Leita í fréttum mbl.is

Fjárfesting í menntun

Menntun er nauðsynleg lýðræðisríkjum. Góð menntun gefur fólki tækifæri á að fullorðnast, með því að kasta sjálfhverfu unglingsáranna og hugsa um stöðu sína í samfélaginu og veröldinni. Menntun er fyrir framfarir andans og efnahagsins. Nútildags höfum við tilhneygingu til að horfa til fjaÅ•hagslegs ávinnings af menntun og framhaldsnámi, mæla framfarir í hagvexti og meðallaunum. En menntun bætir líka einstaklingana sjálfa, gefur þeim tækifæri til þroska og rannsókna, á sjálfu sér eða viðfangsefnum hins forvitna huga. Þann ávinning er erfitt að mæla, en ýmislegt bendir til þess að hann skili sér í upplýstara samfélagi, heilbrigðari umræðuhefð, skapandi listalífi, betri fjölmiðlum og almennt lýðræðislega hugsandi fólki. Að minnsta kosti er líklegt að með því að svelta menntakerfið verði samfélagið óupplýstara, umræðuhefðin versni, listalíf láti á sjá, fjölmiðlum hnigni og lýðræðishugmyndir víki fyrir alræðispælingum.

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands skrifaði um mikilvægi menntunar og fjárhagsstöðu menntakerfisins. Pistill hans um alvarlega fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er á visir.is. Þar segir:

Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið.

Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma...

Ástandið skánaði ekki í hruninu, og lítið upp frá því. Áætlun fráfarandi ríkisstjórnar minntist valla einu orði á menntamál, hvað þá fjáÅ•veitingu til Háskóla Íslands.

Mikivægt er að bæta úr þessum vanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband