Leita í fréttum mbl.is

Líffræðiráðstefnan 2017

Líffræðiráðstefnan verður haldin 26. – 28. október  2017 í Öskju

Ráðstefnan sem haldin er annað hvert ár spannar alla líffræði og veltur breiddin á framlagi þátttakenda.

Opnað verður fyrir innsendingu ágripa um miðjan ágúst. Nánar upplýsingar verða birtar á vef líffræðifélagsins biologia.is.

Staðfestir öndvegisfyrirlesarar:

Christian Klämbt, þroskunarfræðingur
Prófessor við Háskólann í Münster (Westfälische Wilhelms Universität Münster).
Deildarstjóri líffræðinnar (Dean)
EMBO meðlimur

Jean-Philippe Bellenger, lífefnafræðingur
Prófessor við University of Sherbrooke
Terrestrial Biogeochemistry, Department of Chemistry
Lífefnafræðingur sem fæst við líffræði og hefur fært ýmislegt merkilegt fram á undanförnum árum.

Gísli Másson, lífupplýsingafræðingur
Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Íslenskrar Erfðagreiningar.
“Big data” áskoranir í mannerfðafræðirannsóknum.

Fiona Watt, frumulíffræðingur
Forstöðumaður Centre for Stem Cells and Regenerative Medicine við King’s College í London.
Fæst við rannsóknir á sérhæfingu vefja í spendýrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég skora á RÚV-fréttir og alla líffræðinga að skoða þessa bloggsíðu sem að fjallar um  uppgötvun nýrrar tegundar sem að deild er um hvort að sé meira skildari mönnum eða dýrum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1460069/ 

Jón Þórhallsson, 19.6.2017 kl. 10:51

2 identicon

Þetta er ekki skilt mönnum eða dýrum(Menn eru líka dýr).. en þetta sem þú linkar á er skáldskapur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 13:16

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er kona með Dr.gráðu sem að leggur nafn sitt við þessa rannsókn ásamt allskyns sérfræðingum:

http://bf-field-journal.blogspot.is/p/ketchum-dna-study-sample-26.html

Jón Þórhallsson, 19.6.2017 kl. 13:52

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Dr.Melba Ketchum:

https://www.youtube.com/watch?v=C3bOBi1-Zes

Jón Þórhallsson, 19.6.2017 kl. 13:54

5 identicon

Melba Ketchum lærði dýralækningar áður en hún sneri sér að gervivísindum. Hún hefur ekki lokið doktorsgráðu í einu eða neinu.

Samúel gamli (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 15:35

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér skilst að hún hafi látið margar virtar Háskóla-rannsóknarstofur gera DNA rannsókn á lífssýnum sem að hún komst yfir:

http://bf-field-journal.blogspot.is/p/ketchum-dna-study-sample-26.html

RÚV-Kasstljós mætti gjarnan skoða þetta mál út frá öllum hliðum.

Jón Þórhallsson, 19.6.2017 kl. 16:02

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Því miður er ósköp lítið að marka þessi tíðindi af erfðamengi stórfóts, eða sögusögnum um geimverutegundir á jörðinni.

Doktorsgráða tryggir ekki að fólk hafi rétt fyrir sér*.

Það sem skiptir máli eru gögnin, og í þessu tilfelli standast þau ekki skoðun.

Þau voru birt í nýstofnuðu tímariti - líklega vegna þess að ekkert hefðbundinna líffræðitímarita samþykkti greinina.

Gögnin eru samansafn af hreinræktuðu manna erfðaefni, og tæknilegu suði (sem þau túlka sem stórfótsDNA).

Samantekt the Scientist er mjög afgerandi - Stórfótserfðamengið er BULL.

http://www.the-scientist.com/?articles.view/articleNo/34395/title/Bigfoot-DNA-is-Bunk/

*frekar en að doktorsgráða sé nauðsynleg til að ramba á rétt.

Arnar Pálsson, 20.6.2017 kl. 09:40

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það eru þúsundir manna sem að segjast hafa séð þessa veru í USA og internetið er yfirfullt af frásögnum fólks þessu tengdu; ég skora samt á allt fólk að skoða öll myndböndin á þessari síðu; fyrsta myndbandið byrjar neðst og svo er stigvaxandi upplýsing uppá við:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1460069/ 

Jón Þórhallsson, 20.6.2017 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband