Leita í fréttum mbl.is

Ævintýralegur skógur í auðninni

Á miðjum Skeiðarársandi vex nú skógur, 40 ferkílómetrar að stærð. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Kristín Svavarsdóttir hafa stundað rannsóknir þarna um u.þ.b. 20 ára skeið, og fylgst með lýgilegri framvindu gróðurs og sérstaklega birkis.

Fjallað var um þetta í Landanum í gær. Sjón er sögu ríkari.

ótrúlegur vöxtur á eyðisandi.

Líffræði Íslands er líffræði landnáms og líffræði öfgakenndra sveifla í náttúrunni. Landið okkar var hulið ísaldarjökli fyrir 15.000 árum, og frá því að ísöld lauk hafa gos, flóð og skriður mótað landslagið og lífríkið.

Nýleg eldgos í Vatnajökli, öskufall og hlaup yfir sanda, gefa okkur nasasjón af þeim kröftum sem mótað hafa eyjuna okkar. Og þeim áskorunum sem lífverur hér þurfa að kljást við. Þetta á jafnt við um plöntur, dýr og örverur. Allar þurfa þær að mæta öfgum í umhverfisaðstæðum, með aðlögunarhæfni sinni. Aðlögunin getur verið lífeðlisfræðileg, sami einstaklingur breytir virkni sinni eða vaxtarformi til að tjónka við umhverfisþátt. En hún getur líka verið þróunarfræðileg. Breytileiki er til staðar í stofni, sem verður fyrir breytingum á umhverfisaðstæðum, t.d. áfoks ösku eða eldgos í vatnakerfinu. Síðan lifa sumar gerðir af frekar en aðrar, sem leiðir þá til þróunar stofnsins.

Spennandi verður að vita hvað hefur átt sér stað á Skeiðarársandi, hvort landnám birkisins sé drifið af sveiganleika tegundarinnar eða hraðri þróun hennar að opinni vist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband