Leita í fréttum mbl.is

Tarzan, álfarnir og týnda geimnýlendan

Sem táningingur las maður allskonar ævintýri, Tom Swift og Tarzan meðal annars. Það var frábært að lesa um Tarzan þegar hann fann risaeðlurnar í týndu veröldinni inni í jörðinni eða leiðangra Toms til fjarlægra stjarna. Á undangengnum mánuðum sumar hef ég gengið í bókabarndóm og náð að lesa nokkrar ágætar vísindaskáldsögur og eina fantasíu. Mig langar til að deila þeim með ykkur, og kannski stuttum ef ekki skýrt úfærðum hugsunum um þær.

Fyrir ári komst ég á bragðið með að lesa vísindaskáldsögur eftir Jack McDevitt*.

. Sögusviðin eru í framtíðinni, í nálægri og fjarlægri. Sögurnar gerast eftir að mannkynið hefur náð tökum á flakki milli sólkerfa og stjarna, og hefur komið upp bækistöðvum úti í geimnum. Tvær bókanna, The engines of god og Solaris, gerast eftir nokkur hundruð ár, og er lykilpersónan Pricilla Hutchins flugmaður í geimflotanum. Sögurnar hvelfast um ráðgátur og ógnir, leit að lífi eða heppilegum plánetum fyrir landnám. Í sögunum er ofnýting mannkyns á jörðinni viðvarandi stef sem af hljótast margvísleg vandamál og drifkraftar. Leitin að lífi er vitanlega líka leit að vitibornum geimverum. Mér þykir sagan um Minnismerkjafólkið (the monument makers) í The engines of god, forvitnilegust því þar er Pricilla og hópur fornleifafræðinga á slóð vitiborinna vera á öðrum hnöttum. Geimverurnar höfðu byggt verk á tunglum eða í sólkerfum þar sem líf fannst. Sagan hefst á tungli Satúrnusar þar sem risastór stytta af tvífættri veru fannst, en annars staðar höfðu risavaxin verk verið sköpuð. Jafnvel fljúgandi ferkanntaðir grjóthnullungar á sporbaug um framandi jarðir. Sagan fer vítt og breitt, og tekur allskonar sveigur og beygjur, en er bæði spennandi og forvitnileg. Ámóta góð ráðgáta er The seeker, sem gerist nokkur þúsund árum síðar. Þar komast fornleifahöndlarar á snoðir um týnda geimflaug, the seeker, sem var ein af ráðgátum mannkynssögunar. The seeker var faraskjóti nokkur þúsund manna hóps sem ætlaði að setjast að á framandi plánetu. Nema hvað enginn á jörðinni vissi hvar plánetan var, og enginn heyrði nokkuð frá landnemunum aftur. Fyrr en bikar úr geimflauginni Seeker dúkkaði upp hjá fornmunasala. Ráðgátan er meiriháttar vel fléttuð og framvindan sérstaklega góð. Einn sérlega forvitnilegur þráður í sögunni er heimsókn til hinna mállausu (the mutes), vitiborinna geimvera sem svipar að einhverju leyti til skordýra. Hinir mállausu tala ekki, en ræða saman með hugsanalestri. Þeir komast auðveldlega inn í huga mannfólks, jafnvel þótt að við séum óskyldar líffræðilega.

Hvernig yrði þér við, ef þú mættir tveggja metra háu skordýri með langa munnparta og fálmara og glansandi augu í jakkafötum í Leifstöð? Líklega færi um þig einhver hrollur eða jafnvel ógeðstilfinning. Sem væri mjög vandræðalegt því skordýrið gæti lesið hugsanir þínar og vitað að þér býður við því. Sögur McDermit eru í aðra röndina spennandi ævintýri og ráðgátur, en taka einnig á áleitnum spurningum um ofnýtingu jarðar, samskipti fólks og eðli lífvera og vitsmuna.

Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen er mjög athyglisvert ævintýri eða fantasía. Sögusviðið er Ísland nútímans, og þar tvinnast saman hulduheimar og mannheimar. Sagan er í raun morðgáta, og aðalpersónan er miðill sem vinnur með lögreglunni að rannsókn morðgátu við Víghól í Kópavogi. Og svo morð á öðrum víghól, og öðrum. Sagan vinnur úr þjóðsagnaarfi og nýaldarkukli á ansi sniðugan hátt. Aðalpersónurnar eru miðlar, vættir og galdramenn, og fléttan hin ágætasta. Bókin hélt mér mjög vel og langt inn í nokkrar nætur. Frásögnin um Víghóla er styttri en hún ætti skilið að vera, því bókin er ansi góð, en fiskarnir kalla.

*Leiðrétting.

Fyrst skrifaði Jack McDermitt, en þökk sé Kristni þá lagfærðist það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó svo að það gætu verið til einhverjar furðu-verur á sveimi einhversstaðar í geimnum að þá er það kannski ekki aðal-málið en ég myndi vilja sjá Háskóla Íslands taka opinbera afstöðu til Billy Meiers-CONTACTSINS og klukkutíma viðtal við Háskólarektor Íslands þar sem að hann annaðhvort staðfesti þann viðburð sem sannleik eða afsannaði þá sögu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1352361/

Jón Þórhallsson, 31.7.2017 kl. 09:57

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hverjum myndir þú trúa til að segja þér að alheimurinn væri fullur af 100% mennsku venjulegu fólki?

Myndir þú trúa manni í innsta hring hjá NATÓ?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2199817/

Jón Þórhallsson, 31.7.2017 kl. 11:22

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Meinarðu höfundinn

Jack McDevitt ?

Kristinn Snævar Jónsson, 31.7.2017 kl. 12:26

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

... og samkvæmt Wikipedia um höfundinn Jack McDevitt: "The novel Seeker won the 2006 Nebula Award for Best Novel, given by the Science Fiction and Fantasy Writers of America. He has been nominated for the Nebula Award sixteen times".

Kristinn Snævar Jónsson, 31.7.2017 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband