Leita í fréttum mbl.is

Sexhyrningar í GPS kerfi heilans

Edvard og May-Britt Moser fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og lífeðlisfræði, ásamt John O´Keefe.

Moser hjóninn unnu nýdoktoraverkefni hjá O´Keefe, og uppgötvuðu frumur sem hjálpa rottum að skynja umhverfi sitt. Þau festu rafnema í heila á rottum og skoðuðu hvenær ákveðnar taugar í heilanumvirkjuðust. Myndin hér á neðan sýnir virkjun tauganna þegar rottan var á ferð um lítið búr. Taugarnar virkjuðust þegar rottan var á vissum stöðum í búrinu, og mynda reglulegt mynstur sexhyrninga. Þetta kerfi hjálpar rottum, og þróunarlega skyldum dýrum að vita hvar einstaklingurinn er staddur í umhverfi sínu.

fig1_rufuspath_black_grey.jpg Myndin er af vef Kavli rannsóknastöðvarinnar sem Moser hjónin reka við Þrándheimsháskóla.

Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfi þeirra hjóna geta skoðað vefsíðu þeirra betur (hér að ofan) eða lesið nýlega yfirlitsgrein í Nature.

Alison Abbott 6. október 2014 Neuroscience: Brains of Norway Nature 514, 154-157 doi:10.1038/514154a

 


mbl.is Fengu Nóbelinn fyrir GPS-tæki heilans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband