Leita í fréttum mbl.is

Erindi um skipulag og áherslur í norðurslóðarannsóknum

a_141.jpg
Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um skipulag og áherslur í norðurslóðarannsóknum (ICARP III)
The Third International Conference on Arctic Research Planning (ICARP III)

Ingibjörg S. Jónsdóttir
prófessor í vistfræði er fulltrúi Íslands í mikilvægri nefnd um norðurslóðarannsóknir og mun fjalla um ráðstefnu sem er á döfunni.

Erindið verður á íslensku eða ensku, eftir íslenskukunnáttu gesta.

Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) hefur leitt alþjóðlegar ráðstefnur um skipulag og áherslur í norðutslóðarannsóknum á 10 ára fresti og nú er sú þriðja í undirbúningi, ICARP III í samstarfi við fjölmargar aðrar vísindanefndir og samtök sem sinna málefnum norðurslóða. Í erindinu mun hún kynna starfsemi IASC og segja frá umfangsmiklum undirbúningi ICARP III sem staðið hefur í tvö ár.

Meiri upplýsingar um IASC: iasc.info og um ICARP III: iasc.icarp.info

Mynd af krækilyngi, Arnar Pálsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnar. Ég var að lesa blogg Guðrúnar Bergmann, og setur höf. sem hún vitnar í, fram fullyrðingar, sem ég held að séu ekki réttar. Þar sem enginn dýralæknir er á blogginu, leyfi ég mér að spyrja þig um þetta:

"Sú fjölbreytta flóra sjúkdóma sem herja á mannkynið, alvarleiki margra þeirra og þjáningarnar sem fólk upplifir eiga aðeins við mannkynið. Í náttúrunni fæðast dýr, ferðast, éta, eðla sig og deyja af elli, meiðslum eða fyrir kjafti annarrar skepnu. Þar er ekkert krabbamein, hjartasjúkdómar, sykursýki, þunglyndi og sjálfsónæmissjúkdómar. Þessir sjúkdómar eru sérkenni mannkyns. Við greiðum háu gjaldi fyrir að fjarlægjast náttúruna og leggja jörðina undir. Náttúran líður nú afleiðingarnar og jörðin er í útrýmingarhættu.”

(HREINT MATARÆÐI fyrir líkama og sál eftir úrúgvæska hjartasérfræðinginn Alejandro Junger) 

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 19:22

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Ingibjörg

Þessar fullyrðingar um "ekkert krabbamein, hjartasjúkdómar, sykursýki, þunglyndi og sjálfsónæmissjúkdómar" herji á dýr eru rangar.

Krabbamein hafa fundist í mörgum dýrum.

http://www.cancerquest.org/cancer-in-animals-introduction.html

einnig hjartasjúkdóma

http://csu-cvmbs.colostate.edu/vth/small-animal/cardiology/Pages/heart-disease.aspx

sykursýki,

http://www.vetmed.wsu.edu/ClientED/diabetes.aspx

og sjálfsofnæmi

http://www.vcahospitals.com/main/pet-health-information/article/animal-health/autoimmune-skin-disease-in-dogs/944

og það eru jafnvel vísbendingar um þunglyndi eða amk depurð í dýrum

http://news.nationalgeographic.com/news/2012/10/121004-animals-depression-health-science/

Kjarninn í málflutningum er að umhverfisþátturinn - þ.e. næring valdi öllum þessum sjúkdómum. Rétt er að umhverfisþættir hafa áhrif á þá alla, en mismikið eftir sjúkdómum og umhverfisþættinum. Það er alls engin trygging fyrir heilbrigði að borða hollan mat, eða fylgja kúr gúrús A.

Af þeim sjúkdómum sem upp eru taldir er sykursýkin líklega sú sem er undir mestum áhrifum frá ofneyslu fæðu og hitaeininga. Yfirvigt, manna og dýra eykur verulega líkurnar á áunninni sykursýki.

Arnar Pálsson, 28.1.2015 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband