Leita í fréttum mbl.is

Hagnýt þróunarfræði og laxfiskar

Við búum í heimi þar sem maðurinn hefur áhrif á næstum allar aðrar lífverur.

Gott dæmi um slíkt eru virkjanir straumvatna, sem breyta búsvæðum, einangra stofna og geta valdið áfoki. Virkjanir á vatnasvæði Þingvallavatns höfðu mikil áhrif á fiskistofna í vatninu og nágreni. Vatnsþörf virkjunarinnar leiddi til þess að yfirborð vatnsins sveiflaðist meira, en fyrir virkjun, því túrbínurnar urðu að halda dambi fyrir ljóstýrur og kæliskápa landans. Það er talið hafa verið orsökin fyrir hruni í urriðastofninum í vatninu.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgÍ Þingvallavatni finnast urriðar, bleikjur og hornsíli. Þekkt er að bleikjan kemur í fjórum afbrigðum, sílableikja, kuðungableikja, murta og dvergbleikja. Einnig finnast svipuð bleikjuafbrigði í Úlfljótsvatni, en vatn úr Þingvallavatni rennur (áður óþvingað) þangað niðureftir. Vistfræðingar hafa einnig komist að því að hornsílin eru ólík eftir búsvæðum í vatninu, þótt ekki teljist þau skýrt afmörkuð afbrigði.

Urriði finnst í Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og hrygnir í Öxará, Þverá og fleiri stöðum. Þekktustu hrygningarstaðir bleikjunnar eru hins vegar í vatninu sjálfu, t.d. í Ólafsdrætti eða við Mjóanes.

Verkefni Sigurðar S. Snorrasonar og samstarfsmanna hans (ossið þar á meðal), sem Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar hefur styrkt, fjalla um skyldleika laxfiskanna á svæðinu. Spurt er,

  • hversu erfðafræðilega aðskildir eru urriðarnir í vötnunum tveimur?
  • er munur á urriðum sem hrygna í ólíkum ám á vatnasviðinu?
  • hversu erfðafræðilega aðskildir eru bleikjunar í vötnunum tveimur?
  • er hægt að meta hversu lengi stofnarnir hafa verið aðskildir (t.d. 200 ár, 2000 eða 10.000)?*
  • eru vísbendingar um að stofnarnir hafi verið aðskildir áður, en síðan blandast saman nýlega?

Við munum beita aðferðum sameindalíffræði til að skoða erfðabreytileika í stofnum beggja tegunda, og síðan aðferðir stofnerfðafræði til að svara spurningunum. Þetta verkefni er í raun hagnýt þróunarfræði, þar sem stofnerfðafræðin er hjartað í þróunarkenningu nútímans.Dæmi um rannsóknir hópsins.*Þingvallavatn er ungt, myndaðist eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum, og fiskarnir gengu upp í það líklega stuttu síðar.


mbl.is Styrkir rannsókn á urriða og bleikju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband