Leita í fréttum mbl.is

Þeir framleiða efa - og okkur mun blæða

Umfjöllun NY Times og Mbl.is um vísindamann sem gagnrýndi loftslagsvísindin, á meðan hann þáði háar fjárhæðir frá eldsneytisfyrirtækjum, er mjög afhjúpandi.

Aðferðirnar eru svipaðar því sem tóbaksiðnaðurinn notaði, við að framleiða og viðhalda efasemdum um traustar vísindalegar niðurstöður, sem bentu á skaðsemi reykinga.

Nú nota fyrirtæki í olíu og gasgeiranum keypta "sérfræðinga" og allskonar miðla, fréttaveitur og samtök til að berjast fyrir hagsmunum sínum. OG á móti hagsmunum fólks og jarðarinnar.

Fjallað er um þetta í myndinn Merchants of doubt sem sýnd verður í Bíó Paradís 26. feb (á fimmtudaginn).

merchants-of-doubt-poster-203x300

Sýningin er í boði jörð 101 (EARTH101) sem nokkrir einstaklingar sem umhugað er um loftslagsmálin hafa sett saman.

Í vikunni er líka boðið upp á margvíslega viðburði um loftslagsmálin. Sjá dagskrá:

February 25th – University of Iceland, Reykjavík:

The Ostrich or the Phoenix?: Dissonance or creativity in a changing climate

A lecture by Kevin Anderson, Professor of Energy and Climate Change at the University of Manchester and former Director of the Tyndall Centre for Climate Change Research on the topic of confronting climate change. More information…

February 26th - Bíó Paradís, Reykjavík’s art-house cinema:

Merchants of Doubt: Screening and Q&A with Erik Conway

Earth101, in collaboration with Stockfish, European Film Festival in Reykjavik, presents the special screening of Robert Kennar’s shocking documentary Merchants of Doubt followed with a Q&A session with Professor Erik Conway, co-author, with Naomi Oreskes, of the famous book criticizing the deliberate production of misleading knowledge on climate change by stakeholders in the fossil fuel industry. More information…

February 27th - Bíó Paradís, Reykjavík’s art-house cinema:

Action4Climate: Global Documentary Challenge Winners

Earth101, in further collaboration with Stockfish, European Film Festival in Reykjavik, presents the screening of prize-winning films from the Action4Climate project, a global documentary challenge, developed and supervised by the Connect4Climate campaign of the World Bank, followed by a panel discussion on the project and its results. More information…

March 1st – University of Iceland, Reykjavík:

Hot future, cold war: Climate science and climate understanding

A conference moderated by Icelandic climatologist Halldór Björnsson with lectures by Gavin Schmidt, climatologist and director of NASA GISS, Erick Fernandes, an Adviser on Agriculture, Forestry & Climate Change at the World Bank, Kevin Anderson, Deputy Director of the Tyndall Centre for Climate Change Research, Erik Conway, professor at Caltech and co-author of Merchants of Doubts with Naomi Oreskes, as well as Guðni Elísson, director of the Earth101 project and professor at the University of Iceland. More information…


mbl.is Afneitunarsinni á olíuspena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig væri að afhjúpa málflutning Willie Soo í stað þess að vera með svona bull. 

Ótal dæmi eru um hagsmunatengsl í rannsóknum en niðurstöðum rannsóknanna er ekki þar með sópað af borðinu. 

Þú gerir tilraun til þöggunar með þessum pistli og það er þér ekki til sóma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2015 kl. 19:36

2 identicon

Hvort ertu, kæri leigubílstjóri Gunnar T. Gunnarsson, að tala um verkfræðinginn Willie Soon eða kínverska leikarann Willie Soo Hoo?

Hversemer (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 20:44

3 identicon

Þessi gaur er bara toppurinn á ísjaka þeirra "vísindamanna" sem eru auðkeyptir. Vísindamenn þurfa jú líkt og aðrir, eins og allkunna er, að selja vinnu sína.

Það eru ótal dæmi um hvernig kennarar við HÍ hafa kinokað sér við að gagnrýna viðtekinn pólítískan þvætting.

Þeir tilheyra líkast til neðri hlutinn á ísjakanum.

Það að vera vísindamaður felur í sér nákvæmlega ekkert siðferðilegt vægi, eitt og sér.

En hvur veit nema þessum svikahrappi takist fyrir vikið að koma genum sínum á framfæri með langtum betri hætti en meðaltal vísindamanna er fær um.

Jóhann (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 22:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég svara ekki röddum úr myrkrinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 01:58

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Gunnar

Það er marg kortlagt að þeir sem eru með háværastar andbárur gagnvart loftslagsvísindum og megin niðurstöðu þeirra (hnattræn hlýnun af mannavöldum), eru annað hvort ekki sérfræðingar á sviðinu (stjórnmálafræðingar eða hagfræðingar) eða með mjög augljós hagsmunatengsl (á feitum styrkjum frá þeim fyrirtækjum sem græða á framleiðslu efanns).

Það er ekki þöggun að benda á hverjir fara með rangt mál, eða að afhjúpa augljós hagsmunatengsl sem kasta rýrð á trúverðugleika málflutningsins.

Og ég vísa aftur á tóbaksiðnaðinn, sem framleiddi efa í áratugi með nákvæmlega sömu aðferðum og kolefniseldsneytisbransinn núna.

Og rannsóknarblaðamenn hafa fundið út að það eru sömu fyrirtæki og menn sem unnu fyrir tóbakið sem vinna fyrir olíuna.

Þeir sem bergmála framleiddan efa eru samábyrgir.

Arnar Pálsson, 24.2.2015 kl. 09:04

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhann

Þú berð miklar sakir á vísindasamfélagið, sem ég tel rangar.

Vísindi ganga fyrir margskonar eldsneyti, vel menntuðu fólki, góðri aðstöðu, þekkingargrunni, örvandi fræðasamfélagi, gagnrýnni hugsun og virðingu fyrir aðferð vísinda.

Þau kosta líka í flestum tilfellum peninga, en peningar einir og sér eru ónógir til að framkalla framfarir í vísindum.

Mér þykir ansi alvarlegt að segja að vísindamenn "selji vinnu sína". Þeirra markmið eiga að vera að svara spurningum, þróa aðferðir eða afhjúpa ný lögmál. Stundum eru vísindamenn jú reknir áfram af metnaði og egói, en verk þeirra eru alltaf metin af vísindasamfélaginu. Metnaður er ekki nóg, ef fólk gerir léleg vísindi.

Það er hins vegar rétt hjá þér að

Það að vera vísindamaður felur í sér nákvæmlega ekkert siðferðilegt vægi, eitt og sér.

Menn verða ekkert ósjálfrátt siðferðilega merkilegri við það eitt að gerast vísindamenn.

En vísindalegt samfélag er þannig samsett að það leitar sannleikans, og þótt einstaklingarnir séu ekki siðferðilega sterkari en meðal-Jóna þá getur samfélagið kollvarpað rangindum og svarað brýnum spurningum. Það gefur vísindum (í heild, ekki einstaklingum) sterkt siðferðilegt vægi.

Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, sem einstaklingar og samfélög, forðist og/eða afhjúpi hagsmunaárekstra sem geta aftrað vísindalegri þekkingarleit.

Það er einmitt kjarninn í frétt NY Times.

En eins og umræðan sannar, þá er ekki nóg að vísindamenn hafi fundið svör, það þarf að miðla þeim til samfélagsins og valdhafa.

Þar stendur olíuborinn tóbakshnífurinn í kúnni.

Arnar Pálsson, 24.2.2015 kl. 09:16

7 identicon

Man einhver eftir myndinni "the great global warming fraud" (eða var það "scam"). Henni var vel tekið af iðnaðinum, en svo tætt í spað lið fyrir lið í sjónvarpsþætti.
Við vitum það, að iðnaðurinn hefur lærða menn (hvernig þeir skilgreinast sem vísindamenn er önnur saga) á fóðrum til þess að endurtaka valda hluti út í eitt og veifa titlinum við það. Ég man eftir góðri deilu við "iðnaðarsinna" sem að fannst þetta alveg sjálfsagt. Sá hafnaði alfarið því að sjávarís væri að hopa, og fullyrti að sólvirkni væri að skreppa saman. Þá þarf líka að geta staðið við það, að ásýnd jarðar, og innihald lofthjúps hafi engin áhrif yfirleitt!
En kauða var brugðið, þegar ég veifaði til hans hlekki um áform olíufélaga um boranir á svæðum sem áður voru of hulin ís. Semsagt, sama höndin og borgar einhverjum pappír með stóran kjaft, PHD kannski og snert af sósíópatí...

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 17:45

8 identicon

Það er merkilegt, Arnar Pálsson erfðafræðingur og dósent í lífupplýsingafræði, hvað sumir "vísindamenn" virðast vera ginnkeyptir fyrir bulli í keyptum blaðamönnum.

Þú ættir að vita betur, ágæti erfðafræðingur. NYT er pólitískt málgagn Barack Obama, Bandaríkjaforseta - sem, ótrúlegt en satt, er óþreytandi í árásum á svonefnda "afneitunarsinna".

Ekkert er sem sýnist í heimi stjórnmála og svonefnd "loftslagsvísindi" eru löngu hætt að snúast um vísindi og orðin að hreinræktuðum trúarbrögðum.

Ef þú efast um það nægir fyrir þig að lesa síðustu yfirlýsingu Dr. LoveGuru, fráfarandi formanns IPCC.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 18:25

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Logi, myndin heitir "The great global warming swindle" og hún var EKKI tætt í spað þó sumt í henni hafi verið hrakið. Raunar voru það alarmistarnir sem þurftu að bakka með ýmsar fullyrðingar sínar í kjölfar myndarinnar og reyndu að kenna Al Gore um mistökin, en hann hefur orðið uppvís að tómu bulli um Global Warming. 

Al Gore og fleiri, bæði stjórnmálamenn og "vísindamenn" hafa lifibrauð af því að auka á hysteríuna í sambandi við lítilsháttar hlýnun á jörðinni. (0,7 gráður sl. 150 ár)

Svo þegar minnst er á að hlýnunin hafi nánast staðið í stað sl. 17 ár, þrátt fyrir mikla aukningu co2, þá afneita alarmistarnir því.

Og varðandi IPCC, alþjóðlegu loftslagsnefnd SÞ, þá er mjög stór hluti þeirra sem skrifa upp á þá skýrslu, alls ekki loftslagsvísindamenn og sumir eru ekki með neina gráðu í vísindum, enda bara á 2. og 3. ári í háskóla. Þó nokkuð margir í nefndinni eru aktivistar, m.a. frá Green Peace

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2015 kl. 00:25

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Jón Logi

Ég held reyndar ekki að það þurfi siðblinda doktora til að álykta rangt (um loftslag, tóbak, bólusetningar...).

Það er alþekkt í vísindasögunni að EINstaklingar geta haft rétt fyrir sér um ákveðin atriði en kolrangt um önnur.

Margir merkir vísindamenn hafa farið í gröfina gjörsamlega sannfærðir um eitthvað sem var rækilega afsannað meðan þeir voru á miðjum aldri. Til dæmis hugmyndirnar um sjálfskviknun lífs, sem voru fáránlega lífseigar (úff) þótt að tilraunir Pasteurs og annara hafi í raun lagt þær til hvílu.

En þar sem engir peninga eða iðnaðarhagsmunir tengdust hugmyndinni um sjálfskviknun, þá fékk sú hugmynd að deyja.

Ég vil árétta að vísindasamfélagið sem heild nær að afsanna tilgátur, þótt að einstaklingar geti haft rangt fyrir sér.

Hilmar

Þú sýnir vanþekkingu bæði á ferli vísinda og þeim staðreyndum og ályktunum sem loftslagsvísindamenn hafa komist að. Staðreyndirnar tala sínu máli, og áróður olíuiðnaðarins, sem er bergmálaður af stjórnmálaöflum nátengdum honum breytir ekki staðreyndum. En áróðurinn getur hægt á viðbragði okkar (mannkyns) við hættunni.

NYTimes er eitt vandaðasta blað í heimi. Ef þú lest blaðið þá sérðu að það afhjúpar og fjallar um stór mál og mikilvæg í BNA og erlendis. NY Times fjallar meira um félagslegt óréttlæti en önnur bandarísk blöð, en það er ekki hvutti í bandi Obama. Blaðið gagnrýnir Obama þegar hann gerir mistök, eða snýst í hringi (eins í arabíska vorinu og Sýrlandi).

Hægri sinnaðari blöð, eins og Washington post fjalla líka um climate change denial

http://www.washingtonpost.com/newssearch/?query=climate+change+denial

Þess utan er ekki hægt að hafna þeim staðreyndum sem koma fram í fréttinni, bara á grundvelli þess að blaðið hafi mælt með Obama í einni kosningu. Það er eins og að hafna öllum staðreyndum sem koma í RÚV bara vegna þess að Andri á flandri fór einu sinni með fleipur...

Gunnar

Það eru alltaf manngerðir sem sjá hættu allstaðar. Þær manneskjur hafa ekki rétt fyrir sér alltaf, en stundum hafa þær rétt fyrir sér.

Leiðin til að vita hvaða hættur eru raunverulegar er að safna gögnum.

Og það hafa vísindamenn gert og staðfest að hlýnun er raunveruleg - af mannavöldum og er ekki að dvína.

Það sem þú segir að hlýnunin hafi staðið í stað síðustu 17 er rangt. Hocky stick graf Michaels Mann sýnir þetta afgerandi.

Varðandi IPCC, þá eru skýrslurnar þeirra dæmi um mjög vandaðar samantektir sem þarf her manna til að taka saman. Vísindi eru vinnufrek, og það þarf mannafla til að fara yfir gögn, reikna - yfirfara, staðfesta og kryfja. Standardinn á vinnu IPCC er mun hærri en það sem maður sér oft í jarðfræði, líffræði eða læknisfræði, þar sem einyrkjar eða litlir hópar vinna að afmarkaðari verkefnum.

Og þó að ein og ein villa hafi slæðst inn í skýrslurnar, þá breytir það ekki heildarniðurstöðunni. Þetta má útskýra með líkingu, þó að eitt nafn misritist í símaskránni, þá virkar hún samt fullvel.

Arnar Pálsson, 25.2.2015 kl. 09:44

11 identicon

"Þú sýnir vanþekkingu bæði á ferli vísinda og þeim staðreyndum og ályktunum sem loftslagsvísindamenn hafa komist að."

Það er stórt orð Hákot :) Í stað þess að svara efnislega athugasemd minni þá velur þú að hjóla í manninn!

Er þessi rökfræði kennd í lífupplýsingafræðinni hjá þér?

Sandkassaleikur óðahlýnunartrúboða er alkunnur. Í stað þess að rökræða fræðin þá fullyrðið þið að umræðan sé búin - vísindin séu klár!

Og svo kallar þú þig vísindamann :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 12:24

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar - aðeins meira um Soon:
http://www.npr.org/blogs/13.7/2015/02/24/388682684/my-depressing-day-with-a-famous-climate-skeptic

Höskuldur Búi Jónsson, 25.2.2015 kl. 14:52

13 identicon

Gunnar - aðeins meira um Höska:

https://www.skepticalscience.com/posts.php?u=569

http://www.envirolink.org/forum/viewtopic.php?t=14719&p=175073

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 15:19

14 Smámynd: Arnar Pálsson

Hilmuar

Þú sagðir:

Ekkert er sem sýnist í heimi stjórnmála og svonefnd "loftslagsvísindi" eru löngu hætt að snúast um vísindi og orðin að hreinræktuðum trúarbrögðum.

Það kallaði á viðbrögð mín:

Þú sýnir vanþekkingu bæði á ferli vísinda og þeim staðreyndum og ályktunum sem loftslagsvísindamenn hafa komist að.

Síðan áréttaði ég að loftslagvísindin væru raunveruleg vísindi (en ekki stjórnmál eins og þú gafst í skyn) og að niðurstöður þeirra væru margstaðfestar.

Síðan lagði ég áherslu á að blaðið væri ekki einhver gamaldags (eða nútíma) flokksnepill, heldur eitt virtasta blað Bandaríkjanna.

Þú segir:

Það er stórt orð Hákot :) Í stað þess að svara efnislega athugasemd minni þá velur þú að hjóla í manninn!

Er þessi rökfræði kennd í lífupplýsingafræðinni hjá þér?

...Og svo kallar þú þig vísindamann :)

Þú virðist alveg til í nota stór orð sjálfur. Og að tækla andmælandann.

Ég tók stórt til orða, því að í loftslagsvísindunum er ekki efi lengur um 1) hlýnun og 2) áhrif mannsins.

Já vísindin eru klár á þessu tvennu.

Opnu spurningarnar eru um hversu mikil nákvæmlega verður hitabreytingin á hverri öld, hvenær nær hlýnunin hámarki, og hverjar verða afleiðingarnar?

Því fyrr sem við hugum að þessum enda - því betra.

Arnar Pálsson, 26.2.2015 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband