðum vinnu aðferðum.

Ef að greinarhöfundur hefði komið með einhver alvöru dæmi um skóla sem kenna eitthvað sem er rangt þá myndi ég senda þeim póst og kvarta.

Arnar
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða trúar stofnendur bestu skóla heims, frekar en hvað þeir borðuðu í morgunmat eða hvernig þeir kusu að haga sínu kynlífi.

Þegar þú lætur sköpunarsinna vera óvini vísinda þá finnst mér eðlilegt að skoða aðeins söguna og það hlýtur að tala til flestra að aðal háskólar heimsins voru stofnaðir af sköpunarsinnum. Það ætti að segja eitthvað um hve miklir óvinir sköpunarsinnar eru vísindum. Þá á ég við alvöru vísindum, ekki hugmyndafræði sem er búin að ákveða fyrirfram svörin.

Mofi, 2.10.2014 kl. 16:57

14 identicon

Þó svo að einhverjir stofnendur einhverra skóla fyrr á tímum hafi verið sköpunarsinnar þá segir það ekkert til um sannleiksgildi sköpunarruglsins, segir bara til um þá þekkingu/vanþekkingu sem menn voru með á þeim tíma.
Biblían byggir einmitt á hugmyndum með fyrirfram ákveðin svör, engar sannanir..
Fyndið að mofi segist setja hærri kröfur á sköpunarsinna um vönduð vinnubrögð.. ég hef aldrei séð vönduð vinnubrögð hjá sköpunarsinnum, ekki í eitt einasta skipti; bara eitthvað rugl út í loftið innbundið með tilfinningavæli og hreinum og klárum lygum

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 17:30

15 Smámynd: Arnar Pálsson

Arnar

Að fólk vinni vísindalega, sem felur í sér að það sætti sig ekki við yfirnáttúrulegar útskýringar

Mofi

Þannig að ef yfirnáttúra er sannleikurinn, þá eru þín gerð af vísindum búin að sjá til þess að finna aldrei sannleikann?

Auðvitað. Vísindaleg aðferð getur ekki metið yfirnáttúrulegar tilgátur.

Kjarninn í aðferðinni er afsannanleiki. Guðleg inngrip eða "af því bara" svör biblíunar eru ekki afsannanleg, og því vita gagnslaus sem tilgátur.

Vísindin þrífast á tilgátum, og þær eru margar kjánalegar. Það eru líka vitlausar tilgátur í vísindum, jafnvel hlægilega vitlausar.

Munurinn á sköpunarsinnum og vísindamönnum er sá að þeir síðarnefndu hafa leið til að hafna sínu vitlausu tilgátum. Sköpunarsinnar meðtaka allskonar kjaftæði ef það er með biblíulega skírskotun, samanber dæmin í pistlinum hér að ofan.

Mér þykir fullyrðing þín um kröfur á heiðarleika sköpunarsinnar sé í skarpri andstöðu við gögnin (þ.e. ruglumbullið sem þeir framleiða).

Hef engu að bæta við um gömlu sköpunarsinnana og skólanna, því þú tuggðir bara sömu staðhæfingu aftur.

Það er ekki nóg að endurtaka setningar til að þær öðlist sannleika.

Arnar Pálsson, 3.10.2014 kl. 11:05

16 Smámynd: Mofi

Arnar
Auðvitað. Vísindaleg aðferð getur ekki metið yfirnáttúrulegar tilgátur.

Ég væri ekki mjög ánægður með að hanna mína aðferð þannig að hún útiloki eitthvað sem getur verið satt. 

En eins og ég sagði, að greina hönnun er ekki hið sama og yfirnáttúra.

Arnar
Munurinn á sköpunarsinnum og vísindamönnum er sá að þeir síðarnefndu hafa leið til að hafna sínu vitlausu tilgátum.

Ertu að segja að Louis Pasteur og Gregor Mendel voru ekki vísindamenn?

Arnar
Sköpunarsinnar meðtaka allskonar kjaftæði ef það er með biblíulega skírskotun, samanber dæmin í pistlinum hér að ofan.

Findist þér eðlilegt af mér að flokka alla þróunarsinna sem vitleysinga af því að einhver þeirra sagði fyrir einhverjum árum eitthvað heimskulegt?

Arnar
Mér þykir fullyrðing þín um kröfur á heiðarleika sköpunarsinnar sé í skarpri andstöðu við gögnin (þ.e. ruglumbullið sem þeir framleiða).

Ef þú getur komið með alvöru gögn fyrir vitleysu hjá sköpunarsinnum þá endilega komdu með það.  Þá á ég við þeim sem eru framarlega í þessu, þeir doktorar sem eru hjá www.creation.com og www.answersingenesis.org og www.icr.org

Að finna einhverja vitleysinga einhversstaðar finnst mér bara kjánalegt; það er lítið mál fyrir mig að finna vitleysu sem einhverjir þróunarsinnar hafa látið út úr sér.

Arnar
Hef engu að bæta við um gömlu sköpunarsinnana og skólanna, því þú tuggðir bara sömu staðhæfingu aftur.

Það segir þér ekkert um hvort að sköpunarsinnar séu einhverjir óvinir vísinda að það voru þeir sem stofnuðu virtustu háskóla heims?

Mofi, 3.10.2014 kl. 11:21

17 identicon

Allir sköpunarsinnar sem hafa aðgengi að þeim upplýsingum sem við höfum í dag en eru samt sköpunarsinnar.. eru vitleysingar.
Þessar síður sem Mofi linkar á.. eru síður vitleysinga, það eina sem þeir standa framarlega í er vitleysa og fávitaskapur!
End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband