Leita í fréttum mbl.is

G. Ledyard Stebbins átti afmæli

Þróunarfræðin gekk undir mikla samþættingu um miðja síðustu öld. Þá hafði stofnerfðafræðin komið til skjalan og byggt grunn undir þróunartilgátur Darwins. En aðrir hlutar líffræðinnar voru misvel samræmdir við þróunarkenninguna.

Plöntulíffræði, frá litningarannsóknum til líflandafræði var dálítið sér á parti, á meðan dýrafræðingar voru fljótir til að skoða sín gögn í ljósi þróunarkenningarinnar.

Einn maður átti mestan þátt í því að samræma þróunarfræði og plönturannsóknir, G. Ledyard Stebbins. Í gær (19. janúar) voru 109 ár síðan hann fæddist og í ár eru 65 ár síðan bók hans Variation and evolution in Plants kom út. Hann byrjaði ungur að safna plöntum og ákvað strax á öðru ári í háskóla að leggja rannsóknir á þeim fyrir sig. Stebbins stundaði fyrst rannsóknir á litningum Paenoíu blóma og byrjaði snemma að bera saman tegundir. Hann var mjög naskur á fjölbreytileika plönturíksins og duglegur að greina blóm.

Svo víðtæk var þekking hans, að sagt var að hann virtist þekkja hverja einustu plöntu í heiminum, ekki bara vísindalega heldur einnig persónulega.

Brennandi áhugi og helgun sem einkenndi Stebbins er einmitt lykillinn að frjóu og gjöfulu vísindastarfi. Tilfinningar eru mikilvægar fyrir vísindin, því þær drífa áfram frjótt og forvitið fólk.

Ítarefni:

CAROL KAESUK YOON New York Times 21. jan 2000. Ledyard Stebbins, 94, Dies; Applied Evolution to Plants

Peter H. Raven,  PNAS G. Ledyard Stebbins (1906–2000): An appreciation vol. 97 no. 13 6945–6946, doi: 10.1073/pnas.97.13.6945


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband