Leita í fréttum mbl.is

Kynning á líffræðibókum 19. nóvember

Líffræðifélag Íslands mun standa fyrir kynningu á þremur bókum um líffræðileg efni, sem komið hafa út á árinu 2014.

Bækurnar sem um ræðir eru:

Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson,

Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson og

Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson og Lovísu Ásbjörnsdóttur.

Höfundar munu kynna bækur sínar þann 19. nóvember, í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (frá 17:30 til 18:00).

Fyrst flytja Guðmundur, Snorri og Erling stutt ávörp og ræða efni bóka sinna, og svo gefst gestum tækifæri á að ræða við þá og njóta léttra veitinga.

Bækurnar verða til sölu á tilboðsverði.

Nánari upplýsingar síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband