Leita í fréttum mbl.is

Jane Goodall á leið til landsins

Jane Goodall er einstök. Hún fylgdist með simpönsumm í Gombe og komst að stórmerkilegum hlutum um líffræði þeirra og atferli. Nú er verið að reyna að skipuleggja heimsókn Jane til landsins, í samstarfi Landverndar, margra stofnanna innan HÍ og fleiri aðilla.

Hrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir skrifuðu um feril Jane á vísindavefinn fyrir nokkrum árum. Þar segir:

Jane Goodall fæddist árið 1934 í London á Englandi. Frá barnæsku var hún afar áhugasöm um dýr, sér í lagi um framandi dýr Afríku. Þegar henni bauðst að heimsækja vinafólk í Kenía greip hún tækifærið og 23 ára gömul fór hún til Afríku í fyrsta sinn. Þar komst hún fljótt í kynni við fornleifa- og steingervingafræðinginn Louis S. B. Leakey sem heillaðist af óbilandi áhuga hennar og þekkingu á dýrum. Hann réð hana sem aðstoðarkonu sína og sendi hana árið 1958 aftur til London til að læra um atferli prímata. Leakey taldi að stóru aparnir gætu veitt innsýn í þróun prímata og þar af leiðandi þróun mannsins. Árið 1960 sendi hann Goodall til Gombe í Tansaníu til að fylgjast með atferli simpansa. Með sjónauka og skrifblokk að vopni hóf Jane athuganir sínar sem einkenndust af ótrúlegri þolinmæði og þrautseigju.

Goodall gerði fljótt merkilegar uppgötvanir. Til dæmis að simpansar voru ekki grænmetisætur eins og áður var talið heldur voru þeir alætur líkt og maðurinn. Þá uppgötvaði hún einnig að simpansar notuðu verkfæri. Hún fylgdist með hvernig simpansarnir hreinsuðu og snyrtu til greinar og notuðu þær svo eins og veiðistangir til að veiða termíta úr termítahraukum. Þessi uppgötvun kollvarpaði því þeirri hugmynd að það væri sérstaða mannsins að nota verkfæri. Þessar merkilegu niðurstöður urðu til þess að frekari fjárveitingar fengust í rannsóknir Goodall og þrátt fyrir að hún hefði ekki lokið grunnháskólagráðu var hún tekin inn í doktorsnám við Cambridge-háskóla.

evolution.jpgHrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?Vísindavefurinn, 3. janúar 2011. Sótt 9. desember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=58124.

Mynd af simpansa er af vef lauksins - sem er ekkert heilagt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hún finnur sjálfsagt marga apa innan Landverndar.H´n veit að hverju hún gengur.

Sigurgeir Jónsson, 9.12.2015 kl. 20:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ekki minnkar apaflóran þegar hún kemur í Háskólann.

Sigurgeir Jónsson, 9.12.2015 kl. 20:30

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Sigurgeir fyrir innleggið.

Húmorískt en einnig smá móðgandi, en það er líklega ætlan þín.

Til hamingju með apalegt orðsporið.

Arnar Pálsson, 10.12.2015 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband