Leita í fréttum mbl.is

Plat"vísinda"rit og svindl á alnetinu

Á alnetinu má finna margt misjafnt. Þar er ótrúleg gylliboð um frægð, fé og lengri útlimi. Þar eru einnig beitur fyrir vísindafólk, eða fólk sem heldur að það séu að stunda vísindi.

Vísindaleg samfélög og útgefendur birta tímarit sín á netinu, sum gegn áskrift en önnur ókeypis. Mörg þeirra sem ókeypis eru, rukka höfunda um vinnslugjald vegna kostnaðar við útgáfuna. Sjá t.d. Plos One

Frétt mbl.is um nýlega tilraun Alex Smolyanit­sky sem sendi bull rann­sókn­ til tveggja tímarita sem þóttust vera fræðileg – The Journal of Computati­onal In­telli­gence and Electronic Systems og Aper­ito Journal of NanoScience Technology.

Þau samþykktu uppspuna hr. Smolyanit­sky án athugasemda, sem segir okkur að yfirlestur og ritstýring hafi verið í skötulíki.

Það er hins vegar alrangt sem gefið er í skyn í frétt mbl.is að öll opin tímarit séu sama marki brennd.

Stór meirihluti þeirra er með afburða fagmennsku, og nokkur hafa unnið sér inn orð sem topp tímarit í sínum faggreinum.

Þeir sem falla í gildrur sem þessar og senda greinar í rusltímarit, standa ekki undir nafninu vísindamenn.

Þeir sem halda að brella Smolyanit­sky afhjúpi galla opinna tímarita oftúlka hrekkinn.

Til viðbótar, í umfjöllun mbl.is misritaðist titill greinarinnar, hann er “Fuzzy”, Homogeneous Configurations.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 4. mars 2013 Ný opin tímarit á sviði líffræði

Arnar Pálsson | 14. ágúst 2013 Jökli var rænt

Arnar Pálsson | 18. janúar 2012 Gömul viðskiptaveldi og nútíminn


mbl.is Birtu rannsókn Simpsons persóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar; ertu tilbúinn að kyngja því opinberlega að við jarðarbúar séum ekki einir í alheimnum?

Fact or fiction?

https://www.youtube.com/watch?v=Orbiz10j-9k

Jón Þórhallsson, 8.12.2014 kl. 18:21

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Jón Þórhallsson

Nei, sögusagnir ganga í berhögg við þær staðreyndir sem liggja á borðinu.

Fiction.

Arnar Pálsson, 11.12.2014 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband