Leita í fréttum mbl.is

Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn

Fræðsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga, Líffræðistofu HÍ, Lífvísindaseturs HÍ og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og efnafræði 2014: Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn

Kristján Leósson, eðlisverkfræðingur og

Kesara Anamthawat-Jónsson, prófessor í líffræði

Dagsetning: Fimmtudagur, 30. okt. kl. 12:00

Staðsetning: Salur Þjóðminjasafns Íslands

Ágrip

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði 2014 voru veitt fyrir mikilvægar framfarir í ljóstækni. Eðlisfræðiverðlaunin voru veitt fyrir þróun blárra ljóstvista en með tilkomu þeirra varð mögulegt að nýta ljóstvista m.a. fyrir hvíta lýsingu með mun betri orkunýtingu en hefðbundar ljósaperur. Efnafræðiverðlaunin voru veitt fyrir þróun nýrrar smásjártækni sem byggir á víxlverkun laser-ljóss og flúrljómandi sameinda sem nýta má til að taka myndir með hefðbundinni ljóssmásjá í mun meiri upplausn en áður var talið mögulegt. Þetta hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir rannsóknir í frumulíffræði.  

Um fyrirlesara

Kristján Leósson er framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutæknideildar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Hann hefur starfað við rannsóknir í ljóstækni og hálfleiðaraeðlisfræði í 20 ár, m.a. á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.

Kesara Anamthawat-Jónsson er prófessor í plöntuerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er einnig formaður norræna smásjártæknifélagsins SCANDEM.

--------

Rætt var við  Kristján Leósson í býtinu á Bylgjunni í gær.

(Bítið - Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði á mannamáli. 28.10.14)

Upplýsingar um nóbelsverðlaunin 2014.

Fleiri opin erindi á líffræðilegum nótum - sjá vef Líffræðistofu HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband