Leita í fréttum mbl.is

Sérlega hvetjandi skrif

Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu vel hvatinn.is hefur farið af stað.

Aðstandendur hvatans eru Edda Olgudóttir og Anna Veróníka Bjarkadóttir, líffræðingar.*

Umfjöllun um vísindi hefur breyst á undanförnum áratugum. Í bandaríkjunum er fjallað um vísindi á sífellt færri mínútum í sjónvarpsfréttum.

Stóru vefirnir mbl.is og vísir.is voru báðir með vísindi og tækni, sem sérstaka efnisflokka. Nokkur ár eru síðan vísir.is lagði þann efnisflokk niður en sem betur fer heldur mbl.is í sinn.

Í síðustu sparnaðaraðgerðum var tilraunaglasinu á RÚV stungið inn í skáp (það var alls ekki brotið - heldur alltaf fullt af gotteríi).

Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá nýjan vef sem er sérstaklega helgaður vísindafréttum og tíðindum. Vissulega endurspeglar vefurinn bakgrunn aðstandenda, flestar fréttirnar eru um líffræðileg efni, og kannski finnst einhverjum að það mættu vera fleiri fréttir af öðrum raunvísinum, eða jafnvel hugvísindum.

Ég er með frumu og genablæti á háu stigi, auk þess að vera sérlega sjúkur myndir af sætum dýrum og með þennan akademíska áhuga á frumdýrakynlífi, og er því alsæll með hvatann.

Mín uppáhalds frétt til þess er um Náðun rottunar. Hún hefur um aldabil verið ásökuð um að bera svarta dauða til evrópu en ný rannsókn á árferði yfir nokkrar aldir (í gegnum árhringi) afsannar þá tilgátu. Rottum hentar ákveðið árferði en það árferði sýnir ekki fylgni við farsóttir af völdum svarta dauða. Mun betri fylgni er milli farsótta og árferðis sem hentar stökkmúsum betur...

Hvatinn.is Rottur báru svarta dauða líklega ekki til Evrópu 26. febrúar, 2015

*Ég hef kennt þeim báðum, líkaði vel við þeirra vinnubrögð og er því tæplega hlutlaus álitsgjafi.


mbl.is Hvatinn til fræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband