Leita í fréttum mbl.is

Kjósum að gera eitthvað - rétt

Loftslagsmálin eru ein veigamesta ógn sem steðjar að jörðinni. Hnattræn hlýnun af mannavöldum hefur leitt til breytinga á lífríki og sjávarstöðu. Ef hækkunin verður 2°C má búast við miklum breytingum á vistkerfum og landbúnaði. Ef hækkunin verður 4°C þá verða breytingarnar meiri, og mögulega illvígari. Vistkerfi og landbúnaður hafa innbyggt þol gagnvart breytingum, en of miklar raskanir geta haft mjög neikvæðar afleiðingar.

Kevin Anderson leggur áherslu á að fæðuframleiðsla geti dregist saman vegna loftslagsbreytinga. Það er vandamál sem flokksskírteini eða facebook færslur geta ekki trompað.

Eina leiðin er að mannfólk, einstaklingar og samfélög, breyti sinni hegðan.

Þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti þátturinn undir okkar stjórn, er nærtækast að draga úr henni. Það þýðir.

Færri utanlandsferðir.

Færri bíltúrar eða bílar.

Minni umbúðir eða plastvara.

Fjárfesting í (raunverulega) endurnýjanlegri orku.

Betri nýting orku.

Það er okkar að breyta framtíðinni.

 


mbl.is Höfum kosið að gera ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Kevin Anderson leggur áherslu á, fyrir utan að þvo sér ekki og baða, er að stöðva iðnvæðingu í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu í 20 ár!

Anderson gælir við að iðnaðarþjóðir taki upp skömmtunarkerfi fyrir almenning og hverfi marga áratugi aftur í tímann á meðan það á að gefa vanþróuðum ríkjum frítt spil.

Anderson er ekki menntaður loftslagsfræðingur. Hann er öfga-aktívisti að hætti greenpeace og álíka rugludalla.

Það fer ágætlega á því að HÍ fái Brúarfoss til að flytja Anderson til og frá landi - úti á dekki, því sjálfur hefur hann viðurkennt að hann lykti eins og skunkur :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 15:31

2 identicon

Ég er viss um að vísindasamfélagið bíði spennt eftir að lesa niðurstöður rannsóknar Hilmars Hafsteinssonar um það hvernig meint lykt af fólki hefur áhrif á vísindalegar niðurstöður þess :)

Ægir (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 15:43

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mikið hefur mig hlakkað til loftslagsbrytinga síðan ég heyrði af þeim fyrst.

Þær gefa hlýju og áhugaverðar nýjar dýrategundir.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2015 kl. 17:21

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Hilmar

Ef þú lest http://www.burningquestion.info/

Eftir Mike Berners-Lee og Duncan Clark, þá ættiru að sannfærast um að aðgerðir okkar til þessa hafa reynst ónógar til að stemma við losun og hlýnun.

Anderson bendir á róttækar leiðir, en við verðum að vera tilbúin að ræða róttækar leiðir einnig. Ef fer fram sem horfir, þá munum við standa frammi fyrir róttækum afleiðingum.

Okkar er að meta hvort sé þjáningarfyllra, róttæku leiðirnar eða róttæku afleiðingarnar?

Ég fyrir mitt leyti er tilbúin að draga úr minni persónulegu losun, og vona að þú finnir þig ekki knúinn til að láta bílinn ganga bara til að jafna það út...;)

Ekki viljum við að Ísland lykti eins og stórborg.

Arnar Pálsson, 26.2.2015 kl. 17:35

5 identicon

Ég bið þig auðvita einlægrar afsökunar, Arnar Pálsson erfðafræðingur, fyrir að kasta rýrð á óðahlýnunartrúarbrögðin þín.

Auðvitað ert þú frjáls að því að takmarka klósettferðir þínar að vild og hjóla í aðra landshluta meðan veður og ófærð leyfir.

Það er hins vegar dapurt að dósent við HÍ skuli mæra rugludalla eins og öfga-aktívistann Kevin Anderson, en þó ekki með öllu óskiljanlegt.

Ég veit ekki til þess að þú eða Anderson hafi neina sérþekkingu á loftslagsvísindum. Það virðist þó ekki stoppa þig í hástemmdum heimsendayfirlýsingum :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 20:17

6 identicon

Takk fyrir góðan pistil Arnar.

Það mætti kannski bæta við aðgerðarlistan að fólk dragi úr kjötáti. Það eru góð rök fyrir því að mannkynið (þar á meðal Íslendingar þó við þykjumst stundum ekki tilheyra því kyni) ætti að draga úr kjötneyslu.
Kjötframleiðsla í heiminum í dag veldur meiri losun gróðurhúsalofttegunda en allir bílar, skip flugvélar, þotur og lestir samanlagt.

Sjá m.a:

http://www.theguardian.com/environment/2014/dec/03/eating-less-meat-curb-climate-change?CMP=share_btn_fb

http://www.chathamhouse.org/sites/files/chathamhouse/field/field_document/20141203LivestockClimateChangeBaileyFroggattWellesley.pdf?dm_i=1TY5,30JL0,BHZILT,AUGSP,1

Atli Jósefsson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 22:15

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Hilmar

Það er nú pínkulítið merkilegt við staðreyndir, að það skiptir ekki máli hver segir þær.

Það gildir einu hvort Anderson siglir eða flýgur, þvær nærbuxur í höndum eða vél. Þetta skiptir engu máli um - ef hann fer rétt með staðreyndir um hlýnun af mannavöldum.

Rétt eins og það skiptir ekki máli þótt að barnaníðingur varar við hættunni af tóbaki. Það að viðkomandi sé barnaníðingur breytir því ekki að tóbak er hættulegt heilsu.

Atli

Það eru sannarlega rök fyrir því að fólk breyti neyslumynstri sínu, til að reyna að sporna við loftslagsbreytingum og vernda náttúru eða ræktarland.

Það kann að vera að einhverjir stingi upp á alþjóðasamningum um kjötát, en mig grunar að fólk sé ekki til í að láta segja sér hvað á að borða. Næringarfræðingar vita það manna best, fólk vill borða það sem það vill, og er hreint frábært í að hundsa viðvaranir um hættulega fæðuflokka eða neyslumynstur.

Arnar Pálsson, 27.2.2015 kl. 09:12

8 identicon

Hvernig má það vera, Arnar Pálsson erfðafræðingur, að einstaklingur sem hefur enga sérþekkingu á loftslagsvísindum geti fullyrt um það hverjir fara rétt með staðreyndir um meinta hlýnun af manna völdum?

Hvernig má það vera að áhugamaður um loftlagsvísindi geti verið með slggjudóma um þá sem leyfa sér að gagnrýna dogma IPCC?

Eða hvar staðsetur fyrirsögn eins og "þeir framleiða efa - og okkur mun blæða" þig í fræðunum?

Hvað segir hátimbraður inngangur eins og "Loftslagsmálin eru ein veigamesta ógn sem steðjar að jörðinni" í rauninni um höfundinn?

Get a grip Arnar!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 10:06

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Hilmar

Þetta snýst um að treysta gögnum og fagfólki.

Ef það er samhljómur um það meðal lækna að öll gögn bendi til þess að bólusetningar séu til góðs, þá treystir maður því.

Ef það er samhljómur meðal jarðfræðinga að gos stafi af gliðnun, kvikuhreyfingum og öðrum jarðfræðilegum kröftum, á treystir maður því.

Ef loftslagsvísindamenn segja að það sé ekki vafi á því að hlýnun jarðar sé raunveruleg og að áhrif manna séu marktæk og mikil, þá treystir maður því.

Þar að auki hef ég lesið slatta af loftslagsvísindum, og þar sem töluvert af því byggir á tölfræði (sem ég kenni í HÍ) þá treysti ég mér til slíkra staðhæfinga.

Hvað hefur þú til að standa á annars, nema yfirlýsingar og óljósar dylgjur? Ertu loftslagsvísindamaður eða áhugamaður um olíubrennslu?

Arnar Pálsson, 1.3.2015 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband