Leita í fréttum mbl.is

Slæm hugmynd að reka Hönnu og Sigríði

Stundum gerir fólk ótrúlega furðulega hluti.

Nýráðinn dagskrárstjóri rásar 1 Þröstur Helgason ákvað nýlega að reka Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríði Stephensen, án viðunandi skýringa.

Guðmundur A. Thorsson ræddi þetta í Fréttablaðinu (að reka konur) í morgun.

Á dögunum voru tvær reyndar og snjallar útvarpskonur, Hanna G. Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen, reknar frá Ríkisútvarpinu eftir langt og farsælt starf af Þresti Helgasyni, tiltölulega nýráðnum dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt.
Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk.

Hanna og Sigríður er frábærir útvarpsmenn og hafa þjóðinni mikið að færa.

Hanna er einnig öflugur starfsmaður útvarpsins, eins og sást á niðurskurðartímunum 2012-2013. DV fjallaði um ræðu hennar á samstöðufundi starfsfólks. Þar sagði Hanna:

síðustu viku gripu stjórnendur aftur til aðgerða. Enn harkalegri en fyrr. 60 starfsmenn. Út frá forsendum fjárlagafrumvarps sem enn hefur ekki verið samþykkt, ekki einu sinni komið til annarrar umræðu.

Hafi þessar síðustu aðgerðir engu að síður verið óhjákvæmilegar, vakna spurningar um hvar þær koma aðallega niður. Harðast á Rás 1. Þar fækkar um 12 manns þegar allt er talið. Um það bil helming starfsmanna. Tónlistardeildin er rústir einar, 1 og 1/2 stöðugildi eftir í þáttagerð, eitt til viðbótar í yfirumsjón. Og jóladagskráin í vinnslu, dagskrá sem að stórum hluta stendur saman af tónlist - hún er í uppnámi. -Einum af þremur þulum hent út samstundis, á tíma þegar mest mæðir á þessum starfsmönnum; annar fylgir í kjölfarið um áramót. -Átta störf á fréttastofu, Kastljósið lemstrað með uppsögnum fjögurrra starfsmanna, fjórum sagt upp á Rás 2, afmælisrásinni. Barnaefni heyrir líklega sögunni til í útvarpi um áramót, með uppsögn umsjónarkvennanna tveggja. Þannig mætti áfram telja. Brottreknir allir í hópi þeirra sem koma beint að vinnslu og útsendingu dagskrárinnar.

Engum sagt upp í yfirstjórn, millistjórnendur varðir, markaðsdeildin svo til óhreyfð. Er þetta eðlileg forgangsröð þurfi á annað borð að fara í aðgerðir? Hver er sýnin?

Spurningin á ennþá við, hver er sýn yfirstjórnar Rúv, ef hún lætur svona góða útvarpsmenn fara fyrir lítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sýn yfirstjórnar RÚV er auðvitað að loka aparatinu og ekki margir sem koma til með að missa að RÚV er hætt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.7.2015 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband