Leita í fréttum mbl.is

Ein merkasta vísindakona heims á leið til landsins

Jane Goodall kemur í heimsókn til Íslands í júní og heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói 15. júní kl. 17.

Fjallað er um heimsókn hennar á vef Háskóla Íslands.

„Jane Goodall er fyrirmynd þegar kemur af því hvernig vísindamenn geta haft samfélagsleg áhrif. Koma hennar til landsins og sú dagskrá sem hún stendur fyrir mun veita vísindasamfélaginu innblástur um hvernig við getum nýtt þekkingu okkar til að hafa áhrif á samfélagið í heild,“ segir Bryndís Marteinsdóttir, nýdoktor við Líffræðistofu Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands, um eina merkustu og ástsælustu vísindakonu heims sem heimsækir Ísland dagana 12.-16. júní. Goodall heldur m.a. erindi í Háskólabíói 15. júní kl. 17 sem opið er öllum.

„Það hafa margir lagt hönd á plóg við að undirbúa heimsókn Jane Goodall til Íslands og hana hefur lengi langað til að koma hingað,“ segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landvernd og doktor í líffræði frá Háskóla Íslands. Sjálf hlýddi hún fyrst á Goodall flytja erindi á viðburði í London í desember 2010. „Erindi Jane hafði mikil áhrif á mig og þegar ég flutti aftur til Íslands nokkrum vikum síðar var eitt af því fyrsta sem ég gerði að stofna Roots & Shoots útibú við Háskóla Íslands en Goodall stofnaði þá hreyfingu til þess að virkja ungmenni í baráttunni fyrir umhverfisvernd.  Verkefnið hefur farið hægt af stað en það varð þó til þess að aðilar frá Jane Goodall Institute höfðu samband við mig í ársbyrjun 2014. Í kjölfarið stofnaði ég undirbúningshóp fyrir komu hennar en við fengum byr undir báða vængi þegar Sigurður Baldvin Sigurðsson, sem er persónulegur vinur Jane, bættist í hópinn í lok árs 2015,“ segir Rannveig enn fremur um aðdraganda heimsóknarinnar.

jane_orphan_closeshot3-688x451.jpg

Myndband af Jane að tala um Íslandsferðina: https://www.facebook.com/JGIceland/videos/1704199779830297/
 
Viðtal við Jane í Fréttatímanum: http://www.frettatiminn.is/jane-goodall/
 
Viðtal við Rannveigu í síðdegisútvarpinu, byrjar á mínútu 53: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/siddegisutvarpid/20160531
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband