Leita í fréttum mbl.is

Sigurför flugnagildrunar

Bækur eru dásamleg fyrirbæri, sem næra okkur og róa, gleypa og hræra, stuða og espa.

Það saman má segja um flugur, sérstaklega ávaxtaflugur.

Allavega finnast mér flugur flestum dýrum fremri, og í gegnum tíðina hafa þær verið mér uppspretta gleði og innblásturs, nýrrar þekkingar og vinskapar. (Á myndinni sést ávaxtafluga á væng fiðrildis).

fruitflyonwing.jpg

En hví að þusa um ávaxtaflugur á þriðjudegi? Í Víðsjá gærdagsins var fjallað um Flugnagildruna, bók eftir sænskan líffræðing sem gefin er út fyrir jólin. Rætt var við Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýðanda bókarinnar. Af vef RÚV.

------------------

Af flugum

Ef maður getur skrifað áhugaverða bók um flugur, ætli maður geti þá ekki skrifað um hvað sem er? Sænska rithöfundinum og líffræðingnum Fredrik Sjöberg tókst að skrifa áhugaverða bók um flugur, að minnsta kosti hefur hún slegið í gegn víða um heim. Flugnagildran kom fyrst út fyrir ríflega tíu árum, en hefur farið sigurför um heiminn á síðustu misserum, verið þýdd á fjölda tungumála og verðlaunuð í mörgum flokkum.

Hverskonar bók? 

Flugnagildran, þetta er bók um skordýrafræði. Sögumaðurinn hefur komið sér fyrir á eyju í sænska skerjagarðinum, þar sem hann fylgist með flugum, og rifjar upp sögu manns að nafni  René Malaise, sem ku hafa fundið upp einhverja mögnuðustu flugnagildru sem um getur. Margar fleiri sögur koma við sögu í þessari bók, sem líkist kannski ritgerð fremur en skáldsögu, er kannski einhvers konar essay-roman. ,,Á jörðinni okkar eru margar milljónir tegundir af skordýrum,“ segir á einum stað í þessari bók: og já í henni koma við sögu ,,húsflugur, bredduflugur, ránflugur, sveifflugur, hausflugur, herflugur, knattflugur, skartflugur, bananaflugur, hræflugur, maðkaflugur, stingflugur, kryppuflugur, hveraflugur, lúsflugur, mykjuflugur, stinkflugur“, (47-48), og þannig mætti lengi áfram telja. Já, hér koma flugur við sögu, en líka náttúruvísindamenn frá mörgum tímum, sagt er frá rannsóknum á mjög sérhæfðu sviði flugnafræða, jú og rithöfundar á borð við August Strindberg, D. H. Lawrence og Bruce Chatwin, svo nokkrir séu nefndir, skjóta upp kollinum í afar sérstæðum vef þessa verks.

Tíu ára ferill 

Útgefandi Sjöbergs bjóst á sínum tíma við því að selja um það bil 16oo eintök af Flugnagildrunni á fimm árum, en raunin varð önnur, bókin seldist í 30 þúsund eintökum í Svíþjóð einni og í þúsundavís í Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Noregi. Bókin kom út í Englandi, Ítalíu og Spáni í fyrra, í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Það hefur sumsé tekið tíma að koma þessari bók áleiðis, enda erfitt að staðsetja hana: er þetta náttúrusaga, vísindi fyrir almenning, sjálfsævisaga nú eða hrein ljóðlist? Breska bókmenntatímaritið Times Literary Supplement valdi bókina eina af bókum ársins; þar spurðu menn einfaldlega: ,,Hverjum hefði dottið í hug að lítil bók um skordýrafræði yrði metsölubók um alla Evrópu? (...) en skordýr koma málinu nánast ekkert við; þetta er í raun og veru bók um tilgang lífsins.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband