Leita í fréttum mbl.is

Ný erfðatækni mikið framfaraspor

Rannsóknir á varnarkerfum baktería leiddu vísindamenn að einstöku kerfi, sem nú hefur verið hagnýtt fyrir erfðatækni. Erfðatækni gengur út á að breyta genum lífvera eða bæta við genum, eða jafnvel hanna frá grunni.

Tæknin til þess hefur verið ansi margslungin og tímafrek, en með nýrri tækni Crispr er hægt að breyta genum á auðveldari hátt. Síðdegisútvarpið fjallaði um crispr tæknina í viðtali við Ernu Magnúsdóttur. Til stuðnings má sjá grein eftir Amy Maxmen The Genesis engine í The Wired. Í umfjöllun síðdegisútvarpsins segir m.a.

„Þetta er algjör bylting," segir Erna Magnúsdóttir, sérfræðingur við læknadeild um hin nýtilkomnu Crispr-tækni sem vísindamenn nota til að erfðabreyta lífverum.

„Tilurð þessarar tækni er svolítið skemmtileg og lýsandi fyrir hvað það getur verið erfitt að spá fyrir um hvað er sniðugt að rannsaka og hvað ekki," segir hún. Það voru vísindamenn sem voru að rannsaka ónæmiskerfi í bakteríum sem komust á sporið. „Bakteríur hafa sitt eigið ónæmiskerfi, [vísindamönnunum] datt í hug að nota þessa aðferð sem bakteríur nota til að þekkja vírusa til þess að breyta erfðaefni í spendýrafrumum og heilkjörnungum yfir höfuð. Þeir uppgötvuðu að það væri hægt og það er í rauninni grundvöllurinn fyrir þessari nýju Crispr tækni.“

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband