Leita í fréttum mbl.is

Kæri jólasveinn/þingmaður, mig langar í náttúruminjasafn í jólagjöf

Meðan við bjuggum í Chicago höfðum við það fyrir hefð að fara í vísinda og tæknisafnið á aðfangadagsmorgun. Safnið var opið til 16 og yfirleitt frekar rólegt þennan dag. Safnið er allt hið glæsilegasta, þar má kanna krafta náttúrunnar og undur tækni. Skoða má þýskan kafbát frá seinnastríði og frábært smálestaland, erfðabreytta fiska og fylgjast með kjúklilngum klekjast.

Trex_SueNáttúruminjasafnið í Chicago er einnig í heimsklassa, með T. rex eðluna Sue (mynd ArnarP) og frábært safn minja frá helstu menningarsamfélögum mannkynssögunar.

Ísland á ekkert safn um náttúru eða tækni, þrátt fyrir að samþykkt hafi verið með lögum árið 2007 að stofna Náttúruminjasafn Íslands.

Væri ekki frábært að eiga náttúruminjasafn, ef ekki með beinagrind af risaeðlu þá kannski hval, rostung og ref. Þar mætti sjá hraun af ýmsum gerðum, útskýrðir væru heitir reitir og flekar, sprungubelti og kvikuþrær, fuglabjörg og lífríki vatna, líf undir og í jöklum og hin gríðarlega auðgi hafsins í kringum landið.

Kæri jólasveinn (þingmaður) mig langar í náttúruminjsafn í jólagjöf, hvaða dag ársins sem er.

Síðasta ríkisstjórn og borgin gerðu samkomulag um að setja upp sýningu í Perlunni, en þingmenn núverandi ríkistjórnar hentu þeim plönum út af borðinu án þess að bjóða upp á aðra kosti.

Hilmar Malmquist forstjóri náttúruminjasafnsins rekur þetta mál í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar segir:

Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar...

Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar?
Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti.

Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki Húsavík orðinn nafli alheimsins á Íslandi? Jafnvel þó til séu aðrir réttlætanlegir tilverustaðir á Íslandi? Er ekki allt sem er einhverra verðmæta virði flutt til Húsavíkur og norðurlands nyrðra/eystra þessa dagana? Alveg sjálfsagt mál eða hvað?

Skítt með hina landshlutana, eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.12.2015 kl. 01:13

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúruminjasafn þjóðarinnar á að sjálfsögðu að vera í höfuðborginni og óskandi að hönnun þess geti hafist sem fyrst.

Í flestum stærri sveitarfélögunum eru lítil náttúruminjasöfn, t.d. eitt ágætt í Fjarðabyggð sem er staðsett á Neskaupstað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2016 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband