Leita í fréttum mbl.is

Frænka alnæmisveirunnar fannst hérlendis

Alnæmisveiran er ein viðskotaversta veira sem mannkynið tekst á við. Andstætt flestum öðrum veirum veldur hún hægri sýkingu. Þannig að fólk getur verið með sýkt, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. Sýktir einstaklingar geta því smitað aðra óaðvitandi um eigin sjúkleika. Alnæmisveiran (HIV) telst til lentiveira, sem valda hæggengum veirusýkingum.

mvv_growth_visnavirus.jpgLentiveirur voru hins vegar velþekktar þegar HIV einangraðist. Sérfræðingar á Keldum undir stjórn Björns Sigurðssonar forstöðumanns tókust á við sérkennilegar sýkingar í íslensku sauðfé um miðbik síðustu aldar. Björn var afburða snjall vísindamaður og leiddi að því líkur að pestirnar mæði og visna voru veirusjúkdómar. Hann fékk veirufræðinginn Halldór Þormar til liðs við sig, og þeim tókst að rækta veirurnar í frumurækt (sjá mynd) og staðfesta tilgátur Björns.

Halldór Þormar mun fjalla um þessar tímamóta rannsóknir, og skyldleika Mæði-visnuveirunnar og alnæmisveirunnar í erindi þriðjudaginn 20 janúar 2015. Úr tilkynningu:

Vísindauppgötvanir á Íslandi tengdar veirusjúkdómum í sauðfé og mikilvægi þeirra fyrir skilning á alnæmisveirunni eru meginefni erindis sem Halldór Þormar, prófessor emeritus í frumulíffræði við Háskóla Íslands,  flytur í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 20. janúar kl. 12.10. Um er að ræða þriðja erindið í nýrri fyrirlestraröð á vegum Háskóla Íslands sem nefnist Vísindi á mannamáli. 

Blessunarlega hafa rannsóknir og forvarnir gert okkur kleift að stemma stigu við alnæmisfaraldrinum á vesturlöndum og hægja á honum í Afríku. En rétt eins og í tilfelli Eboluveirunnar, þá er mikilvægast að berjast við sjúkdóminn þar sem smithættan er mest og dauðsföllin flest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband