Leita í fréttum mbl.is

Af rostungum og höfðingjum

Fjallað var um rostunga að fornu og nýju í Samfélaginu nýlega. Rætt var við Bjarna Einarsson fornleifafræðing. Af vef RÚV (Rostungstönn þyngdar sinnar virði í gulli).

Náttúruminjasafn Íslands og Líffræðistofa Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um rannsóknasamstarf á fornlíffræði rostunga við Ísland. Vísindamennirnir sem koma að þessum rannsóknum koma úr ýmsum greinum vísinda, erfðafræði jarðfræði og fornleifafræði.

Meginmarkmið rannsóknarinnar, sem felur m.a. í sér aldursgreiningu beina, svipfarsgreiningu þeirra og erfðagreiningu, er að varpa ljósi á fornlíffræði rostunga hér við land, útskýra aldur þeirra, jarðsögulega stöðu, líffræði og hugsanleg tengsl við rostungsstofna annar staðar í norðanverðu Atlantshafi. Gagnasafnið sem liggur til grundvallar rannsókninni nær til beinaleifa um 50 rostunga sem fundist hafa hér við land á undaförnum 100 árum eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband